Fundur 592

Jólafundurinn var haldinn á laugardagskvöldið 7. des. í fjósinu Öldu frammi í Eyjafirði. Húsið opnaði kl.19:00 og frá kl.19:30 var ljósmyndasýning á verkun RT5 manna. Fundur átti svo að vera formlega settur kl.20:00

Dagskrá:

 

1.            Fundur settur

2.            Borðhald hefst

3.            Jólasaga

4.            Inntaka nýrra félaga

5.            Úrslit og verðlaun í ljósmyndakeppni

6.            Jólapakkar

7.            Trúbador

•             Fundur settur. Formaður setur fundinn kl 20:20

•             Kynningarhringur. Að sjálfsögðu var tekinn kynningarhringur þar sem gestir voru óvenju margir og óvenju fallegir að þessu sinni. Makar félagsmanna og fyrrum félagar heiðruðu okkur með komu sinni og svo kom Þórólfur með maka!?

•             Tilgangur Roundtable. Jói Oddgeirs, heiðursfélagi, las tilgang.

•             Borðhald.  Borðhald hófst kl.20:40. Ótrúlega fjölbreytt hlaðborð frá fjölbreyttum heimilum félagsmanna. Allir gátu fundið eitthvað við sitt hæfi og rúmlega það. Einstaklega vel heppnað í alla staði.

•             Jólasaga. Birkir fór með jólasöguna. Ritari var ekki mikið að hlusta á söguna en miðað við hláturinn sem Birkir uppskar þá var þetta örugglega ágætis saga hjá honum.

•             Hópsöngur. Þórólfur stjórnaði hópsöng, vel valin lög sem mörg slógu í gegn og rifu upp stemmningu.

•             Inntaka nýrra félaga.  Jóhann og Vignir voru teknir inn í klúbbinn. Vígslan var þannig að þeir voru látnir grenslast fyrir um klúbbinn og meðlimi hans, formaður spurði þá svo spjörunum úr og stóðu þeir sig með eindæmum vel.

•             Úrslit og verðlaun í ljósmyndakeppni.

Besta myndin var „Hraði“ eftir Perrarnirykkar

Frumlegasta myndin var „Andstæða“ eftir Tussutryllir“

Overall sigurvegarar voru Perrarnirykkar.

Í verðlaun voru vel útilátnar ostakörfur.

•             Fundi slitið. Á miðnætti fékk siðameistari aðeins að tjá sig áður en Formaður sleit einum skemmtilegasta fundi vetrarins. En þó að fundi væri slitið hélt gamanið áfram, Þórólfur hélt stuðinu uppi með gítarstemningu fram í rauðann dauðann.

 

 

 Eftirtaldir sátu fundinn:

 

Arnar Friðriksson

Auðunn Níelsson

Birkir Örn Stefánsson

Davíð Kristinsson

Elvar Örn Birgisson

Elvar Árni Lund

Georg Haraldsson

Guðmundur Hinrik Gústavsson

Hjálmar Hauksson

Jóhann Davíð Ísaksson

Jón Ísleifsson

Njáll Trausti Friðbertsson

Óskar Þór Vilhjálmsson

Óttar Már Ingvason

Páll Júlíus Kristinsson

Sigurður Óli Sveinsson

Stefán Stefánsson

Vignir Skúlason

Þórólfur Ómar Óskarsson

 

Eftirtaldir komu seint:

Eyjólfur Ívarsson

Eftirtaldir voru með boðuð förfoll:

Björn Vilhelm Magnússon

Helgi Rúnar Bragason

Konráð Þorsteinsson

 

Jón Ævar Sveinbjörnsson í leyfi

 

 

 

Skildu eftir svar