Fundur 658 – BREYTTUR FUNDARSTAÐUR

ATH.
Breyttur fundartími er á fundinum í kvöld vegna veikinda hjá RÚV.
Nýr fundarstaður er HSN, Hafnarstræði 99, gengið inn göngugötumegin og farið á fjórðu hæð. Aðeins er opið milli 19:40 og 20:00 því eru teiblarar beðnir að mæta tímalega á fundinn þar sem húsinu verður læst kl. 20:00.
Veitingar í boði þannig að óþarfi er að mæta fulllestaður.
Kynning kvöldsins er HSN starfsemi og ný stofnun ásamt því að farið verður yfir ný útgefna skýrslu um þörf á byggingu á nýrri heilsugæslustöð/-stöðvum.
Þórhallur, Marteinn og Hjálmar

Fundarboð: Fundur 658 – Oldtablerfest

Fundur 658 – Haldinn af: Hjálmari, Marteini og Þórhalli.
Hvar: RÚV á Norðurlandi Hólabraut 13

Hvenær: Mánudaginn 16.10.17 kl 20:00
Budget: 50.000 kr.

1. Kynningarhringur.
2. Tilgangur Round Table utanbókar, Birkir Örn.
3. Fundur afhentur Hjálmari, Marteini og Þórhalli.
4. Pinna- og fánamál klúbbsins, Auðunn.
5. Innheimta árgjalda, Siggi Óli.
6. 15 ára afmæli OT41 og 40ára afmæli RT98 í Bayreuth, Þýskalandi, Siggi Óli.
7. Fulltrúráðsfundur í Reykholti, Auðunn.
8. Næsti fundur, 659 Gourmet/Michelin í umsjón Konna, Nonna og Almars.
9. Önnur Mál.
10. Siðameistari fær orðið.
11. Skýrsla fundar lesin upp til samþykktar, Sveinn.
12. Fundi slitið.

Fundarboð: Fundur 656 – RT Workshop

Fundur 656 – RT Workshop

Haldinn af: Daníel E, Helga og Birki.
Hvar: Borgir (HA)
Hvenær: Mánudaginn 18.09.17 kl 20:00.
Budget: 15.000 kr.

1. Kynningarhringur.
2. Tilgangur Round Table utanbókar, Börkur.
3. Fundur afhentur Daníeli E, Helga og Birki.
4. Auglýsingar í félagatal, Siggi Óli.
5. Fulltrúarráðsfundur, 13-15 október í Reykholti.
6. Næsti fundur, 657 – Adrenalín-Kikk 02.10.17 í umsjón Stefáns Hrafns, Birgis og Loga.
7. Önnur mál.
8. Siðameistari fær orðið.
9. Skýrsla fundar lesin upp til samþykktar, Sveinn.
10. Fundi slitið.

Auðunn Níelsson, Formaður RT5 2017-2018.

Fundarboð: Fundur 655 – Haustferð

Fundur 655 – Haustferð

Haldinn af: Stjórn
Hvar: Borgir (HA)
Hvenær: Laugardaginn 16.09.17 kl 12:00
Budget: 100.000 kr

1. Kynningarhringur.
2. Tilgangur Round Table utanbókar, Daníel Sigurður.
3. Skýrsla síðasta fundar.
4. Upprifjun á komandi starfsári.
5. Auglýsingar í félagatal, Siggi Óli.
6. Næsti fundur, Fundur 656 – RT Workshop í umsjón Daníels E, Birkis og Helga.
7. Fulltrúarráðsfundur, 13-15 október í Reykholti.
8. Önnur mál.
9. Siðameistari fær orðið.
10. Fundi slitið.

Auðunn Níelsson
Formaður RT5 – 2017-2018

Fundur 653 – Aðalfundur B

Haldinn af: Stjórn
Mæting: Litla Kaffistofan, fundarstaður er óvæntur
Hvenær: 08.04.17 kl 9:45 á Litlu Kaffistofuna, fundur hefst kl 12:00
Budget: 300.000 kr.

 

  1. Kynningarhringur.
  2. Tilgangur Round Table utanbókar, Siggi Óli.
  3. Skýrsla formanns (Georg)
  4. Ársreikningur starfsárs 2016-2017
  5. Skýrsla síðasta fundar.
  6. Formenn nefnda fara yfir störf vetrarins
  • Logi sem formaður veitinganefndar og bjórstjóri. Fór yfir sín mál og Þórhallur óskaði eftir þarfagreiningu á nefnd.
  • Rúnar sem formaður útbreiðslunefndar. Hann talaði um að Vilberg finnist ekki en að Börkur og Daníel lofi góðu. Mikilvægt að fá nýja menn inn þar sem margir séu að detta út.
  1. Önnur mál:
  • Óskar hvetur menn til að vera duglegri að vera með 3 mín.
  • Helgi talar um árshátíðina að það verði gaman að heimasækja suðurnesin.
  • Þórhallur nefnir að það eigi eftir að breyta á heimasíðunni uppl. um formenn og nefndir síðan 2014-2015
  • Næsti fundur, Fundur 654 – 1. fundur nýrrar stjórnar, 15.05.17, í umsjá stjórnar.
  • Ferðasjóður RT5 Hluti A, umsóknarfrestur til 16.04.17: Euromeeting 2017 í Lúxemborg (22.-28. Maí), RTIWM í Tallin, Eistalandi (12.-20. ágúst) eða NEAR/NTM í Silkeborg, Danmörku (16.-19. nóvember).
  1. Stjórnarskipti.
  2. Siðameistari fær orðið.
  3. Fundi slitið.

Mætt var á litlu kaffistofuna þar sem menn fengu sér morgunverð. Tekið var við sektum  Síðan var haldið með rútu út á Árskógssand (nema Davíð, Birkir Bald og Almar sem komust ekki) þar sem farið var með ferjunni til Hríseyjar þar sem fundurinn fór fram á Verbúðinni 66.

Mættir á fundinn: Auðunn, Georg; Helgi, Elvar, Sveinn, Þói, Rúnar, Óskar, Þórhallur, Marteinn, Jón, Stefán, Birgir, Siggi Óli og Páll.

Gestir: Gestur RT7, Daníel og Börkur.

Eftir fund var labbað á Folf völlinn í Hrísey þar sem menn skemmtu sér í hífandi roki við að kasta frisbí disk sem oftar en ekki endaði á sama stað og menn byrjuðu eða lengra frá. Síðan var haldið af stað frá eyjunni fögru og komið við í bjórverksmiðju Kalda þar sem Þorsteinn tók á móti okkur. Menn voru ægilega áhugasamir um allan vélbúnaðinn í verksmiðjunni og það ferli sem fer í gang þegar bjór er framleiddur. Ekki síst voru menn glaðir að geta svalað þorsta sínum og bjórveigarnar runnu ljúflega ofan í alla skrokka sem glaðlegir tóku við að undanskildum bílstjóranum og mér. Að lokum rúlluðum við út af Kalda og héldum áleiðis út á Þelamörk þar sem Daníel og Óttar bættust í hópinn. Þar var tekinn léttur boltaleikur sem tókst vel til og allir komust heilir frá. Þaðan var síðan haldið út að Ilugastöðum þar sem menn Grilluðu, fóru í pottinn og skemmtu sér fram eftir nóttu.