Fundur 591

Fundur var haldinn í Greninu og bar yfirskriftina „Ljósmyndun“. Fundurinn var í umsjá Elvars IRO, Stefáns og Auðuns og hófst kl.20:00 18.nóvember.

Dagskrá:

1.       Fundur settur

2.       Tilgangur roundtable

3.       Fundargerð síðasta fundar (ritari)

4.       Ljósmyndun með látum

5.       Önnur mál

 

•             Fundur settur. Formaður setur fundinn kl 20.

•             Tilgangur Roundtable. Arnar les tilgang.

•             Kynningarhringur. Bjarni Rúnarsson kemur á sinn fyrsta fund sem gestur og af því tilefni er kynningarhringur settur af stað.

•             Fundargerð. Ritari byrjar að lesa fundargerð síðasta fundar og formaður klárar. Ritari mætti ekki með fundargerð 589 þannig að þeim lestri er enn einu sinni frestað.

•             Ljósmyndun með látum. Auðunn fer yfir grundvallaratriðin í orði og myndum. Hópnum er skipt í lið og liðin send út að leysa allskonar ljósmyndunarverkefni. Árangurinn kemur í ljós á jólafundi.

•             Önnur mál.

Helgi ræðir um heimsókn Reykjarnesamanna og býður mönnum að fylgja sér austur að næla í atkvæði.

Nonni vekur athygli á jólaballi sem áætlað er að halda 28.desember. Ekki búið að finna sal fyrir þann viðburð.

Helgi talar um lausan sal (fundarsal) í Glerárgötu. Menn ætla að skoða það nánar.?

Samþykkt var með kosningu að halda sömu kjörum á jökkum fyrir meðlimi klúbbsins, þ.e 15.000 kr. og klúbburinn borgar það sem uppá vantar. Samþykkt af öllum viðstöddum.

Stebbi sektar örlítið.

•             Fundi slitið. Kl 22:55

 

 Eftirtaldir sátu fundinn:

Arnar Friðriksson

Auðunn Níelsson

Birkir Örn Stefánsson

Davíð Kristinsson

Elvar Örn Birgisson

Eyjólfur Ívarsson

Helgi Rúnar Bragason

Hjálmar Hauksson

Jón Ísleifsson

Óttar Már Ingvason

Sigurður Óli Sveinsson

Stefán Stefánsson

Þórólfur Ómar Óskarsson

 

Eftirtaldir með boðuð forföll:

Elvar Árni Lund

Georg Haraldsson

Guðmundur Hinrik Gústavsson

Konráð Þorsteinsson

Njáll Trausti Friðbertsson

Óskar Þór Vilhjálmsson

Páll Júlíus Kristinsson

 

Jón Ævar Sveinbjörnsson í leyfi

Björn Vilhelm Magnússon fjarverandi.

 

 

Skildu eftir svar