Fundur 658 – Fundargerðir

Fundur 658.OldTablerfest
Haldinn af Hjálmari, Marteini og Þórhalli
HSN, Hafnarstræti 99
Mánudaginn 16.10 2017 klukkan 20:00
1. Kynningarhringur
2. Tilgangur RoundTable lesinn utanbókar, Birkir Örn
3. Fundur Afhentur
Þórhallur kynnti starfsemi Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Góður rómur gerður af þessu erindi Þórhalls þar sem félagar fengu góða og
lifandi innsýn inn í starf þessa stóra fyrirtækis sem stofnunin er og starfsemi félagsins um allt Norðurland.
Hjálmar kynnti fyrir okkur starf Oldtablers og markmiðum hreyfingarinnar að eflast og stækka á næstu árum.
4. Pinna og fánamál.
Auðunn fór yfir pinna og fánapantanir. Rætt um að panta vel af pinnum og lækka verðið til félaga með því að bjóða þeim upp á forpöntun á
pinnum.
5. Innheimta árgjalda.
Sigurður Óli fór yfir heimtur á félagsgjöldum sem hafa tekið góðan kipp síðustu daga.
6. 15 ára afmæli OT41 og 40 ára afmæli RT98 í Bayreuth í Þýskalandi.
Sigurður Óli hélt kynningu á ferð sinni til Þýskalands þar sem hann kynntist góðum RT félögum og inngöngu í RoundTable Red Socks.
7. Fulltrúaráðsfundur í Reykholti.
Auðunn fór yfir fund fulltrúaráðsins í Reykholti.
8. Næsti Fundur, 659 Gourmet/MIchelin í umsjá Konna, Nonna og Almars.
Konráð Vilhelm Þorsteinsson kynnty fyrir okkur næsta fund sem haldinn verður á Siglufirði. Marteinn settur inn í stað Almars sem einn
stjórnandi fundarins.
9. Önnur Mál.
Sveinn Arnarsson minnti á Vinarhornið og óskaði Old tabler félaga, Ágústi Ólafssyni til hamingju með afmælið.
Jón Ísleifsson kynnti stóra veislu á kjördag þann 28. október að heimili hans með ákveðnu hrekkjavökuþema.
Auðunn tilkynnir einnig um formannspartý þann 11. nóvember næstkomandi
Sigurður Óli velti upp hugmynd um inntöku mögulegs nýliða í klúbbinn.
10. Siðameistari fékk orðið
11. Fundargerð lesin upp til samþykktar. Sveinn
Fundi slitið 22:45
Mættir:Sigurður Óli, Þórólfur, Birgir, Jón, Birkir, Daníel Sigurður, Eyjólfur, Stefán Hrafn, Georg Fannar, Davíð, Konráð, Marteinn, Óskar
Þór, Logi, Sveinn, Auðunn, Þórhallur, Helgi Rúnar,
Gestir: Björn Þor, Hlynur Már,
Old Tablers: Njáll Trausti Friðbertsson, Hjálmar Hauksson
Forföll: Valdimar, Elvar, Arlmar, Daníel Starraston, Rúnar.

Fundur 657 – Fundargerð

Fundur 657
Haldinn af Birgi, Loga og Stefáni
Menningarhúsið Hof
Mánudaginn 2. október klukkan 20:00
1. Fundur Afhentur.
2. Kynningarhringur.
3. Tilgangur RoundTable lesinn utanbókar. Eyjólfur
4. Pinna og fánamál Klúbbsins. Rætt um stöðu á pinnum og fánum og ákveðið að skoða verð. Auðunn Níelsson tekur að sér að skoða þau mál.
5. Fulltrúaráðsfundur í Reykholti 13-15. október. Auðunn ræðir fyrirkomulag fundarins
6. Tillaga að nýjum meðlimum. Stefán Hrafn, formaður útbreiðslunefndar stýrði þessum lið.
7. Næsti fundur, Oldtablerfest. Auðunn ræðir næsta fund RT5 sem verður undirbúinn af Þórhalli, Marteini bjórstjóra og Hjálmari
GoldMember.
8. Önur mál.
Birkir Örn segir frá Vinarhornshitting að heimili hans þar sem hann bauð til veislu. Daníel Sigurður Eðvaldsson er handhafi vinarhornsins nú.
Helgi Rúnar Bragason ræðir mætingu RT á leik meistaraflokks Kvenna í körfubolta hjá Þór um síðastliðna helgi.
9. Siðameistari fær orðið.
10. Skýrsla fundar lesin upp til samþykktar, Sveinn
11. Fundi slitið 22:18
Mættir: Auðunn, Almar, Logi, Georg, Davíð, Eyjólfur, Rúnar, Stefán Hrafn, Jón, Helgi, Konráð, Birkir, Daníels Sigurður, Óskar Þór, Þórólfur
Ómar, Marteinn, Börkur, sveinn, Valdimar, Birgir Þór, Sigurður Óli, Elvar Örn,

Fundur 656 – Fundargerð

Fundur 656
Haldinn af Daníel E, Helga og Birki
Borgum við Norðurslóð
Mánudaginn 18.09.2017 klukkan 20:00
1. Kynningarhringur
2. Tilgangur RoundTable lesinn utanbókar. Börkur
3. Fundur afhentur. Daníel, Helgi og Birkir fóru með okkur í vinnu til að bæta starf okkar í Round Table. Miklar umræður og áhugaverðar tillögur gerðar til að
bæta starf okkar. Góður rómur gerður að hugmyndavinnunni og framsetningu.
4. Auglýsingar í félagatal. Sigurður Óli fór yfri auglýsingastöðu og að lokaskil væru 25. september. Menn hvattir til að vinna að
auglýsingasöfnun.
5. Fulltrúaráðsfundur í Reykholti. Auðunn Níelsson fór yfir fundinn og dagskrá hans. Nokkrir félagar þegar skráðir á fundinn.
6. Næsti fundur, Adrenalín kikk. Auðunn fór yfir næsta fund sem haldinn er af Stefáni, Birgi og Loga. Óskar formaður þeim velfarnaðar í skipulagningu fundarins.
7. Önnur mál
Jón Ísleifsson, IRO, kynnti fund í Danmörku 16. – 19. nóvember.
Stefán Hrafn, formaður útbreiðslunefndar, ræðisr inntöku nýrra meðlima og hvetur til að félagar komi sér í samband við formann útbreiðslunefndar um mögulega nýliða.
Þórólfur Ómar og Auðunn ræða fyrirkomulag við inngöngu nýrra félaga. Góðar umræður sköpuðust og rætt um greiðslu félagsgjalda. Samþykkt að  taka inn félaga úr leyfi.
8. Siðameistari  fékk orðið.
9. Skýrsla fundar lesin upp til samþykktar. Sveinn
10. Fundi slitið 22:15
Mættir: Sveinn, Jón, Georg, Birgir, Helgi Rúnar, Daníel Sigurður, Birkir Örn, Marteinn, Börkur, Logi, óskarþór, Konráð, Daníesl Starrason,
Stefán Hrafn, Sigurður Óli, Auðunn, Þórólfur Ómar. Forföll: Þórhallur, Davíð, Elvar, Rúnar, Eyjólfur

Fundur 655 – Fundargerð

Haldinn af: Stjórn
Hvar: Borgir (HA)
Hvenær: Laugardaginn 16.09.17

1) Fundur settur kl. 12.001) Fundur settur kl. 12.00
2) Logi kosinn ritari í fjarveru Sveins.
3) Kynningarhringur.
4) Tilgangur Round Table lesinn utanbókar af Daníeli Eðvalds. Stóð sig vel.
5) Skýrla síðasta fundar var staðfest á síðasta fundi en á eftir að setja inn á vef okkar.
6) Formaður fór vel yfir komandi starfsár.
7) Varaformaður tók til máls og ræddi um félagatalið. Þeir sem sátu fundinn voru sammála um að við þyrftum að taka okkur á í
auglýsingasöfnun. Síðasti skiladagur er 25. september.
8) Formaður hvetur félaga til að mæta á fulltrúaráðsfundinn í Reykholti 13.-15. október. Hann fór vel yfir dagskrána.
9) Önnur mál
a. Jón Ísleifs auglýsir Halloween partý hjá sér 28. október. Eitt flottasta partý ársins þar á ferð.
b. Auðunn formaður er búinn að uppfæra heimasíðu okkar rt5.roundtable.is.
c. Pinnamál rædd, spurning um að stækka pinnana okkar. Hvaðan er best að panta þá. Stjórnin tekur málið fyrir.
d. Í vikunni skilaði gamla stjórnin uppboðspeningunum af sér. 750 þúsund krónur fóru í gott málefni. Risa hrós á alla meðlimi RT5!
e. Helgi spurði út í leyfismál. Fyrirkomulag leyfa rædd.
f. Slúður: Sagan af götunni er að meðlimur RT-5 sé á leið í framboð til landsstjórnar.
g. Jón Ísleifs og Þórhallur spurðu út í nýja meðlimi. Hve marga þarf að taka inn í ár. Í dag erum við 24 en margir eru að detta út á
næstu 2-3 árum. Því verðum við að vera duglegir að bera nýja meðlimi upp og styðja við bakið á þeim.
10) Fundi slitið kl. 13.06

Mættir voru: Þórólfur, Sigurður Óli, Georg, Daníel og Daníel, Þórhallur, Auðunn, Birkir, Nonni, Helgi, Logi, Rúnar og Börkur.

Boðuðu forföll: Birgir, Konráð, Óskar, Stefán. Sveinn,