Fundur 655 – Fundargerð

Haldinn af: Stjórn
Hvar: Borgir (HA)
Hvenær: Laugardaginn 16.09.17

1) Fundur settur kl. 12.001) Fundur settur kl. 12.00
2) Logi kosinn ritari í fjarveru Sveins.
3) Kynningarhringur.
4) Tilgangur Round Table lesinn utanbókar af Daníeli Eðvalds. Stóð sig vel.
5) Skýrla síðasta fundar var staðfest á síðasta fundi en á eftir að setja inn á vef okkar.
6) Formaður fór vel yfir komandi starfsár.
7) Varaformaður tók til máls og ræddi um félagatalið. Þeir sem sátu fundinn voru sammála um að við þyrftum að taka okkur á í
auglýsingasöfnun. Síðasti skiladagur er 25. september.
8) Formaður hvetur félaga til að mæta á fulltrúaráðsfundinn í Reykholti 13.-15. október. Hann fór vel yfir dagskrána.
9) Önnur mál
a. Jón Ísleifs auglýsir Halloween partý hjá sér 28. október. Eitt flottasta partý ársins þar á ferð.
b. Auðunn formaður er búinn að uppfæra heimasíðu okkar rt5.roundtable.is.
c. Pinnamál rædd, spurning um að stækka pinnana okkar. Hvaðan er best að panta þá. Stjórnin tekur málið fyrir.
d. Í vikunni skilaði gamla stjórnin uppboðspeningunum af sér. 750 þúsund krónur fóru í gott málefni. Risa hrós á alla meðlimi RT5!
e. Helgi spurði út í leyfismál. Fyrirkomulag leyfa rædd.
f. Slúður: Sagan af götunni er að meðlimur RT-5 sé á leið í framboð til landsstjórnar.
g. Jón Ísleifs og Þórhallur spurðu út í nýja meðlimi. Hve marga þarf að taka inn í ár. Í dag erum við 24 en margir eru að detta út á
næstu 2-3 árum. Því verðum við að vera duglegir að bera nýja meðlimi upp og styðja við bakið á þeim.
10) Fundi slitið kl. 13.06

Mættir voru: Þórólfur, Sigurður Óli, Georg, Daníel og Daníel, Þórhallur, Auðunn, Birkir, Nonni, Helgi, Logi, Rúnar og Börkur.

Boðuðu forföll: Birgir, Konráð, Óskar, Stefán. Sveinn,

Skildu eftir svar