Fundur 611

13.12.14                                               

Fundurinn var haldinn í Linduhúsinu Hvannavöllum 14 og bar yfirskriftina ,,Jólafundur“. Fundurinn var í umsjá veitinganefndar og stjórnar.

Dagskrá:

  • Fyrir fundinn var jólabað í Abaco þar sem farið var í pott og gufu.
  • Jón formaður setti fundinn 19:10
  • Kynningarhringur
  • Siggi Óli las tilgang roundtable
  • Konni tók létta kynningu á veitingum fundarins sem voru heldur betur veglegar.
  • Óvæntir vinningar voru undir stólum hjá nokkrum aðilum
  • Valdimar las upp glæsilega jólasögu sem hann samdi sjálfur.
  • Varaformaður kynnti jólaball sem haldið verður 27. des fyrir hádegi, fjölskylduskemmtun ásamt RT7, LC1, LC7 og nýja LC klúbb Akureyrar.
  • Ferðahappdrættið. Úrslit þess má sjá inn á rt5.roundtable.is
  • Óttar siðameistari fór yfir sektir fundar.
  • Fundi slitið kl 21:58
  • Svo hélt stuðið áfram fram eftir kvöldi og fram eftir nóttu hjá nokkrum.

Eftirtaldir sátu fundinn:

Auðunn, Birkir Örn, Daníel, Elvar Örn,  Georg, Helgi, Hjálmar, Jón, Konni, Óskar, Óttar, Páll, Rúnar, Siggi Óli, Sverrir og Valdimar.

Gestir:

Guðmundur Óskar Helgasson, Árni  Ingólfsson og Jóhann Oddgeirsson .

Eftirtaldir boðuðu forföll:

Birkir Baldvinsson, Elvar L, Eyjólfur, Hjalti Þór, Jóhann, Njáll, Stefán, Vignir og Þórólfur.

Fundur 610

01.12.14                                               

Fundurinn var haldinn í Ökuskóla Björns í Sunnuhlíð og bar yfirskriftina ,,Gourme“. Fundurinn var í umsjá Helga, Óttars og Rúnars.

Dagskrá:

  • Jón formaður setti fundinn 20:00
  • Kynningarhringur
  • Rúnar las tilgang roundtable
  • Skýrsla síðasta fundar lesin af ritara.
  • Fundur afhentur Helga, Óttari og Rúnari. Við fengum bjórkynningu frá Ölgerðinni í umsjá Ella í RT7 þar sem við fengum að smakka ýmsar bjórtegundir og vín ásamt ýmsum fróðleik. Konni sá svo um hina ýmsu smárétti sem pössuðu með veigunum. Þetta voru sannkallaðar ,,Gourme“ veigar og Konni sýndi enn og aftur hversu öflugur kokkur hann er þar sem hann framreiddir hvern snilldarréttinn á fætur öðrum.
  • 3 . mín. Þar sem spurningin var: Hvaða skoðun hefur þú á þvi að hafa mismunandi/árstíðarbundna áfengis og mataramenningu
  • Önnur mál:
    Húsnæðismál (formaður), umræða um að notast við salinn hjá Birni í Ökuskólanum fyrir fundi vetrarins gegn vægu gjaldi
    Næsti fundur (611 Jólafundur, veitinganefnd/stjórn). Sá fundur verður haldinn laugardaginn 13. desember í stóra salnum hjá Auðunn í Linduhúsinu.
    Jólaball (varaformaður) Ball fyrir fjölskylduna. Milli jóla og nýárs, auglýst síðar.
  • Óttar siðameistari fór yfir sektir fundar.
  • Fundi slitið kl 22:45

Eftirtaldir sátu fundinn:

Birkir Baldvinsson, Birkir Örn, Daníel, Georg, Helgi, Hjálmar, Jón, Konni, Njáll, Óskar, Óttar, Páll, Rúnar, Siggi Óli, Stefán, og Valdimar.

Gestir:

Guðni Rúnar Kristinsson, Guðmundur Óskar Helgasson, Gestur Arason RT7, Elli RT7 og Guðmundur RT7.

Eftirtaldir boðuðu forföll:

Auðunn, Elvar L og Elvar Ö, Eyjólfur, Hjalti, Jóhann, Sverrir, Vignir og Þórólfur.

Starfsárið 2014-2015

Dagsetning

Fundur

Fundarefni

Umsjón

12.maí 603 1. fundur nýrrar stjórnar Stjórn
13.-15. júní Sumarútilega í Skagafirði Varaform. RT5, RT7 & RT4
8.sep 604 Haustferð Stjórn
19.sep Formannspartý Form. & veitinganefnd
22.sep 605 Nýliðakynnig + 3min Útbreiðslunefnd
3.okt Led zeppelin í Hofi útan dagskrá
6.okt 606 Sex Óskar, Siggi og Vignir
17.-19. okt 2. fundur fulltrúaráðs RT7 Akureyri
20.okt 607 Fyrirtækjaheimsókn Hjalli, Eyjó og Palli
3.nóv 608 Tónlist Stefán, Daníel og Auðunn
7.nóv Áskorun RT4, RT5 & RT7 Stjórn
17.nóv 609 Nýjasta tækni og vísindi Elvar Ö, Davíð og Jóhann
1.des 610 Gourme Helgi, Óttar og Rúnar
15.des 611 Jólafundur Veitinganefnd
Jólaball RT og LC Stjórn

Jólafrí

12.jan 612 Keppnis Njáll, Vignir og Hjalli
19.jan Í lausu lofti Óttar, Elvar Ö og Helgi
26.jan 613 Líkaminn í krukku Davíð, Auðunn og Palli
6.-7. feb 3. fundur fulltrúaráðs RT9 Egilsstaðir
9.feb 614 Hvað er að gerast? RT 7 heldur fundinn
23.feb 615 Fyrirtækjaheimsókn Óskar, Rúnar og nýliði
9.mar 616 Póker Siggi, Stefán og Jóhann
23.mar 617 Í gamla daga Njáll, Daníel og Eyjó
13.apr 618 Aðalfundur A Stjórn & veitinganefnd
17.apr 619 Aðalfundur B Stjórn & veitinganefnd
1.-2.maí Árshátíð/Aðalfundur RTÍ RT3 Reykjavík
18.maí 620 1. fundur nýrrar stjórnar Stjórn

Fundur 609

17.11.14                                               

Fundurinn var haldinn á Sjúkrahúsinu á Akureyri og bar yfirskriftina ,,Nýjasta tækni og vísindi“. Fundurinn var í umsjá Elvars Ö, Jóhanns og Valdimar.

Dagskrá:

  • Jón formaður setti fundinn 20:02
  • Kynningarhringur
  • Óttar las tilgang roundtable
  • Fundur afhentur Elvari, Jóhanni og Valdimar. Þar fengum við kynningu á myndgreiningardeild sjúkrahússins á Akureyri af Elvari og Jóhanni. Þar fóru þeir yfir helstu tæki og tól sem notuð eru á myndgreiningardeild sjúkrahússins. Gaman var að sjá hversu flott tæki eru upp á myndgreiningardeild og hversu frábæra aðstöðu þeir hafa hér á Akureyri.
  • Skýrsla síðasta fundar lesin af ritara.
  • Nýr félagi tekinn inn (stjórn). Hjalti Þór Hreinsson.
  • Kynning og kosning um nýjan félaga (Auðunn). Guðni Rúnar Kristinsson var borinn upp og samþykktur.
  • Önnur mál:
    Næsti fundur (Fundur 610, Gourme, í umsjá Helga, Óttars og Rúnars)
    Umræða um að færa jólafundinn um helgi. Ákveðið var að hafa kosningu á facebook síðu klúbbsins.
  • Óttar siðameistari fór yfir sektir fundar.
  • Fundi slitið kl 22:45

Eftirtaldir sátu fundinn:

Auðunn, Birkir Baldvinsson, Birkir Örn, Elvar Örn, Eyjólfur, Georg, Helgi, Hjálmar, Jóhann, Jón, Njáll, Páll, Rúnar, Siggi Óli, Sverrir og Valdimar. Óttar mætti seint.

Gestir:

Guðmundur RT7, Haukur Gröndal og Guðmundur Óskar Helgasson

Eftirtaldir boðuðu forföll:

Daníel, Davíð, Elvar Lund, Konráð, Óskar, Stefán, Vignir og Þórólfur.

Fundur 608

03.11.14                                               

Fundurinn var haldinn í Ökuskóla Björns í Sunnuhlíð og bar yfirskriftina ,,Tónlist“. Fundurinn var í umsjá Auðuns og Elvars Ö.

Dagskrá:

  • Jón formaður setti fundinn 20:00
  • Kynningarhringur
  • Elvar Örn las tilgang roundtable
  • Skýrsla síðasta fundar lesin af ritara.
  • Nýir félagar teknir inn (stjórn). Birkir Baldvinsson og Valdimar Heiðar Valsson
  • Vegna leyfis Davíðs IRO þá mun Elvar Örn taka við því embætti og er því IRO RT5 Akureyri.
  • Kynning og kosning um nýja félaga (Auðunn og stjórn). Haukur Gröndal og Guðmundur Óskar Helgason bornir upp og báðir samþykktir.
  • Númeramót í Belgíu (Elvar og Óttar). Óttar fór yfir ferðasjóð RT5 og RTÍ, hvernig þeim er úthlutað. Elvar Örn var svo með almenna kynningu á númeramótinu í Belgíu. Ákveðið var að stjórn myndi skrifa reglur um úthlutun ferðasjóðs RT5
  • Fundur afhentur Auðunn og Elvari Örn. Þeir héldu tónlistar pubquiz. Þar sem lið áttu að svara ýmsum tónlistartengdum spurningum ásamt hljóðbútum. 3. sæti voru Hjálmar og Þói, jafnir í 1. og 2. sæti voru Helgi, Jói og Eyjó á móti Sigga, Nonna og Sverrir, úrslit voru kljáð með bráðabana þar sem Siggi, Nonni og Sverrir höfðu betur.
  • Önnur mál:
    Áskorun á milli RT4, RT5 og RT7. RT7 sér um þann fund, ýta á alla sem komast að mæta, nokkrir frá RT15 munu einnig mæta.
    Næsti fundur (Fundur 609, Nýjasta tækni og vísindi, Elvar Örn, Jóhann og Valdimar sjá um fundinn)
    Helgi sagði frá fyrsta fundi RT15 á Sauðárkróki
    Óskar býður okkur ásamt mökum í 40 ára afmælið sitt þann 28 nóvember kl 19:00 í  Funaborg á Melgerðismelum.
    Óttar var með umræðu um hvort við vildum bjóða RT15 á jólafund, menn tóku vel í það.
  • Óttar siðameistari fór yfir sektir fundar.
  • Fundi slitið kl 22:50

Eftirtaldir sátu fundinn:

Auðunn, Birgir Baldvinsson, Birkir Örn, Elvar Örn, Eyjólfur, Georg, Helgi, Hjálmar, Jóhann, Jón, Konni, Óskar, Óttar, Páll, Rúnar, Siggi Óli, Sverrir og Valdimar. Þórólfur mætti seint.

Eftirtaldir boðuðu forföll:

Daníel, Davíð, Elvar Lund, Njáll, Stefán og Vignir.