Fundur 610

01.12.14                                               

Fundurinn var haldinn í Ökuskóla Björns í Sunnuhlíð og bar yfirskriftina ,,Gourme“. Fundurinn var í umsjá Helga, Óttars og Rúnars.

Dagskrá:

  • Jón formaður setti fundinn 20:00
  • Kynningarhringur
  • Rúnar las tilgang roundtable
  • Skýrsla síðasta fundar lesin af ritara.
  • Fundur afhentur Helga, Óttari og Rúnari. Við fengum bjórkynningu frá Ölgerðinni í umsjá Ella í RT7 þar sem við fengum að smakka ýmsar bjórtegundir og vín ásamt ýmsum fróðleik. Konni sá svo um hina ýmsu smárétti sem pössuðu með veigunum. Þetta voru sannkallaðar ,,Gourme“ veigar og Konni sýndi enn og aftur hversu öflugur kokkur hann er þar sem hann framreiddir hvern snilldarréttinn á fætur öðrum.
  • 3 . mín. Þar sem spurningin var: Hvaða skoðun hefur þú á þvi að hafa mismunandi/árstíðarbundna áfengis og mataramenningu
  • Önnur mál:
    Húsnæðismál (formaður), umræða um að notast við salinn hjá Birni í Ökuskólanum fyrir fundi vetrarins gegn vægu gjaldi
    Næsti fundur (611 Jólafundur, veitinganefnd/stjórn). Sá fundur verður haldinn laugardaginn 13. desember í stóra salnum hjá Auðunn í Linduhúsinu.
    Jólaball (varaformaður) Ball fyrir fjölskylduna. Milli jóla og nýárs, auglýst síðar.
  • Óttar siðameistari fór yfir sektir fundar.
  • Fundi slitið kl 22:45

Eftirtaldir sátu fundinn:

Birkir Baldvinsson, Birkir Örn, Daníel, Georg, Helgi, Hjálmar, Jón, Konni, Njáll, Óskar, Óttar, Páll, Rúnar, Siggi Óli, Stefán, og Valdimar.

Gestir:

Guðni Rúnar Kristinsson, Guðmundur Óskar Helgasson, Gestur Arason RT7, Elli RT7 og Guðmundur RT7.

Eftirtaldir boðuðu forföll:

Auðunn, Elvar L og Elvar Ö, Eyjólfur, Hjalti, Jóhann, Sverrir, Vignir og Þórólfur.

Skildu eftir svar