Ferðahappdrætti RT5

Það var dregið úr ferðahappdrætti RT5 á jólafundinum laugardaginn 13. desember.

Um tvo 60.000 kr. styrki var að ræða.

Reglur ferðahappdrættis:

Dregið er í sæti, það þarf að hafa 75% mætingu eða meira til að vera í pottinum.
Inn í mætingu eru eingöngu teknir inn fundir RT5.
Ef viðkomandi hefur fengið styrk síðastliðin tvö starfsár er hann ekki gjaldgengur þetta skiptið.
Um er að ræða tvo 60.000 kr. styrki.
Ef þeir sem rétt eiga á styrk samkvæmt 75% reglunni nýta sér hann ekki er farið eftir þeirri röð sem dregið var óháð mætingu.
Styrkur þarf að vera nýttur áður en næsta ferðahappdrætti er og einungis er hægt að nýta styrkinn í round table ferðir erlendis.

Þeir sem hafa fengið styrk síðastliðin tvö ár og eru ekki gjaldgengir:

Auðunn Níelsson
Elvar Örn Birgisson
Georg Fannar Haraldsson
Stefán Stefánsson

Úrslit ferðahappdrættis 13.12.14 eru eftirfarandi:

Röð þeirra sem eru með 75% mætingu eða meira og hafa ekki fengið styrk síðastliðin 2 ár:

1. Jón Ísleifsson 100%
2. Páll Júlíus 100%
3. Óskar Þór 75%
4. Birkir Örn 100%
5. Hjálmar Hauksson 100%
6. Eyjólfur 75%
7. Konni 75%
8. Óttar Már 100%
9. Njáll Trausti 75%
10. Rúnar Gunnarsson 88%
11. Helgi Rúnar 100%

Röðin áður en mæting og annað er tekin inn í:

1. Valdimar Heiðar 50%
2. Jón Ísleifsson 100%
3. Sigurður Óli 50%
4. Páll Júlíus 100%
5. Óskar Þór 75%
6. Elvar Örn 63%
7. Birkir Baldvinsson 50%
8. Hjalti Þór 25%
9. Birkir Örn 100%
10. Daníel Starrason 50%
11. Jóhann Davíð 50%
12. Hjálmar Hauksson 100%
13. Eyjólfur 75%
14. Konni 75%
15. Stefán Hrafn 50%
16. Óttar Már 100%
17. Sverrir 67%
18. Georg Fannar 100%
19. Njáll Trausti 75%
20. Rúnar Gunnarsson 88%
21. Auðunn Níelsson 75%
22. Þórólfur 13%
23. Helgi 100%
24. Elvar Lund 25%

 

Fundur 609

17.11.14                                               

Fundurinn var haldinn á Sjúkrahúsinu á Akureyri og bar yfirskriftina ,,Nýjasta tækni og vísindi“. Fundurinn var í umsjá Elvars Ö, Jóhanns og Valdimar.

Dagskrá:

  • Jón formaður setti fundinn 20:02
  • Kynningarhringur
  • Óttar las tilgang roundtable
  • Fundur afhentur Elvari, Jóhanni og Valdimar. Þar fengum við kynningu á myndgreiningardeild sjúkrahússins á Akureyri af Elvari og Jóhanni. Þar fóru þeir yfir helstu tæki og tól sem notuð eru á myndgreiningardeild sjúkrahússins. Gaman var að sjá hversu flott tæki eru upp á myndgreiningardeild og hversu frábæra aðstöðu þeir hafa hér á Akureyri.
  • Skýrsla síðasta fundar lesin af ritara.
  • Nýr félagi tekinn inn (stjórn). Hjalti Þór Hreinsson.
  • Kynning og kosning um nýjan félaga (Auðunn). Guðni Rúnar Kristinsson var borinn upp og samþykktur.
  • Önnur mál:
    Næsti fundur (Fundur 610, Gourme, í umsjá Helga, Óttars og Rúnars)
    Umræða um að færa jólafundinn um helgi. Ákveðið var að hafa kosningu á facebook síðu klúbbsins.
  • Óttar siðameistari fór yfir sektir fundar.
  • Fundi slitið kl 22:45

Eftirtaldir sátu fundinn:

Auðunn, Birkir Baldvinsson, Birkir Örn, Elvar Örn, Eyjólfur, Georg, Helgi, Hjálmar, Jóhann, Jón, Njáll, Páll, Rúnar, Siggi Óli, Sverrir og Valdimar. Óttar mætti seint.

Gestir:

Guðmundur RT7, Haukur Gröndal og Guðmundur Óskar Helgasson

Eftirtaldir boðuðu forföll:

Daníel, Davíð, Elvar Lund, Konráð, Óskar, Stefán, Vignir og Þórólfur.

Fundur 608

03.11.14                                               

Fundurinn var haldinn í Ökuskóla Björns í Sunnuhlíð og bar yfirskriftina ,,Tónlist“. Fundurinn var í umsjá Auðuns og Elvars Ö.

Dagskrá:

  • Jón formaður setti fundinn 20:00
  • Kynningarhringur
  • Elvar Örn las tilgang roundtable
  • Skýrsla síðasta fundar lesin af ritara.
  • Nýir félagar teknir inn (stjórn). Birkir Baldvinsson og Valdimar Heiðar Valsson
  • Vegna leyfis Davíðs IRO þá mun Elvar Örn taka við því embætti og er því IRO RT5 Akureyri.
  • Kynning og kosning um nýja félaga (Auðunn og stjórn). Haukur Gröndal og Guðmundur Óskar Helgason bornir upp og báðir samþykktir.
  • Númeramót í Belgíu (Elvar og Óttar). Óttar fór yfir ferðasjóð RT5 og RTÍ, hvernig þeim er úthlutað. Elvar Örn var svo með almenna kynningu á númeramótinu í Belgíu. Ákveðið var að stjórn myndi skrifa reglur um úthlutun ferðasjóðs RT5
  • Fundur afhentur Auðunn og Elvari Örn. Þeir héldu tónlistar pubquiz. Þar sem lið áttu að svara ýmsum tónlistartengdum spurningum ásamt hljóðbútum. 3. sæti voru Hjálmar og Þói, jafnir í 1. og 2. sæti voru Helgi, Jói og Eyjó á móti Sigga, Nonna og Sverrir, úrslit voru kljáð með bráðabana þar sem Siggi, Nonni og Sverrir höfðu betur.
  • Önnur mál:
    Áskorun á milli RT4, RT5 og RT7. RT7 sér um þann fund, ýta á alla sem komast að mæta, nokkrir frá RT15 munu einnig mæta.
    Næsti fundur (Fundur 609, Nýjasta tækni og vísindi, Elvar Örn, Jóhann og Valdimar sjá um fundinn)
    Helgi sagði frá fyrsta fundi RT15 á Sauðárkróki
    Óskar býður okkur ásamt mökum í 40 ára afmælið sitt þann 28 nóvember kl 19:00 í  Funaborg á Melgerðismelum.
    Óttar var með umræðu um hvort við vildum bjóða RT15 á jólafund, menn tóku vel í það.
  • Óttar siðameistari fór yfir sektir fundar.
  • Fundi slitið kl 22:50

Eftirtaldir sátu fundinn:

Auðunn, Birgir Baldvinsson, Birkir Örn, Elvar Örn, Eyjólfur, Georg, Helgi, Hjálmar, Jóhann, Jón, Konni, Óskar, Óttar, Páll, Rúnar, Siggi Óli, Sverrir og Valdimar. Þórólfur mætti seint.

Eftirtaldir boðuðu forföll:

Daníel, Davíð, Elvar Lund, Njáll, Stefán og Vignir.

Nýir meðlimir

Á fundinum í gær, 3. nóvember,  voru teknir inn tveir nýir meðlimir eða þeir Birkir Baldvinsson og Valdimar Heiðar Valsson. Þarna eru tveir flottir teiblarar komnir í klúbbinn.

Birkir Baldvinsson
Birkir ásamt Jóni formanni

Birkir starfar í viðskiptaþróun hjá Samherja

Valdimar Heiðar
Valdimar ásamt Jóni formanni

Valdimar starfar sem  meðferðarstjóri á Meðferðarheimilinu Laugalandi

Frekari upplýsingar um kappana má finna undir félagatalinu á heimasíðunni

Verið hjartanlega velkomnir.