Fundur 633 – Spil

07.03.15

Fundur 633 haldin Mánudaginn 7. Mars 2016.  Yfirskrift fundarins var spil og haldin af Elvari, Loga og Danna.

Dagskrá:

  • Fundur settur klukkan 20:00
  • Gummi les tilgang RoundTable.
  • Fundargerðir síðustu tveggja lesnar og samþykktar.
  • Fundur afhentur Elvari, Loga og Danna.
  • Feðgarnir Frímann Stefánsson og Villhjálmur Stefánsson kynna Bridge
  • Skipt er í lið og mini bridge spilað, minni útgáfa af brids.
  • Boðið er uppá veitingar meðan spilað er, kex, brauð, ávaxtasalat og drykkir.
  • Erlend ferðamál rædd, Euromeeting í Eistlandi og AGM í Finnlandi, 50 þúsund króna styrkur og frípassi og hótel ef farið er til Finnlands.
  • Rætt í því framhaldi ferðasjóðinn eftir Euromeeting 2012 á íslandi.
  • Birkir ræðir saltfiskkvöldið hjá RT4 þann 12. Mars, hverjir ætla?
  • Birkir kynnir meðlim til að bjóða upp, Martin, og er hann samþykktur.
  • Kynningarhringur, Helgi hvetur menn til að styrkja hann og gott málefni í mottumars, síðasti almenni fundurinn hans Hjálmars, byrjaði árið 1998 í hreyfingunni.
  • Hjálmar talar um mottumars og mikilvægi þess.
  • Siðameistari fær orðið, Gummi fær sekt fyrir eitt vitlaust orð í tilgangi RoundTable, siðameistari hefur aldrei séð jafn mikla símanotkun en hjá Davíð og fær hann sekt. Óttar fær sekt fyrir langa kynningu í kynningarhring, Siggi Óli fær sekt fyrir að hafa skuld hjá siðameistara í árgjaldi, Helgi fær sekt fyrir lengd kynningu í kynningarhring, Hjálmar fyrir pinnaleysi og Birkir formaður fyrir að halda kynningarhring of seint.
  • Fundi slitið 22:23.

Eftirtaldi sátu fundinn:

Almar, Auðunn, Birgir, Birkir Örn, Daníel, Davíð, Elvar, Eyjólfur, Georg, Gummi, Helgi, Hjálmar, Jóhann, Logi, Óttar, Palli, Rúnar, Siggi Óli, Stefán, Þórólfur, Þórhallur

Boðuð forföll:

Birkir Baldvins, Jón Ísleifs, Konráð, Óskar,

Fundur 632 – Fyrirtækjaheimsókn

22.02.15

Fundur 632 haldin Mánudaginn 22. Febrúar á Kaffi Kú. Yfirskrift fundarins var Fyrirtækjaheimsókn haldin af Davíð og Birki Baldvins

Dagskrá:

  • Fundur settur klukkan 20:00
  • Kynningarhringur
  • Tilgangur lesin af Loga
  • Fundargerðir síðustu þriggja funda lesnar og samþykktar.
  • Boðið uppá kaffi og vöfflur með rjóma og súkkulaði.
  • Birkir formaður segir frá nýafstöðnum fulltrúaráðsfundi í Reykjavík.
  • Fundur afhentur Davíð.
  • Einar Örn frá Kaffi Kú fer með kynningu á fyrirtækinu.
  • Heitar umræður en þó aðallega um nýja búvörusamninga.
  • Nonni talar um árshátíð.
  • Konni stingur uppá því að hafa einn bar í bænum sem allir hittast á helgina sem árshátíðin er, t.d. eftir gala. Stungið uppá því að standa vaktir á barnum.
  • Umræða um fatnað merktan klúbbnum.
  • LadiesCircle hafa sýnt áhuga á að koma á fund til okkar og sjá okkar fundarform.
  • Óskar ræðir skráningar á AGM
  • Þói býður í sumarútilegu til sín í sveitina, meira um það síðar.
  • Siðameistari fær orðið, Almar fær sekt fyrir að tala um gæludýr í kynningarhring, Óskar fyrir að liggja í síma og Þórólfur fyrir gjamm.

Mættir: Almar, Auðunn, Birkir, Daníel, Davíð, Elvar, Eyjólfur, Georg, Gummi, Hjalti, Jón, Konni, Logi, Óskar, Óttar, Palli, Siggi Óli, Þórólfur og Þórhallur

Boðuð forföll: Birkir Baldvins, Helgi, Hjálmar, Rúnar og Stefán

Fundur 631 – Hvað er að gerast?

08.02.15

Fundur 631 haldin Mánudaginn 8. Febrúar á Bjargi.  Yfirskrift fundarins var Hvað er að gerast og haldin af stjórn RT7.

Dagskrá:

  • Fundur settur klukkan 20:00
  • Hópurinn fer í Hot Yoga, mikill hiti í salnum og flestir búnir að rífa sig úr að ofan eftir örfáar mínútur.
  • Eftir Hot Yoga býður RT7 uppá börger í gellunesti eða Shell nesti réttara sagt.
  • Brunað er með hópinn í Skjaldarvík þar sem mannskapurinn skellir sér í heitan pott.
  • Fjörugar umræður í pottinum og almennur hressleiki.
  • Haldin er kynningarhringur.
  • Siðameistari fær orðið, menn voru almennt prúðir á fundinum.

Mættir: Almar, Auðunn, Birkir, Daníel, Elvar, Jón, Konni, Logi, Óskar, Palli, Rúnar, Þórólfur. Mættir frá RT7: Gestur , Haukur, Gunni , Tommi, Kalli , Elli, hjalmar

Boðuð forföll: Birkir Baldvins, Davíð, Helgi, Hjalti, Hjálmar, Óttar, Stefán og Þórhallur Eyjo

Ferðahappdrætti RT5 2015

Það var dregið úr ferðahappdrætti RT5 á jólafundinum Mánudaginn 14. desember 2015 á Jólafundi 628.

Um tvo 60.000 kr. styrki var að ræða.

Reglur ferðahappdrættis:

Dregið er í sæti, það þarf að hafa 75% mætingu eða meira til að vera í pottinum.

Inn í mætingu eru eingöngu teknir inn fundir RT5.  Ef viðkomandi hefur fengið styrk síðastliðin tvö starfsár er hann ekki gjaldgengur þetta skiptið.

Um er að ræða tvo 60.000 kr. styrki.

Ef þeir sem rétt eiga á styrk samkvæmt 75% reglunni nýta sér hann ekki er farið eftir þeirri röð sem dregið var óháð mætingu. Styrkur þarf að vera nýttur áður en næsta ferðahappdrætti er og einungis er hægt að nýta styrkinn í round table ferðir erlendis.

Þeir sem hafa fengið styrk síðastliðin tvö ár og eru ekki gjaldgengir:

Auðunn Níelsson
Georg Fannar Haraldsson
Jón Ísleifsson
Njáll Trausti Friðbertsson (hættur sökum aldurs)

Úrslit ferðahappdrættis 14.12.15 eru eftirfarandi:

Röð þeirra sem eru með 75% mætingu eða meira og hafa ekki fengið styrk síðastliðin 2 ár:

  1. Sigurður Óli 88%
  2. Elvar Örn Birgisson 88%
  3. Birkir Örn Stefánsson 100%
  4. Hjalti 75%
  5. Logi 100%
  6. Birgir 75%
  7. Óskar 75%
  8. Rúnar 75%
  9. Palli 88%
  10. Þórhallur H 75%
  11. Daníel Starrason 100%
  12. Konráð 75%
  13. Almar 100%
  14. Eyjólfur 75%
  15. Helgi Rúnar 88%

Röðin áður en mæting og annað er tekin inn í:

  1. Sigurður Óli 88%
  2. Elvar Örn Birgisson 88%
  3. Birkir Örn Stefánsson 100%
  4. Óttar 63%
  5. Þórólfur 50%
  6. Hjalti 75%
  7. Logi 100%
  8. Guðmundur 63%
  9. Auðunn 75%
  10. Georg 100%
  11. Birgir 75%
  12. Óskar 75%
  13. Jón Ísleifs 100%
  14. Rúnar 75%
  15. Hjálmar 50%
  16. Stefán 25%
  17. Símon (í leyfi)
  18. Palli 88%
  19. Þórhallur H 75%
  20. Birkir Bald 38%
  21. Daníel Starrason 100%
  22. Konráð 75%
  23. Jóhann Davíð 50%
  24. Almar 100%
  25. Valdimar (í leyfi)
  26. Davíð Kristinsson 25%
  27. Eyjólfur 75%
  28. Helgi Rúnar 88%

Fundur 630

25.01.16                                               

Fundur 630 haldin Mánudaginn 25. janúar 2016 á Borgum og var í höndum Páls Óskars Hjálmars.

Dagskrá:

  • Fundur settur klukkan 20:00
  • Kynningarhringur
  • Fundur afhentur Páli, Óskari og Hjálmar
  • Sigrún Sveinbjörnsdóttir heldur fyrirlestur um kyn, kynsemsend og fleira.
  • Hans heldur fyrirlestur.
  • Veitingar
  • 100 sekúntur, almennt um málefni fundarins
  • Fulltrúfundur 12-14 febrúar ræddur, 11 sem ætla, vonandi fleiri.
  • Þórhallur hvetur menn til að skoða ritarastöðu RTÍ.
  • Nýjir félagar bornir upp tilsamþykktar, tveir boðnir upp og samþykktir.
  • Umræða um breytingatillögur siðareglna fyrir næsta fulltrúaráðsfund.
  • Siðameistari fær orðið, kvartar yfir lengd funda enda klukkan að verða hálf tólf.
  • Fundi slitið 23:23

Mættir: Almar, Auðunn, Birkir Baldvins, Birkir Örn, Elvar, Eyjólfur, Georg, Helgi, Hjálmar, Jóhann, Jón, Konráð, Logi, Óskar, Óttar, Palli, Siggi Óli, Þórhallur.

Gestir voru Birkir Snær úr RT16 og fyrirlesarar Sigrún, Dagbjört og Hans.

Boðuðu forföll: Hjalti, Gummi og Danni