Fundur 619

18.04.15                                               

Fundurinn var haldinn í Ökuskóla Björns í Sunnuhlíð og bar yfirskriftina ,,Aðalfundur B“. Fundurinn var í umsjá stjórnar og veitinganefndar.  

Dagskrá:

  • Byrjað var á morgunmat meistaranna á Litlu Kaffistofunni kl. 9.
  • Jón formaður setti fundinn kl. 10 í Sunnuhlíð.
  • Kynningarhringur
  • Tilgangur Round Table lesinn af varaformanni.
  • Fundargerð síðasta fundar lesin af ritara.
  • Helgi þurfti að segja dónabrandara sem var sekt frá siðameistara.
  • Skýrsla formanns.
  • Reikningar lagðir fram til samþykktar (gjaldkeri). Ákveðið var að fresta þessu til næsta fundar þar sem nokkrar athugasemdir voru gerðar við ársreikninginn.
  • Formenn nefnda fóru yfir störf vetrarins.
    Auðunn fór yfir starf útbreiðslunefndar
    Siggi Óli fór yfir starf og stöðu bjórstjóra.
  • Ný stjórn kynnir dagskrá næsta starfsárs og drög að rekstaráætlun (frestað til næsta fundar).
  • Önnur mál:
    Næsti fundur (620. Fyrsti fundur nýrrar stjórnar).
    Klúbbhús. Viljum við klúbbhús? Þetta verður skoðað á nýju starfsári.
    Þórhallur gaf siðameistara gjöf, svokallaðan sektarkassa, sem mun ganga á milli siðameistara.
    Helgi var með ábendingu um að það væri í lagi að ræða gjöld. Helgi kom með tillögu um að hækka félagsgjöld upp í 4.500 kr.. Ákvörðun/atkvæðagreiðslu frestað fram á næsta fund.
  • Stjórnarskipti.
    Siðameistari
    : Elvar Örn er nýr siðameistari, tók við af Óttari
    IRO: Jón Ísleifsson er nýr IRO, tók við af Elvari Erni.
    Ritari: Auðunn er nýr ritari, tók við af Georg
    Gjaldkeri: Siggi Óli er nýr gjaldkerfi, tók við af Þórólfi
    Varaformaður: Georg er nýr varaformaður, tók við af Birkir Erni
    Formaður: Birkir Örn er nýr formaður, tók við af Jóni.
  • Siðameistari fékk svo orðið.
  • Njáll fékk orðið, hélt kveðjuræðu, þetta var hans síðasti fundur þar sem hann er kominn á aldur.
  • Fundi slitið kl 12:03.

Eftirtaldir sátu fundinn:

Almar, Auðunn, Birgir Þór, Birkir Baldvinsson, Birkir Örn, Daníel, Elvar Örn, Eyjólfur, Georg, Guðmundur, Helgi, Hjalti, Hjálmar, Jón, Logi, Njáll, Óskar, Óttar, Páll, Rúnar, Siggi Óli, Þói og Þórhallur.

Eftirtaldir boðuðu forföll:

Jóhann, Konni, Símon, Stefán, Sverrir og Valdimar.

Skildu eftir svar