Fundur 589

Fundur var haldinn í húsakynnum Heilsuþjálfunar og bar yfirskriftina „Fyrirlestur“. Fundurinn var í umsjá Davíðs og Njáls og hófst kl.20:00 21.október.

Dagskrá:

 

1.       Fundur settur

2.       Tilgangur roundtable

3.       Fundargerð síðasta fundar (ritari)

4.       Gestafyrirlesari (N&D)

5.       3 mínútur ef tími gefst til (N&D)

6.       Euromeeting 2014 – Kynning (iro)

7.       Önnur mál

 

•             Fundur settur. Formaður setur fundinn kl 20.

•             Fundargerð. Ritari les fundargerð síðasta fundar af mikillri snilld eins og vanalega.

•             Tilgangur Roundtable. Jóhann (gestur) les.

•             Tímadráp. Umsjónarmenn fundarins virðast ekki hafa kynnt sér dagskrá eigin fundar þar sem enginn gestafyrirlesari virðist vera nálægur. Það virðist ekki skipta siðameistara neinu máli þar sem engar sektir eru gefnar út á þetta greinilega brot á fundarsköpum (spyrjið bara Óskar og bókina hans góðu). Siðameistari leikur við Eyjólf og lánar honum kisuhúfuna sína og biður hann um að mjálma við upphaf hverrar setningar.

Rætt um hversu illa gengur að fá gesti á fundina.

 

•             Gestafyrirlesari. Áður en Þorvaldur Lúðvík hefur fyrirlestur um efnahagsvæðið Eyjafjörður er tekinn kynningarhringur. 

•             Plögg. Davíð fer með okkur í gegnum húsnæðið og kynnir Heilsuþjálfun. (ekki heldur á dagskrá)

•             3 mín. Um fyrirlesturinn.

•             Euromeeting 2014. Elvar IRO ræðir um ferðaplön.

•             Önnur mál. Húsnæðismálin eru komin aftur á byrjunarreit. Áskorun á Húsavík.

 

•             Fundi slitið kl 22:59

 

 Eftirtaldir sátu fundinn:

 

Auðunn Níelsson

Birkir Örn Stefánsson

Davíð Kristinsson

Elvar Örn Birgisson

Eyjólfur Ívarsson

Guðmundir Hinrik Gústavsson

Helgi Rúnar Bragason

Hjálmar Hauksson

Jón Ísleifsson

Konráð Þorsteinsson

Njáll Trausti Friðbertsson

Óttar Már Ingvason

Páll Júlíus Kristinsson

Sigurður Óli Sveinsson

Stefán Stefánsson

Þórólfur Ómar Óskarsson

 

Eftirtaldir með boðuð forföll:

Arnar Friðriksson

Elvar Árni Lund

Georg Haraldsson

Óskar Þór Vilhjálmsson

 

Jón Ævar Sveinbjörnsson í leyfi

Björn Vilhelm Magnússon fjarverandi.

 

 

Skildu eftir svar