Fundur 559

Jólabað. Stjórn og veitinganefnd

Fundin sátu: Birkir, Davíð, Elvar Örn, Elvar Árni, Eyjólfur, Georg, Helgi, Hjálmar, Ívar, Jón Ísl, Jón Ævar, Konráð, Njáll, Óskar, Óttar, Páll, Sigurður, Stefán.

Gestir: Erlingur RT7, Jói E, Jói Oddg, Karl Ingim og Gunnar.

Fundurinn var haldinn í salnum hjá Davíð í Heilsuþjálfun. Menn fóru í gufu og svitnuðu vel og skelltu sér svo í góða jólasturtu.

Snilldar matur hjá Konráði, Páli og Jóni Ævari. Siðameistari sektaði nokkuð vel á fundinum. Nýliðar voru teknir inn og fengu þeir jólasveinahúfu sem blikkaði, svaka flott. Þeir fóru svo með jólasögu fyrir okkur hina. 

Við skiptumst svo á jólapökkum. Menn lögðu sig greinilega mis mikið fram í að finna góða gjöf.

Jói Oddgeirs gaf svo klúbbnum 250Þús styrk fyrir númera mótið sem við höldum 2013.

Fundur 558

Stjörnur. Jón Ævar og Sigurður Óli

Fundinn sátu: Arnar, Birkir, Elvar Örn, Guðmundur, Helgi, Hjálmar, Jón Ísl, Jón Ævar, Konráð, Njáll, Óskar, Páll, Sigurður.

Gestir: Erlingur RT7, Georg, Ívar, Stefán og Þórir Sigurðsson.


Talað var um Færeyjarfundinn og lýst yfir vissum áhyggjum klúbbanna og útlit fyrir slæma mætingu hjá klúbbunum.

Óskar sýndi okkur „tattú“ og vill endilega að við gerum svona með merkinu okkar. Fara á betur yfir þetta mál í janúar eða febrúar.

Það var boðið upp á tvo snilldar heita rétti á fundinum og fá þeir sem héldu fundin sérstakt hrós fyrir þá. Tær snilld.

Jakkinn, margfrægi, var sýndur aftur og tvo ný merki sýnd. Annað rautt og hitt vínrautt. Kosið var svo á milli þeirra og var vínrauða merkið valið.

Jón Ævar og Sigurður fengju svo fundinn afhentan. Gestur fundarins er sérfróður um stjörnufræði og heitir hann Þórir Sigurðsson. Hann fræddi okkur um himingeiminn. Menn spurðu svo heilmargra spurninga og misgáfulegra.

Siðameistari fór yfir sektir fundarins og voru þær þó nokkrar. Óskar þarf að gera salinn flottan fyrir matarfund 20. Feb. Helgi verður þjónn. Siggi, Arnar og Elli verða að ganga frá og vaska upp á fundi 12. Des.

Fundur 557

Ponta. Óskar, Páll og Hjalti

Fundinn sátu: Birkir, Björn, Davíð, Elvar Örn, Guðmundur, Helgi, Jón Ísl, Jón Ævar, Njáll, Óskar, Óttar, Páll.

Gestir: Georg, Ívar og Stefán.

Kynningarhringurinn fór vel fram. Menn gáfu sér góðan tíma því við vorum fáir. Menn veltu því fyrir sér afhverju mæting væri svona légleg. Yfirskrift fundarins var ástæðan héldu menn.

Við fórum yfir keilumótið, milli RT4, RT5 og RT7. Við unnum það, að sjálfsögðu. Svo töluðum við aðeins um Færeyjarferðina. Fengum að sjá myndband af ævintýraferð yfir Kjöl. Var reyndar ekki yfir Kjöl því þeir snéru við. Voru ekki á nógu vel útbúnum bíl. En þeir komust á fulltrúaráðsfundinn í Grímsnesi fyrir rest.

Óskar og Páll fengu svo fundinn afhendan. Dregið var í lið og keppt var í ræðulist í anda Morfís.

1: Það er betra að búa á landsbyggðini en í Reykjavík. Á móti; Njáll, Hjalli, Helgi og Ívar. Með; Björn, Elli, Ninni og Óttar.

Það fór 18-17 fyrir Á móti liðinu.

2: Eru trúarbrörgð slæm? Á Móti; Birkir, Nonni og Jón Ævar. Með; Davíð, Stefán og Gerog.

Það fór 17-14 fyrir Á móti liðinu og Jón Ævar var ræðumaður kvöldsins. Og lið kvöldsins var lið Birkirs, Nonna og Jón Ævars. Helgi varð brjálaður.

Jakkamálið var tekið til umræðu og merki sem fara eiga á jakkana voru skoðuð og rætt var vel um útlit þess.

Sektir á fundinum: Óskar fyrir að leggja Jón Ævar í einelti og Helgi fyrir að vera tapsár.


Fundur 556

Lög og regla. Björn, Eyjólfur og Óttar.

Fundinn sátu: Arnar, Birkir, Björn, Elvar Örn, Eyjólfur, Guðmundur, Helgi, Hjálmar, Jón Ísl, Jón Ævar, Óskar, Óttar, Páll, Sigurður og Þórólfur

Gestir: Erlingur RT7, Jón Ingi RT7, Elvar Árni, Georg, Ívar og Stefán.

Siðameistari var kosinn og Björn var þar sigurvegari. Fórum svo kynningarhring. Siggi Óli og Guðmundur fengu skjölin sín afhent. Nýja Félagatalið var svo dreift út.

Svo fengum við alveg hreint góðar heimabakaðar pizzur. Elvar fór með ferðasögu aldarinnar þegar hann talaði um ferðina á fulltrúafundinn á Selfossi. Fastir upp á Kjöl og almenn vitleysa. Ekta RT ferð.

Björn, Eyjólfur og Óttar fengu svo fundinn afhentan og fóru þeir með okkur í nýtt húsnæði fyrir ökunema þar sem velltibíll og bíll/grind sem rennur niður smá spöl til að sína fram á nauðsyn öryggisbelta. Mjög áhugavert.


Fundur 555

Spilakvöld. Hjálmar og Þórólfur

Fundinn sátu: Arnar, Birkir, Davíð, Elvar Örn, Guðmundur, Helgi, Hjálmar, Jón Ísl, Konráð, Óskar, Óttar, Páll, Sigurður og Þórólfur

Gestir: Erlingur RT7 og Jón Ingi RT7

Elvar fór yfir formannspartíið. Hann minnti svo Óskar á að uppfæra félagatalið. Við söfnuðum 390 þús í auglýsingastyrki og þar af fara 266 þús í klúbbinn okkar.

Birkir og Elvar sýndu jakka sem eru hugsaðir sem einkennis jakki okkar í þeim atburðum sem framundan eru. Setja þetta mál í ferli. Athuga ýmsar útgáfur á merki klúbbsins og þessháttar. Fékk góðar undirtektir. Óttar kynnti næst nýliða val og kynnti fjóra menn sem kosið var um, allir voru þeir samkykktir. Fórum svo í pílu í kjallarann á nýju stúkunni á Þórsvelli. Flott aðstaða. Þar var mikið stuð og hörku keppni.