Fundur 557

Ponta. Óskar, Páll og Hjalti

Fundinn sátu: Birkir, Björn, Davíð, Elvar Örn, Guðmundur, Helgi, Jón Ísl, Jón Ævar, Njáll, Óskar, Óttar, Páll.

Gestir: Georg, Ívar og Stefán.

Kynningarhringurinn fór vel fram. Menn gáfu sér góðan tíma því við vorum fáir. Menn veltu því fyrir sér afhverju mæting væri svona légleg. Yfirskrift fundarins var ástæðan héldu menn.

Við fórum yfir keilumótið, milli RT4, RT5 og RT7. Við unnum það, að sjálfsögðu. Svo töluðum við aðeins um Færeyjarferðina. Fengum að sjá myndband af ævintýraferð yfir Kjöl. Var reyndar ekki yfir Kjöl því þeir snéru við. Voru ekki á nógu vel útbúnum bíl. En þeir komust á fulltrúaráðsfundinn í Grímsnesi fyrir rest.

Óskar og Páll fengu svo fundinn afhendan. Dregið var í lið og keppt var í ræðulist í anda Morfís.

1: Það er betra að búa á landsbyggðini en í Reykjavík. Á móti; Njáll, Hjalli, Helgi og Ívar. Með; Björn, Elli, Ninni og Óttar.

Það fór 18-17 fyrir Á móti liðinu.

2: Eru trúarbrörgð slæm? Á Móti; Birkir, Nonni og Jón Ævar. Með; Davíð, Stefán og Gerog.

Það fór 17-14 fyrir Á móti liðinu og Jón Ævar var ræðumaður kvöldsins. Og lið kvöldsins var lið Birkirs, Nonna og Jón Ævars. Helgi varð brjálaður.

Jakkamálið var tekið til umræðu og merki sem fara eiga á jakkana voru skoðuð og rætt var vel um útlit þess.

Sektir á fundinum: Óskar fyrir að leggja Jón Ævar í einelti og Helgi fyrir að vera tapsár.


Skildu eftir svar