Fundardagskrá 2011-2012

Dagsetning Fundur Fundarefni (alltaf 3 mín á númeraða fundi) Umsjón/staðsetning
2.maí 552 1. fundur nýrrar stjórnar Stjórn
29 maí – 5 júní
Euromeeting Nicosia (Kýpur), númeramót Kýpur
17-19 júní
Sumarútilega í Vaglaskógi Varaformenn RT 4,5,7,9
5.sep 553 Haustferð Stjórn
19.sep 554 Fyrirtækjaheimsókn Njáll, Davíð og Siggi
23. sept (fös)
Formannspartý Veitinganefnd
3.okt 555 Spilakvöld Hjalli og Þórólfur
7-9 okt
2. fundur fulltrúaráðs RTÍ/Selfoss
17.okt 556 Lög og regla Björn, Óttar og Eyjó
28. okt (fös)
Keilumót RT4,5 og 7 RT 5(7) Stjórn
14.nóv 557 Pontufundur Óskar, Palli og Hjalti
28.nóv 558 Stjörnur Siggi Óli og Jón Ævar
12.des 559 Jólabað Veitinganefnd
JÓLAFRÍ


9.jan 560 Spikið burt Njáll og Palli
23.jan 561 Snobb Hjalli og Eyjó
6.feb 562 Dekur Davíð og Óskar
10-12 feb
3. fundur fulltrúaráðs RTÍ/Færeyjar
20.feb 563 Matarfundur Veitinganefnd
5.mar 564 Fyrirlesari Óttar og Þórólfur
19.mar 565 Surprice Björn, Hjalti og Jón Ævar
2.apr 566 Aðalfundur A Stjórn og veitinganefnd
14.apr 567 Aðalfundur B Stjórn
27-29 apríl
Aðalfundur RTÍ og Árshátíð RTÍ/Vestmannaeyjar
14.maí 568 Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Stjórn

Fundur týndur á Akureyri

Í dag var hafin leit að fundarboði á fyrsta fund nýrrar stjórnar hjá RT5 á Akureyri.
Lögreglan á Akureyri og hjálparsveitir á norðurlandi hafa ekki verið kallaðar út og
hafa ekki fundið fundarboð á fund nr. 552 hjá RT5 Akureyri.

Eftir enga leit hafði lögreglan ekki samband við Ríkislögreglustjóra sem tók málið ekki í sínar hendur og kallaði ekki á sérfræðing sem þufti því að sjálfskipa sig í leitina.  Sérfræðingurinn er vefstjóri hjá RT5 og fyrrverandi formaður RT5 og hefur því mikla þekkingu á málinu enda sjálfur lent í því að nærri því týna fundarboði.  Sérfræðingurinn, sem skipaði sjálfan sig sem stórnanda leitarinnar, hefur nú leitað stanslaust í 5 mínútur hefur notast við best fáanlegu tækni við leitina. Tækni þessi heitir Google Leit og hefur verið til í mörg ár og verið notuð um allan heim í leitir af þessu tagi og reynst afar vel.

Þrátt fyrir þessa viðalitlu en tæmandi leit hefur hún engan árangur borðið en ekki er öll nótt úti enn og mun það skýrast á þegar líður á daginn hvort fundurinn verður haldinn eða ekki. Líklegt þykir að nýkjörinn formaður hafi einfaldlega ekki gert ráð fyrir því að þurfa að senda fundarboð nema með stuttum fyrirvara eða jafnvel að hann hafi sett upp forritið iSent í iPhone símann sinn sem á að sjá um svona lagað.  Eftir að hafa innt sérfræðinginn að þessu sagði hann að margir hefðu lent í veseni með iPhone og forrit af þessu tagi og líklegt að forritið iForget hafi verið sett upp í staðinn. Þá sagði sérfræðingurinn að þeir sem lendi verst úti vegna svona mistaka þurfi ekki að óttast því iPay forritið í símanum sem SÍS, Samtök Íslenskra Siðameistara, hafi látið setja í alla iPhone síma, muni senda athugasemd til Siðameistara RT5 sem geti tekið á málinu með hörku.

Fundur 543 Jólabaðið

Fundur 543 Jólabaðið 21. desember

 

Okkar árlega jólabað fór fram á Ytri Vík í Eyjafirði. Jólasagan hjá okkur var af frekar óhefðbundnu sniði þar sem teknar voru þriggja mínútna Jólasögur af hverjum og einum. Mikið var hlegið, drukkið og borðað assskoti góðan jólamat sem veitinganefnd og að sjálfsögðu okkar sjálfskipaði Kokkur Konni sá um.
Að sjálfsögðu var jólabaðið tekið í stóra pottinum í Ytri Vík, en ekki allir treystu sér eftir mikið át. Eftir vel heppnað kvöld var svo haldið af stað í rútunni heim og náðum við að festa okkur í brekkunni hjá Ytri-Vík. Nokkrir sannir teiblarar héldu áfram að skemmta sér í klúbbhúsinu og enduðu á öldurhúsi með tómt veskið eftir góða skemmtun.

 

 

Mættir voru: Birkir, Björn, Davíð, Elvar, Eyjó, Helgi, Hjalli, Jói, Jón, Nonni, Konni, Kristján, Njáll, Óskar og Óttar.

Gestir: Páll, Ívar, Þórólfur

Gamlir félagar: Árni Ingólfs, Baldur, Jói Oddgeirs, Kalli Ingimars, Gunni Bjössi

Euromeeting RT5 á Kýpur

Sælir.

 

Euromeeting fundur RT5 fyrir árið 2011 verður haldinn í Nicosiu á Kýpur dagana 29 maí – 5 júní

 

Skráning og upplýsingar eru á vef þeirra: http://www.rt5euromeeting2011.com/


 

Dagskráin er fjölbreytt og að venju er fyrst farinn hefðbundinn pretour fyrir þá

sem vilja njóta gestrisni þeirra félaga okkar og njóta leiðsagnar þeirra í nokkra daga

fyrir fundinn. Sjálfur fundurinn er síðan 3 – 5 júní.

 

Ég þýddi þetta lauslega og setti verðin inn, svo er bara að skoða flugið.

Þeir vilja minna á að það er takmörkuð heimagisting.

 

Hér að neðan er dagskráin, fyrst dagskrá pretours og svo fundurinn eftir:


Pretúr:

 

Sunnudagur 29. maí

Mæting og ferðir til Hótel Livadiotis , Larnaka 
17:00-19:00 Skráning og hittingur. 
20:30 – 24:00 Hobo Steak House Dinner & rölt niður á strönd ..

 

 

Mánudagur  30.maí

 

8:00-09:00 Morgunverður
9:00-9:15 Tékkað út af hóteli / farið frá Limassol
10:30-11:15 Kaffihlé á gamla Castle, Limassol
11:15 Farið á Kolossi
11:30-12:30 Heimsókn í Kolossi kastala
12:30 Farið í Courium Ancient Theater
13:00-14:00 Heimsókn Courium
14:00-16:30 Hádegisverður í Pissouri Village
16:45-17:00 Heimsókn Petra tou Romiou 
17:30-18:00 Komið á Paphos og tékk inn í St George Hotel
20:00  24:00 Kvöldmatur á Fish Tavern Ayios Georghios Pey

 

 

Þriðjudagur 31.maí

 

8:00-09:00 Morgunverður
09:00 Farið í Polis
10:00 Komið í Latsi Fishing Harbor
10:15-15:30 Bátsferð til Fontana Amorosa / Akamas / Sund / snæðingur um borð
15:30 Farið á hótelið frá Peyia vegum (myndataka)
17:00-20:30 Komið á hótel /  hvíld eða sund í laug hótelsins
20:30  24:00 Rólegheit og kvöldmatur í Paphos hafnarsvæðinu

 

 

Miðvikudagur 1.júní

 

8:00-9:00 Morgunverður / tékkað úr af hótelinu
9:00-10:30 fara um borð í rútur og sagan skoðuð þ.e grafir konunganna mosaics gömul leikhús kastalar
10:30-12:00 Farið á Omodos þorp á fjöllum
12:00-16:30 Heimsókn í Omodos þorp  hádegisverður í KyrYiannis kránni.Verslað á þorpsmarkaðnum.
16:30-18:00 Farið á Kakopetria  komið á Linnos Inn  tékkað inn
18:00-20:00 Gengið í gamla þorpinu Kakopetria
20:00  24:00 Kvöldmatur á Mylos Restaurant

 

Fimmtudagur 2.júní

8:00-09:00 Morgunverður
9:00-9:15 Tékkað út af hótelinu
09:15 Farið á Kykko Monastery
10:15-12:00 Koma – Heimsókn Monastery (krafist réttra klæða )
12:30-14:30 Hádegisverður í Pedoulas Village.
14:30 Farið til Nicosia
15:45 Komið á Hilton hótelinu Nicosia – tékkað inn / heimagistingar.

 

 

Euromeetingur hefst:

 

 

Fimmtudagur 2.júní

Komur  skutl til Nicosia.
16:30-18:30 Skráning / allir boðnir velkomnir – drykkir
20:30 Farið á Club (sundfataparty undir mánaskini  sundföt verða að vera af öllum gerðum og í brjáluðum litum
21:00 Party með góðum mat, fullt af drykkjum, tónlist,dans og sund
24:00-02:00 Brottför á hótel

 

 

Föstudagur 3.júní

8:00-08:50 Morgunverður
09:00 Farið í Napa Ayia
10:00 Komið til Ayia Napa sem er lítil fiskistaður
10:10 Farið um borð í lítinn bát og heimsóttir tilteknir staðir,
sund, köfun, dans, hádegisverður í bátnum.
16:00-16:30 Verslað í Ayia Napa
16:00 Brottför frá Ayia Napa til Nicosia
20:30 Partý,partý  (venjulegt föt  léttur jakki)
01:00 Farið á hótel

 

 

Laugardagur 4.júní

8:00-08:45 Morgunverður
9:00-09:30 Samgöngur í rútu til Eleftherias Square
9:30-9:45 Group ljósmynd á Municipal House (með borgarstjóra íNicosia)
9:45-11:00 WALKABOUT í Ledra götuLaiki GitoniaGreen línu
11:00 Break  Women‘s Program (Shopping)
11:00-11:15 Tablers flytja til Famagusta Gate
11:15-13:00 Official Meeting (Famagusta Gate)
13:15-15:00 Hádegisverður á staðnum Taverna
15:00-19:00 Eftirmiðdagur frjáls / flytja aftur til Hilton hótel
Gala Night (Dress formleg)
19:30-20:15 PreDinner hanastél
20:15-20:30 Guests setjast niður
20:30 Gala Dinner (Sýna Presentations Úr öllum þátttökulöndunum

 

 

Sunnudagur 5.júní

10:00 Morgunverður / kveðjustund
Akstur á flugvöll

 

 

Hér eru upplýsingar um verð:


Pretour program, allt innifalið, verð á 495  á mann (tæp 76 þús) greitt fyrir lok apríl 2011.

Euromeeting fundur verð án gistingar á 349  á mann (53 þús), skráning og greiðsla fyrir 1. mars 2011. 

Eftir 1. mars verð er verðið 389   (60 þús) sem þarf að greiðast fyrir lok apríl 2011.

Sá einhversstaðar að allt vín sé innifalið og það í ótakmörkuðu magni í hinum hefðbundna meeting.

Flug:

Hér má sjá ódýrasta flug sem í boði er, þann 11.01.2011, fyrir allt prógramið, pretour og fund. Brottför 29.05.11 og heimkoma 05.06.11

Hér má sjá ódýrasta flug sem í boði er, þann 11.01.2011, fyrir fundinn eingöngu. Brottför 02.06.11 og heimkoma 05.06.11


Hótelgisting fyrir hinn venjubundna euromeeting:

Herbergi kostar per nótt 120   (18þús) fyrir einstakling og 130  (20 þús) fyrir einstaking í tvöföldu herbergi. 

Skráningar þurfa að vera klárar fyrir lok apríl 2011.

Millifæra skal á eftirfarandi reikning:
Account Name: Round Table 5 (Euromeeting 2011)
IBAN nr: CY33007032100000000040050006
Banki: CoOperative Central Bank, Nicosia, Kýpur
Swift Code: CCBKCY2N

 

Bestu kveðjur,

 

Jói IRO.