Fundur 543 Jólabaðið

Fundur 543 Jólabaðið 21. desember

 

Okkar árlega jólabað fór fram á Ytri Vík í Eyjafirði. Jólasagan hjá okkur var af frekar óhefðbundnu sniði þar sem teknar voru þriggja mínútna Jólasögur af hverjum og einum. Mikið var hlegið, drukkið og borðað assskoti góðan jólamat sem veitinganefnd og að sjálfsögðu okkar sjálfskipaði Kokkur Konni sá um.
Að sjálfsögðu var jólabaðið tekið í stóra pottinum í Ytri Vík, en ekki allir treystu sér eftir mikið át. Eftir vel heppnað kvöld var svo haldið af stað í rútunni heim og náðum við að festa okkur í brekkunni hjá Ytri-Vík. Nokkrir sannir teiblarar héldu áfram að skemmta sér í klúbbhúsinu og enduðu á öldurhúsi með tómt veskið eftir góða skemmtun.

 

 

Mættir voru: Birkir, Björn, Davíð, Elvar, Eyjó, Helgi, Hjalli, Jói, Jón, Nonni, Konni, Kristján, Njáll, Óskar og Óttar.

Gestir: Páll, Ívar, Þórólfur

Gamlir félagar: Árni Ingólfs, Baldur, Jói Oddgeirs, Kalli Ingimars, Gunni Bjössi

Skildu eftir svar