Jólabað

Næstkomandi mánudag verður hið árlega jólabað RT5 félaga og miðað við póstsendingar manna á milli síðustu daga er komin allnokkur stemmning í menn og stefnir í stórkostlegan fund.  Því hefur verið fleygt í póstum að RT5 félagar ætli að mæta í hinum ýmsu útgáfum af sundfatnaði. Á fundinn munu mæta 5 væntanlegir nýliðar í klúbbnum og einnig munu einhverjir eldri félagar mæta. 

Mætir einhver í svona dressi??

Það er sem sagt massafundur í uppsiglingu og rífandi stemmari kominn í mannskapinn sem er vel. Til þess að hafa sem flest á hreinu þá eru hér upplýsingar sem gætu komið að góðum notum.

Jólabað er í boði veitinganefndar. Í veitinganefnd sitja eftirfarandi félagar:
Björn – Formaður og bjórstjóri
Hjalli
Jói
Jón Ævar
Þar sem þessi fagri hópur inniheldur nokkrar af gamalreyndum fallbyssum RT5 hef ég engar áhyggjur af skipulagningu þessar fundar en bendi þó á að allir eru að sjálfsögðu boðnir og búnir að hjálpa til ef eitthvað þarf að græja eða gera.

Mæting í RT grenið að furuvöllum 3 með skýluna og handklæðið.
Mætir einhver í svona dressi, úfff???

Dagskrá:

19:00 – brottför frá greninu
19:30 – fundur settur
19:32 – tilgangur roundtable
19:35 – kynningarhringur
19:45 – 3 mínútur/jólasaga
20:30 – matur og ferðahappdrætti
21:15 – jólabaðið
23:00 – haldið af stað heim
23:30 – koddinn eða teibla?

Það er þó ein spurning frá vefstjóra til þeirra sem að sáu um ratleikinn fyrr í haust. Munu úrslitin verða kynnt á Jólafundinum.

Skildu eftir svar