Fundur 613

26.01.15                                               

Fundurinn var haldinn á Sjúkrahúsinu á Akureyri, Meinafræðideild og bar yfirskriftina ,,Líkaminn í krukku“. Fundurinn var í umsjá Auðuns og Páls

Dagskrá:

  • Jón formaður setti fundinn 20:00
  • Óskar skipaður siðarmeistari í fjarveru Óttars.
  • Kynningarhringur
  • Fundur afhentur Auðunn og Páli. Hildur hans Jóns formanns tók á móti okkur og fór yfir starf Meinafræðinga. Við fengum kynningu á þeirra starfsemi, fengum að sjá þau tæki sem þau vinna með og svo fengum við að sjá hin ýmsu líffæri í formalíni, ss. botnlanga, nýra, leg, ristil og endaþarm, brjóst og fóstur.
  • Tilgangur Round Table lesinn af Páli
  • Fundargerð síðasta fundar lesin af ritara.
  • Nýliði tekinn inn. Guðmundur Óskar Helgason.
  • Kynning og kosning um nýjan félaga (Auðunn). Símon Hjálmar Z. Valdimarsson var borinn upp og samþykktur, Aron Guðnason var borinn upp og samþykktur og Almar Alfreðsson var borinn upp og samþykktur.
  • Gjaldkeri fékk orðið. Reikningar afhendir vegna auglýsinga í félagatal.
  • Önnur mál:
    Fulltrúarráðsfundur á Egilsstöðum 6-7 feb. Formaður var að pressa á sem flesta að mæta.
    Nonni og Helgi fóru aðeins yfir gang mála varðandi nýja klúbbinn á Sauðárkróki, RT15, mjög mikilvægt að klára það verkefni með krafti og reyna að mæta á alla fundi hér eftir.
    Svo var smá umræða um Euromeeting í Namur í Belgíu.
    Næsti fundur, Fundur 614, Hvað er að gerast, RT7 sér um fundinn.
    Umræða um vinahornið, Konni með það, úthlutað í vikunni.
    Umræða um RT5 jakka, hægt að panta hjá JMJ, Birkir sér um að láta merkja.
  • Næst var formaður með almenna kynningu um Round Table.
  • Óskar fór yfir sektir fundar.
  • Fundi slitið kl 22:44

Eftirtaldir sátu fundinn:

Auðunn, Birkir Örn,  Birkir Baldvins, Elvar Örn, Georg, Guðmundur, Helgi, Hjalti, Hjálmar, Jón, Konni, Njáll, Óskar, Páll, Rúnar og Þói

Gestir:

Magni Ásgeirsson, Einar Hrafn, Rúnar Bjarnason og Birgir Þór.

Eftirtaldir boðuðu forföll:

Daníel, Eyjólfur, Óttar, Siggi Óli, Sverrir, Stefán og Valdimar

Skildu eftir svar