Fundur 558

Stjörnur. Jón Ævar og Sigurður Óli

Fundinn sátu: Arnar, Birkir, Elvar Örn, Guðmundur, Helgi, Hjálmar, Jón Ísl, Jón Ævar, Konráð, Njáll, Óskar, Páll, Sigurður.

Gestir: Erlingur RT7, Georg, Ívar, Stefán og Þórir Sigurðsson.


Talað var um Færeyjarfundinn og lýst yfir vissum áhyggjum klúbbanna og útlit fyrir slæma mætingu hjá klúbbunum.

Óskar sýndi okkur „tattú“ og vill endilega að við gerum svona með merkinu okkar. Fara á betur yfir þetta mál í janúar eða febrúar.

Það var boðið upp á tvo snilldar heita rétti á fundinum og fá þeir sem héldu fundin sérstakt hrós fyrir þá. Tær snilld.

Jakkinn, margfrægi, var sýndur aftur og tvo ný merki sýnd. Annað rautt og hitt vínrautt. Kosið var svo á milli þeirra og var vínrauða merkið valið.

Jón Ævar og Sigurður fengju svo fundinn afhentan. Gestur fundarins er sérfróður um stjörnufræði og heitir hann Þórir Sigurðsson. Hann fræddi okkur um himingeiminn. Menn spurðu svo heilmargra spurninga og misgáfulegra.

Siðameistari fór yfir sektir fundarins og voru þær þó nokkrar. Óskar þarf að gera salinn flottan fyrir matarfund 20. Feb. Helgi verður þjónn. Siggi, Arnar og Elli verða að ganga frá og vaska upp á fundi 12. Des.

Skildu eftir svar