Fundur 635 – Aðalfundur

21.03.15

Fundur 635 haldin Mánudaginn 21. Mars 2016.  Aðalfundur RT5.

Dagskrá:

  • Fundur settur klukkan 20:02
  • Kynningarhringur
  • Stefán les upp tilgang roundtable “utanbókar”
  • Skýrsla síðasta fundar lesin og samþykkt með fyrirvara.
  • Siggi Óli fer yfir fjármál klúbbsins.
  • Helgi stingur uppá að skikka menn í að borga félagsgjöld fyrirfram.
  • Georg rifjar upp tillögur uppstillingarnefndar fyrir næsta starfsár.
  • Birkir fær þá sem ætla að bjóða sig fram til að kynna sig og sitt framboð.
  • Þórhallur býður sig fram sem gjaldkera, Hjalli býður sig fram til varaformanns en dregur svo framboðið til baka.
  • Þórólfur, Stefán, Konni, Davíð og Óskar bjóða sig fram til siðameistara.
  • Þói og Stefán með stuttar ræður
  • Þórhallur kemur með kosningaræðu fyrir Konna, lofar miklum breytingum.
  • Birkir kemur með ræðu fyrir Óskar
  • Davíð flytur kosningaræðu til siðameistara. Elvar kosningastjóri hans skýtur föstum skotun að öðrum frambjóðendum.
  • Hellingur af ræðum, loforðum, spurningum til frambjóðanda og fjörugar umræður í framboði til siðameistara.
  • Kosningaloforð til gjaldkera, nýtt framboð á síðustu stundu,Óttar, kosningastjóri Sigga Óla.
  • Óttar dregur framboð sitt til gjaldkera til baka í miðri kosningaræðu.
  • Elvar lofar bjór á barnum fyrir þá sem kjósa Davíð.

 

Stjórn Round Table 5 2016-207

  • Formaður: Georg Fannar Haraldsson
  • Varaformaður: Auðunn Níelsson
  • Gjaldkeri: Sigurður Óli Sveinsson
  • Ritari Páll Júlíus Kristinsson
  • Veitingarefnd: Almar Alfreðson, Þórhallur Harðarson, Log Ásbjörnssoni
  • Útbreiðslunefnd: Rúnar Gunnarsson, Stefán Hrafn, Daníel Starrason
  • Uppstillingarnefnd: Auðunn Níelsson, Sigðurður Óli Sveinsson, Elvar Örn Birgisson
  • IRO: Birkir Örn Stefánsson
  • Skoðunarmaður reikninga: Birkir Baldvinsson

 

Önnur mál: B-ferð kynnt, Óskar stiingur uppá að taka hópmynd á Múlakollu, úr að ofan,

Siðameistari fær orðið og kynning sektir fyrir B-fund.  Flott sektarræða frá siðameistara þetta árið sem á hrós skilið fyrir gott starf í vetur.

Fundi slitið 23:00.

 

Eftirtaldir sátu fundinn

Almar, Auðunn, Birkir Baldvins, Birkir Örn, Davíð, Elvar, Eyjólfur,

Georg, Gummi, Helgi, Hjalli, Jón, Logi, Palli, Rúnar, Siggi Óli, Stefán,

Óskar, Óttar, Þórhalllur,

Þórólfur

Gestir: Martin og Marteinn

Boðuð forföll: Birgir, Jóhann og Konni

Fundur 634 – Árshátíð

21.03.15

Fundur 634 haldin Mánudaginn 21. Mars 2016.  Yfirskrift fundarins var árshátíð.

Dagskrá:

  • Fundur settur klukkan 20:00
  • Logi les upp tilgang RoundTable blaðalaust, vel gert.
  • Birkir tilnefnir siðameistara, Þórólfur verður fyrir valinu.
  • Fundargerð síðasta fundar lesin upp og samþykkt.
  • Siggi Óli gjaldkeri ýtir á eftir mönnum að borga árgjaldið.
  • Birkir talar um AGM í Finnlandi 20-22.maí, felur Helga að hafa samband við Finnana.
  • Goggi segir frá tillögum uppstillingarnefndar til stjórnar RT5 fyrir næsta starfsár.
  • Óskar, Konni, og Stefán ætla í siðameistarann, Birkir tilkynnir sig sem kosningastjóra Óskars.
  • A fundur kynntur, dagsetning og ca tímasetning.
  • Siggi Óli stingur uppá að bæta gestum inná facebook grúppuna.
  • Georg og Birkir koma með ferðasögur frá Saltfiskkvöldinu á Húsavík, keyrðu m.a. Vitlausa leið, en Þórhallur kennir Elvari siðameistara alfarið um hrakfarir sínar.
  • Nonni kemur með ferðasögur frá NY ferð sömu helgi og saltfiskkvöldið þar sem hann fór með Helga og Hildi og Hildi, flott ferð og mikið teiblað.
  • Talar um mikilvægi þess að ferðast snemma í RT starfinu.
  • Fimm LC konur mæta á fundinn.
  • Kynningarhringur
  • Helgi býður í afmælispartý í Júní, meiri upplýsingar síðar.
  • Nonni talar um árshátíð og svo er skipt í vinnuhópa.
  • Vinnuhóparnir sitja saman og undirbúa sína hluta á AGM i Maí, flottur fundur og mikið rætt og skipulagt.
  • Siðameistari fær orðið.
  • Birkir fær sekt fyrir að setja fund of seint og keðjulaus í þokkabót, hárið fær að fjúka í B-ferð.
  • Siggi Óli fær sekt fyrir að dissa fyrrverandi gjaldkera.
  • Óskar fær sekt fyrir pinnaleysi.
  • Rúnar bjórstjóri fær sekt.
  • Óskar fyrir að ljúga að hann sé bóndi.
  • Konni fær hrós frá siðameistara fyrir að ávarpa hann.
  • Fundi slitið 22:30

 

Eftirtaldi sátu fundinn:

Almar, Auðunn, Birkir, Danni, Eyjólfur, Georg, Helgi, Jón, Konni, Logi, Siggi Óli, Stefán, Þórhallur, Þórólfur.

Gestir: Marteinn, Sigurður

Seint: Óskar

Gestir: Hildur Ýr, Eva Skúla, Ragnheiður, steina og María Aldís

Forföll: rúnar

Fundur 633 – Spil

07.03.15

Fundur 633 haldin Mánudaginn 7. Mars 2016.  Yfirskrift fundarins var spil og haldin af Elvari, Loga og Danna.

Dagskrá:

  • Fundur settur klukkan 20:00
  • Gummi les tilgang RoundTable.
  • Fundargerðir síðustu tveggja lesnar og samþykktar.
  • Fundur afhentur Elvari, Loga og Danna.
  • Feðgarnir Frímann Stefánsson og Villhjálmur Stefánsson kynna Bridge
  • Skipt er í lið og mini bridge spilað, minni útgáfa af brids.
  • Boðið er uppá veitingar meðan spilað er, kex, brauð, ávaxtasalat og drykkir.
  • Erlend ferðamál rædd, Euromeeting í Eistlandi og AGM í Finnlandi, 50 þúsund króna styrkur og frípassi og hótel ef farið er til Finnlands.
  • Rætt í því framhaldi ferðasjóðinn eftir Euromeeting 2012 á íslandi.
  • Birkir ræðir saltfiskkvöldið hjá RT4 þann 12. Mars, hverjir ætla?
  • Birkir kynnir meðlim til að bjóða upp, Martin, og er hann samþykktur.
  • Kynningarhringur, Helgi hvetur menn til að styrkja hann og gott málefni í mottumars, síðasti almenni fundurinn hans Hjálmars, byrjaði árið 1998 í hreyfingunni.
  • Hjálmar talar um mottumars og mikilvægi þess.
  • Siðameistari fær orðið, Gummi fær sekt fyrir eitt vitlaust orð í tilgangi RoundTable, siðameistari hefur aldrei séð jafn mikla símanotkun en hjá Davíð og fær hann sekt. Óttar fær sekt fyrir langa kynningu í kynningarhring, Siggi Óli fær sekt fyrir að hafa skuld hjá siðameistara í árgjaldi, Helgi fær sekt fyrir lengd kynningu í kynningarhring, Hjálmar fyrir pinnaleysi og Birkir formaður fyrir að halda kynningarhring of seint.
  • Fundi slitið 22:23.

Eftirtaldi sátu fundinn:

Almar, Auðunn, Birgir, Birkir Örn, Daníel, Davíð, Elvar, Eyjólfur, Georg, Gummi, Helgi, Hjálmar, Jóhann, Logi, Óttar, Palli, Rúnar, Siggi Óli, Stefán, Þórólfur, Þórhallur

Boðuð forföll:

Birkir Baldvins, Jón Ísleifs, Konráð, Óskar,

Fundur 632 – Fyrirtækjaheimsókn

22.02.15

Fundur 632 haldin Mánudaginn 22. Febrúar á Kaffi Kú. Yfirskrift fundarins var Fyrirtækjaheimsókn haldin af Davíð og Birki Baldvins

Dagskrá:

  • Fundur settur klukkan 20:00
  • Kynningarhringur
  • Tilgangur lesin af Loga
  • Fundargerðir síðustu þriggja funda lesnar og samþykktar.
  • Boðið uppá kaffi og vöfflur með rjóma og súkkulaði.
  • Birkir formaður segir frá nýafstöðnum fulltrúaráðsfundi í Reykjavík.
  • Fundur afhentur Davíð.
  • Einar Örn frá Kaffi Kú fer með kynningu á fyrirtækinu.
  • Heitar umræður en þó aðallega um nýja búvörusamninga.
  • Nonni talar um árshátíð.
  • Konni stingur uppá því að hafa einn bar í bænum sem allir hittast á helgina sem árshátíðin er, t.d. eftir gala. Stungið uppá því að standa vaktir á barnum.
  • Umræða um fatnað merktan klúbbnum.
  • LadiesCircle hafa sýnt áhuga á að koma á fund til okkar og sjá okkar fundarform.
  • Óskar ræðir skráningar á AGM
  • Þói býður í sumarútilegu til sín í sveitina, meira um það síðar.
  • Siðameistari fær orðið, Almar fær sekt fyrir að tala um gæludýr í kynningarhring, Óskar fyrir að liggja í síma og Þórólfur fyrir gjamm.

Mættir: Almar, Auðunn, Birkir, Daníel, Davíð, Elvar, Eyjólfur, Georg, Gummi, Hjalti, Jón, Konni, Logi, Óskar, Óttar, Palli, Siggi Óli, Þórólfur og Þórhallur

Boðuð forföll: Birkir Baldvins, Helgi, Hjálmar, Rúnar og Stefán

Fundur 631 – Hvað er að gerast?

08.02.15

Fundur 631 haldin Mánudaginn 8. Febrúar á Bjargi.  Yfirskrift fundarins var Hvað er að gerast og haldin af stjórn RT7.

Dagskrá:

  • Fundur settur klukkan 20:00
  • Hópurinn fer í Hot Yoga, mikill hiti í salnum og flestir búnir að rífa sig úr að ofan eftir örfáar mínútur.
  • Eftir Hot Yoga býður RT7 uppá börger í gellunesti eða Shell nesti réttara sagt.
  • Brunað er með hópinn í Skjaldarvík þar sem mannskapurinn skellir sér í heitan pott.
  • Fjörugar umræður í pottinum og almennur hressleiki.
  • Haldin er kynningarhringur.
  • Siðameistari fær orðið, menn voru almennt prúðir á fundinum.

Mættir: Almar, Auðunn, Birkir, Daníel, Elvar, Jón, Konni, Logi, Óskar, Palli, Rúnar, Þórólfur. Mættir frá RT7: Gestur , Haukur, Gunni , Tommi, Kalli , Elli, hjalmar

Boðuð forföll: Birkir Baldvins, Davíð, Helgi, Hjalti, Hjálmar, Óttar, Stefán og Þórhallur Eyjo