Fundur 651 – Ratleikur

Haldinn af: Konna, Óskari og Loga

Hvar: Í Ökuskólanum Sunnuhlíð

Hvenær: 20.3.17

 

  • Formaður setur fund klukkan kl. 20.00.
  • Logi er settur ritari í fjarveru Pálls og Óttar er settur siðameistari í fjarveru Davíðs.
  • Tilgangur Round Table lesinn utanbókar af Óskari.
  • Logi les skýrslu síðasta fundar sem er samþykkt í kjölfarið.
  • Fundur afhendur Loga, Konráði og Óskari. Farið var í nútíma ratleik. Myndir verða birtar á FB síðu klúbbsins og sigurvegarar kynntir á A-fundi.
  • Formaður minnir félaga á að greiða félagsgjöld fyrir 31. mars. Allir hafa greitt inn á reikning eftir uppboðið og flestar styrktarlínur eru komnar í hús.
    • Helgi og Óttar taka báðir til máls og hvetja menn til að greiða félagsgjöld fyrirfram. Þeir furða sig á hve margir eiga eftir að borga þegar svo stutt er eftir af starfsárinu. Eins og er þá er staða klúbbsins sterk en hún verður það ekki endilega alltaf.
  • Fjórir nýir félagar voru bornir upp. Stefán sagði sig úr útbreiðslunefnd sökum ágreinings við formann. Þeir Börkur Már Hersteinsson, Kristinn Daníel Gunnarsson, Daníel Sigurður Eðavaldsson og Vilberg Brynjarsson voru allir samþykktir.

Fyrir var rætt um fyrirkomulag kosninga áður en nýjir félagar voru bornir upp. Hugmynd kom að klára kosningu á fundum en ekki eftir þá. Formaður lagði til að kosning á fundi verði bindandi og lokið. Allir viðstaddir fundinn samþykktu þessa tillögu formanns (meirihluti RT5.)

  • Önnur Mál:
    • Formaður segir frá Aðalfundi-A sem haldinn verður 3. apríl.
    • Formaður segir stuttlega frá AGM sem haldinn verður í Keflavík, hvetur menn til að mæta. RT-5 IRO að kveðja landstjórn og annar RT-5 IRO að taka við.
    • Formaður minnir menn á að skrá aukafundi. Ritari býr til skjal og setur inn á FB síðu klúbbsins, hver meðlimur skráir sína aukafundi.
    • Konráð segir frá saltfiskskvöldinu. Haldið af RT-4. 6 frá RT-5 fóru og skemmtu sér konunglega.
    • Óttar segir frá viðburði í Reykjavík þar sem undirrituð var viljayfirlýsing um aukið samstarf RT og OT. Nú virðist vera mikill hugur í OT.
    • Óttar minnir menn á veiðiferð sem farin verður í sumar í Fnjóská. Óttar og Birgir halda utan um skipulagið. Ný veiðihús eru við Fnjóská 4×4 manna skálar auk matarskála.
  • Siðameistari fær orðið
  • Fundi slitið 23:20

Mættir: Logi, Óskar, Konráð, Georg, Auðunn, Þórólfur, Birgir, Birkir Örn, Þórhallur, Jón, Helgi, Eyjólfur, Stefán, Elvar, Sveinn, Óttar

Boðuðu forföll: Marteinn, Birkir Bald, Rúnar, Almar, Davíð

Fundur 650 – Spilakvöld upp á líf og dauða

Haldinn af: Þórhalli, Daníel og Birgi

Hvar: Píludeild Þór, Þórsstúkunni og á Borgum

Hvenær: 06.03.2017 kl. 20.00

 

  • Tilgangur Round Table lesinn af Birgi.
  • Fundur afhentur Daníel og Birgi.
    • Pílumót haldið í Píludeild Þórs í Þórsstúkunni. Lið nr. 3 bar af og stóð uppi sem sigurvegari, Sveinn, Þórólfur, Birkir Örn og Jón.
  • Konráð skipaður siðameistari og Logi skipaður ritari.
  • Skýrsla síðasta fundar tekin fyrir og samþykkt með smávægilegum breytingum.
  • Ársreikningur síðasta starfsárs tekinn fyrir. Sigurður Óli kynnti fyrir hópnum. Ársreikningur Samþykktur.
  • Önnur mál:
    • Næsti fundur 651 – Ratleikur í umsjá Konráðs, Óskars og Loga.
    • Euromeeting 22.-28. maí
    • Formannspartý – Frábært kvöld, formaður fær mikið hrós fyrir boðið. Ábending: Reyna að klára uppboðið fyrr t.d. fyrir 24.00. Hugmynd kom að byrja kvöldið fyrr. Innheimtur ganga vel. 818.500kr söfnuðust.
    • Sveinn segir frá Vinahorninu. Heimboð með mökum. Helgi Rúnar fékk vinahornið í sínar hendur.
    • Fimm teiblarar úr klúbbnum halda til Winchester á Englandi til að fagna 90 ára afmæli Round Table. -12. mars.
  • Siðameistari fær orðið
  • Tvö framboð til siðameistara komin fram. Konráð og Óskar tilkynntu framboð sín.

Fundi slitið 22:26

Mættir: Auðunn, Georg, Sigurður Óli, Daníel, Stefán, Konráð, Þórólfur, Óskar, Eyjólfur, Óttar, Birgir, Birkir Örn, Jón, Helgi, Sveinn og Logi

Boðuðu forföll: Jóhann, Almar, Marteinn, Rúnar, Davíð, Elvar og Þórhallur

Fundur 649 – Bakvið lás og slá

Haldinn af: Óttari, Nonna og Sveini

Hvar: Borgum, Norðurslóð

Hvenær: 20.02.2017 kl. 20:00

  1. Kynningarhringur
  2. Tilgangur Round Table utanbókar (Nonni)
  3. Skýrsla síðasta fundar, Páll.
  4. Ársreikningur síðasta starfsárs, Siggi Óli. (frestað )
  5. Fundur afhentur Óttari, Nonna og Sveini

Farið á meinafræðideild sjúkrahússins þar sem Hildur forstöðukona deildarinnar tók á móti okkur og fræddi okkur um starfssemi deildarinnar.

  1. Önnur mál
  • Næsti fundur, fundur 650 – Spilakvöld upp á líf og dauða, 06.03.17, í umsjá Þórhalls, Daníels og Birgis. Flott kynning hjá þeim.
  • Euromeeting 2017 í lúxemborg – 22.-28. maí
  • Formannspartý – 25. feb – Góðgerðaruppboðið
  • Birgir og Óttar kynntu fyrirhugaða veiðiferð í Fnjóská og voru að kanna áhuga klúbbsins á slíkri ferð. Ákveðið að taka áframhaldandi umræðu um málið á facebook.
  1. Siðameistari fær orðið
  2. Fundi slitið

Mættir: Almar, Auðunn, Birgir, Birkir Örn, Daníel, Davíð, Eyjó, Georg, Helgi, Jón, Konráð, Logi, Marteinn, Martin, Óskar, Óttar, Páll, Rúnar, Siggi Óli, Stefán, Þórhallur, Þórólfur, Sveinn

Gestir: Örn Rt12

Fundur 648 – Hvað er að gerast?

Haldinn af: RT7
Hvar: Hlíðarfjall
Hvenær: 06.02.17 kl. 19:30

  1. Skýrsla síðustu þriggja funda, Páll
  2. Kynningarhringur
  3. Tilgangur Roundtable utanbókar. (Gestur Arason RT7)
  4. Fundur afhentur Rt7
  5. Önnur mál
    • Næsti fundur, fundur 649 – bakvið lás og slá, 20.02.17, í umsjá Óttars, Nonna og Sveins.
    • Euromeeting 2017 í Luxemborg – 22-28 maí. Farið yfir mætingu – grúbba stofnuð á Facebook í tilefni þess.
    • Formannspartý – 25. febrúar – ítrekað með dagsetningu.
    • Fulltrúaráðsfundur – Hrauneyjum:
    • Farið yfir fundinn ásamt helginni í Hrauneyjum. Helgi nefndi að umræða um breytingu á 45 ára reglunni hafi komið erlendis frá en ekki frá stjórn RTÍ. Tillaga þess efnis var felld aðallega með þeim rökum að sökum fámennis á Íslandi, myndi ekki takast að mann klúbba ef útganga væri við 40 árin.
    • IRO var kosinn ( Jón okkar Ísleifs) var kosinn samhljóða.
    • Sumarútileiga: Rætt um dagsetningu 17. júní? Einnig var rætt um hvort taka ætti upp hóflegt gjald vegna mikils kostnaðar.
    • EMA eyjum í sumar. Siggi Óli nefndi hvort einhverjir ætluðu með honum þar sem hann væri kominn með húsnæði.
  6. Siðameistari fær orðið (Elvar Örn)
  7. Fundi slitið

Mættir RT5: Georg, Páll, Konni, Marteinn, Logi, Birgir, Elvar, Helgi, Stefán, Birkir Örn, Daníel, Eyjó, Sveinn, Rúnar, Siggi Óli.

Mættir RT7: Aron, Gestur, Tómas Ingi, Heiðar

Gestur RT1: Vignir Stefánsson.

Fundur 647-Skemmtikraftur

Fundur 647 – Skemmtikraftur

Haldinn af: Jóhanni, Elvari & Þóa.
Hvar: Orkulundur, Viðjulundi 1.
Hvenær: 23.01.17 kl. 20:00

1. Kynningarhringur.
2. Tilgangur Round Table utanbókar, Jóhann
3. Skýrsla síðustu tveggja funda, Páll
4. Ársreikningur síðasta starfsárs, Siggi Óli
5. Fundur afhentur Jóhanni, Elvari og Þóa.

  • Sigurvin Jónsson (fíllinn) kom í heimsókn, var með almenn gamanmál, sagði brandara og ruglaði í mönnum að endingu var hann með Pubquiz keppni sem Jóhann Davíð og Birgir rúlluðu upp.
  • 6. Önnur mál:
  • Næsti fundur, Fundur 648- Hvað er að gerast? 06.02.17, í umsjá RT7
  • Euromeeting 2017 í Lúxemborg – 22.-28. maí
  • Fulltrúaráðsfundur RTÍ 3-5. febrúar í Hrauneyjum, Haldinn af RT14 Selfossi.
  • Formannspartý – 25. febrúar.
  • Georg nefnir boli- jakka fyrir þá sem það vilja
  • Helgi talar um framboð – kosningar á fulltrúaráðsfundi, Konni, Þórhallur og.flr leggja orð í belg hverjir séu ákjósanlegastir.
  • Davíð nefnir hvort menn hafi hugsað eitthvað um húsnæðismálin. Þá er rætt annarsvegar um húsnæði sem hann veit um eða húsnæðið sem umræddur fundur var í viðjulundi.

7. Siðameistari fær orðið.

8. Fundi slitið.

Mættir: Almar, Auðunn, Birgir, Birkir Ö, Daníel, Davíð, Elvar, Eyjó, Georg, Helgi, Jóhann, Jón, Konni, Logi, Marteinn, Páll, Stefán, Þórhallur, Þórólfur, Sveinn.

Forföll: Birkir B, Martin, Óskar, Rúnar.