Haldinn af: Konna, Óskari og Loga
Hvar: Í Ökuskólanum Sunnuhlíð
Hvenær: 20.3.17
- Formaður setur fund klukkan kl. 20.00.
- Logi er settur ritari í fjarveru Pálls og Óttar er settur siðameistari í fjarveru Davíðs.
- Tilgangur Round Table lesinn utanbókar af Óskari.
- Logi les skýrslu síðasta fundar sem er samþykkt í kjölfarið.
- Fundur afhendur Loga, Konráði og Óskari. Farið var í nútíma ratleik. Myndir verða birtar á FB síðu klúbbsins og sigurvegarar kynntir á A-fundi.
- Formaður minnir félaga á að greiða félagsgjöld fyrir 31. mars. Allir hafa greitt inn á reikning eftir uppboðið og flestar styrktarlínur eru komnar í hús.
- Helgi og Óttar taka báðir til máls og hvetja menn til að greiða félagsgjöld fyrirfram. Þeir furða sig á hve margir eiga eftir að borga þegar svo stutt er eftir af starfsárinu. Eins og er þá er staða klúbbsins sterk en hún verður það ekki endilega alltaf.
- Fjórir nýir félagar voru bornir upp. Stefán sagði sig úr útbreiðslunefnd sökum ágreinings við formann. Þeir Börkur Már Hersteinsson, Kristinn Daníel Gunnarsson, Daníel Sigurður Eðavaldsson og Vilberg Brynjarsson voru allir samþykktir.
Fyrir var rætt um fyrirkomulag kosninga áður en nýjir félagar voru bornir upp. Hugmynd kom að klára kosningu á fundum en ekki eftir þá. Formaður lagði til að kosning á fundi verði bindandi og lokið. Allir viðstaddir fundinn samþykktu þessa tillögu formanns (meirihluti RT5.)
- Önnur Mál:
- Formaður segir frá Aðalfundi-A sem haldinn verður 3. apríl.
- Formaður segir stuttlega frá AGM sem haldinn verður í Keflavík, hvetur menn til að mæta. RT-5 IRO að kveðja landstjórn og annar RT-5 IRO að taka við.
- Formaður minnir menn á að skrá aukafundi. Ritari býr til skjal og setur inn á FB síðu klúbbsins, hver meðlimur skráir sína aukafundi.
- Konráð segir frá saltfiskskvöldinu. Haldið af RT-4. 6 frá RT-5 fóru og skemmtu sér konunglega.
- Óttar segir frá viðburði í Reykjavík þar sem undirrituð var viljayfirlýsing um aukið samstarf RT og OT. Nú virðist vera mikill hugur í OT.
- Óttar minnir menn á veiðiferð sem farin verður í sumar í Fnjóská. Óttar og Birgir halda utan um skipulagið. Ný veiðihús eru við Fnjóská 4×4 manna skálar auk matarskála.
- Siðameistari fær orðið
- Fundi slitið 23:20
Mættir: Logi, Óskar, Konráð, Georg, Auðunn, Þórólfur, Birgir, Birkir Örn, Þórhallur, Jón, Helgi, Eyjólfur, Stefán, Elvar, Sveinn, Óttar
Boðuðu forföll: Marteinn, Birkir Bald, Rúnar, Almar, Davíð