Dagsetning | Fundur | Fundarefni (alltaf 3 mín á númeraða fundi) | Umsjón/staðsetning |
2.maí | 552 | 1. fundur nýrrar stjórnar | Stjórn |
29 maí – 5 júní | Euromeeting Nicosia (Kýpur), númeramót | Kýpur | |
17-19 júní | Sumarútilega í Vaglaskógi | Varaformenn RT 4,5,7,9 | |
5.sep | 553 | Haustferð | Stjórn |
19.sep | 554 | Fyrirtækjaheimsókn | Njáll, Davíð og Siggi |
23. sept (fös) | Formannspartý | Veitinganefnd | |
3.okt | 555 | Spilakvöld | Hjalli og Þórólfur |
7-9 okt | 2. fundur fulltrúaráðs | RTÍ/Selfoss | |
17.okt | 556 | Lög og regla | Björn, Óttar og Eyjó |
28. okt (fös) | Keilumót RT4,5 og 7 | RT 5(7) Stjórn | |
14.nóv | 557 | Pontufundur | Óskar, Palli og Hjalti |
28.nóv | 558 | Stjörnur | Siggi Óli og Jón Ævar |
12.des | 559 | Jólabað | Veitinganefnd |
JÓLAFRÍ | |||
9.jan | 560 | Spikið burt | Njáll og Palli |
23.jan | 561 | Snobb | Hjalli og Eyjó |
6.feb | 562 | Dekur | Davíð og Óskar |
10-12 feb | 3. fundur fulltrúaráðs | RTÍ/Færeyjar | |
20.feb | 563 | Matarfundur | Veitinganefnd |
5.mar | 564 | Fyrirlesari | Óttar og Þórólfur |
19.mar | 565 | Surprice | Björn, Hjalti og Jón Ævar |
2.apr | 566 | Aðalfundur A | Stjórn og veitinganefnd |
14.apr | 567 | Aðalfundur B | Stjórn |
27-29 apríl | Aðalfundur RTÍ og Árshátíð | RTÍ/Vestmannaeyjar | |
14.maí | 568 | Fyrsti fundur nýrrar stjórnar | Stjórn |
Klúbburinn
Ársskýrsla 2010-2011
Ársskýrslu stjórnar RT5 Akureyri fyrir starfsárið 2010-2011 má nálgast með því að smella hér.
Fundur 543 Jólabaðið
Fundur 543 Jólabaðið 21. desember
Okkar árlega jólabað fór fram á Ytri Vík í Eyjafirði. Jólasagan hjá okkur var af frekar óhefðbundnu sniði þar sem teknar voru þriggja mínútna Jólasögur af hverjum og einum. Mikið var hlegið, drukkið og borðað assskoti góðan jólamat sem veitinganefnd og að sjálfsögðu okkar sjálfskipaði Kokkur Konni sá um.
Að sjálfsögðu var jólabaðið tekið í stóra pottinum í Ytri Vík, en ekki allir treystu sér eftir mikið át. Eftir vel heppnað kvöld var svo haldið af stað í rútunni heim og náðum við að festa okkur í brekkunni hjá Ytri-Vík. Nokkrir sannir teiblarar héldu áfram að skemmta sér í klúbbhúsinu og enduðu á öldurhúsi með tómt veskið eftir góða skemmtun.
Mættir voru: Birkir, Björn, Davíð, Elvar, Eyjó, Helgi, Hjalli, Jói, Jón, Nonni, Konni, Kristján, Njáll, Óskar og Óttar.
Gestir: Páll, Ívar, Þórólfur
Gamlir félagar: Árni Ingólfs, Baldur, Jói Oddgeirs, Kalli Ingimars, Gunni Bjössi
Fundarboð – Fundur 542
Sælir félagar
Fundurinn byrjar að venju kl. 20:00 stundvíslega. Dagskráin er sem hér segir en þó ekki endilega í tímaröð:
Með bestu kveðju
Formaðurinn
Fundur 538 – Fyrirlestur
11 okt.
Mætt var í sal ökuskólans þar sem óvæntur fyrirlesari var mættur til að
kynna fyrir okkur kynferðisofbeldi. Gréta Forvarnarfulltrúi Akureyrarbæjar
fór með okkur í gegnum alvarlega hluti og mikill áhugi og góð umræða
skapaðist. Það heyrðist á eldri félögum að svona alvarlegt en þarft málefni
hefði ekki verið rætt áður í klúbbnum.
fundinum var lokið með marengsköku, rauðvíni og ostum. en það síðarnefnda
(rauðvínið og ostana) keypti formaður okkar á uppboði dýrum dómum á síðasta
fulltrúarráðsfundi fyrir austan.
Eyjólfur og Konni voru með fundinn.