09.03.15
Fundurinn var haldinn í Ökuskóla Björns í Sunnuhlíð og bar yfirskriftina ,,Póker“. Fundurinn var í umsjá Sigga, Valdimars og Daníels
Dagskrá:
- Jón formaður setti fundinn kl. 20
- Kynningarhringur
- Tilgangur Round Table lesinn af Daníel
- Skýrsla síðasta fundar lesin af ritara.
- Skuldamál. Gjaldkeri fór létt yfir stöðuna.
- Önnur mál: Breytingartillaga um embætti siðameistara RTÍ. Í stað þess að kjósa siðameistara í 2 ár í senn yrði það á ábyrgð þess klúbbs sem heldur fundinn að velja siðameistara fyrir þann fund.
Njáll vill lækka aldur félagsmanna niður í 40 ár til að taka nokkra með sér.
Næsti fundur (617, Í gamla daga, Njáll, Eyjó og Guðmundur)
Siggi Óli var með umræðu um bjórstjóra klúbbsins, hvort að klúbburinn ætti að tengjast því embætti fjárhagslega. - Fundur afhentur Sigga, Valdímar og Daníel. Eins og nafn fundar bar til kynna þá fórum við í Póker. Gestur Arason úr RT7 var með kynningu á pókerreglum og í framhaldi af því spiluðum við Póker. Hver þáttakandi greiddi 1000 kr. til að vera með og fékk svo sigurvegarinn að launum að velja það góðgerðarmál sem að hann vildi styrkja með þessari upphæð. Símon stóð svo uppi sem sigurvegari.
- Siðameistari fór yfir sektir fundar.
- Fundi slitið kl 22:08
Eftirtaldir sátu fundinn:
Auðunn, Birkir Baldvinsson, Birkir Örn, Daníel, Elvar Örn, Eyjólfur, Georg, Guðmundur, Helgi, Hjálmar, Jón, Konni, Njáll seinn, Óskar, Óttar, Páll, Rúnar, Siggi Óli, Valdimar og Þói mætti seint
Gestir:
Almar Alfreðsson, Birgir Þór, Logi Ásbjörnsson, Gestur RT7 og Símon.
Eftirtaldir boðuðu forföll:
Hjalti, Stefán og Sverrir