Fundur 616

09.03.15                                               

Fundurinn var haldinn í Ökuskóla Björns í Sunnuhlíð og bar yfirskriftina ,,Póker“. Fundurinn var í umsjá Sigga, Valdimars og Daníels

Dagskrá:

  • Jón formaður setti fundinn kl. 20
  • Kynningarhringur
  • Tilgangur Round Table lesinn af Daníel
  • Skýrsla síðasta fundar lesin af ritara.
  • Skuldamál. Gjaldkeri fór létt yfir stöðuna.
  • Önnur mál: Breytingartillaga um embætti siðameistara RTÍ. Í stað þess að kjósa siðameistara í 2 ár í senn yrði það á ábyrgð þess klúbbs sem heldur fundinn að velja siðameistara fyrir þann fund.
    Njáll vill lækka aldur félagsmanna niður í 40 ár til að taka nokkra með sér.
    Næsti fundur (617, Í gamla daga, Njáll, Eyjó og Guðmundur)
    Siggi Óli var með umræðu um bjórstjóra klúbbsins, hvort að klúbburinn ætti að tengjast því embætti fjárhagslega.
  • Fundur afhentur Sigga, Valdímar og Daníel. Eins og nafn fundar bar til kynna þá fórum við í Póker. Gestur Arason úr RT7 var með kynningu á pókerreglum og í framhaldi af því spiluðum við Póker. Hver þáttakandi greiddi 1000 kr. til að vera með og fékk svo sigurvegarinn að launum að velja það góðgerðarmál sem að hann vildi styrkja með þessari upphæð. Símon stóð svo uppi sem sigurvegari.
  • Siðameistari fór yfir sektir fundar.
  • Fundi slitið kl 22:08

Eftirtaldir sátu fundinn:

Auðunn, Birkir Baldvinsson, Birkir Örn, Daníel, Elvar Örn, Eyjólfur, Georg, Guðmundur, Helgi, Hjálmar, Jón, Konni, Njáll seinn, Óskar, Óttar, Páll, Rúnar, Siggi Óli, Valdimar og Þói mætti seint

Gestir:

Almar Alfreðsson, Birgir Þór, Logi Ásbjörnsson, Gestur RT7 og Símon.

Eftirtaldir boðuðu forföll:

Hjalti, Stefán og Sverrir

Fundur 615

23.02.15                                               

Fundurinn var haldinn í Símey og bar yfirskriftina ,,Fyrirtækjaheimsókn“. Fundurinn var í umsjá Óskars, Rúnars og Hjalta

Dagskrá:

  • Jón formaður setti fundinn kl. 20
  • Kynningarhringur
  • Tilgangur Round Table lesinn af Rúnari
  • Skýrsla síðasta fundar lesin af ritara.
  • Fundur afhentur Óskari, Rúnari og Hjalta. Heimir Haraldsson verkefnastjóri Símey tók á móti okkur og fór yfir það helsta sem Símey gerir. Eftir það kom Snorri og hélt fyrir okkur viský námskeið, þar sem hann fór yfir sögu viský ásamt því að leyfa okkur að smakka hinar ýmsu tegundir.
  • Önnur mál:
    AGM í Eistlandi og Lettlandi 5-7 júní. Við fengum 2 aðgangsmiða, Siggi Óli og Rúnar munu fara, Konni er tilbúinn að stökkva á þetta ef annarhvor kemst ekki. Þetta var samþykkt á fundinum.
    Númeramót í Namur Belgíu, þeir sem ætla muna borga fyrir mánaðarmót áður en að mótsgjaldið hækkar.
    Árshátið 1-2 maí, Víkingarþema, hvetja sem flesta að mæta. Bóka gistingu sem fyrst.
    Næsti fundur (616. Póker í umsjá Sigga, Valdimars og Daníels)
    Birkir Baldvinsson var að kanna áhuga manna á bjórbruggun, það mál verður tekið fyrir á facebook.
    Helgi var svo með kynningu á ferðastyrk RTÍ, 3×60 þúsund.
  • Siðameistari fór yfir sektir fundar.
  • Fundi slitið kl 22:42

Eftirtaldir sátu fundinn:

Auðunn, Birkir Baldvinsson, Birkir Örn, Daníel, Georg, Guðmundur, Helgi, Hjalti, Hjálmar, Jón, Konni, Njáll seinn, Óskar, Óttar, Páll, Rúnar, Siggi Óli, Stefán, Valdimar.

Gestir:

Almar Alfreðsson, Logi Ásbjörnsson, Villi RT7, Gunnar RT7 og Símon.

Eftirtaldir boðuðu forföll:

Elvar Örn, Eyjólfur, Sverrir og Þói

Fundur 614

09.02.15                                               

Fundurinn var haldinn á Dvalarheimilinu Hlíð og bar yfirskriftina ,,Hvað er að gerast?“. Fundurinn var í umsjá RT7

Dagskrá:

  • Jón formaður setti fundinn 19
  • Fundur afhentur RT7. Farið var í bingó með eldri borgurum á dvalarheimilinu Hlíð þar sem fjöldinn allur var af flottum vinningum. Sunna sem er djákni í Glerárkirkju flutti smá erindi fyrir hópinn, las sögu og fékk hópinn til að syngja með sér. Boðið var upp á kökur, drykki og sherry. Þetta vakti mikla lukku bæði hjá gamla fólkinu ásamt starfsmönnum.
  • Kynningarhringur
  • Siggi Óli var samþykktur sem siðameistari í fjarveru Óttars siðameistara.
  • Tilgangur Round Table lesinn af Villa í RT7
  • Fundargerð síðasta fundar lesin af ritara.
  • Farið var yfir ferðasögu eftir fulltrúaráðsfundinn. Óskar var kosinn sjoppustjóri RTÍ. RT5 fékk skiptidíl við Eistland, 2 aðilar fá frítt skráningargjald á AGM í Eistlandi. Tími út febrúar til að svara, annars verður þessu úthlutað á annan RT klúbb.
  • Önnur mál:
    Sauðárkrókur ræddur, við verðum að hjálpa til við að fá fleiri félaga til að mæta á fundi hjá þeim, ef við þekkjum einhvern á svæðinu, endilega að fá þá til að skoða þetta.
    Jón formaður vildi að við myndum bæta þeim sem hafa verið að mæta sem gestir á fundi inn í facebook hópinn okkar til að koma þeim betur inn í hópinn.
    Árshátíðarnefnd er í vinnslu fyrir árshátíðina 2016 sem haldin er af RT5 og LC7. Georg verður formaður árshátíðarnefndar, Jón og Birkir verða einnig í nefndinni. Búið er að stofna sameiginlegan facebook hóp fyrir árshátíðarnefnd RT5 og LC7.
    Menn þurfa að huga að því að fara bóka gistingu fyrir árshátíðina sem er í Reykjavík, hótel að verða fullbókuð.
    Alheimsþing LC haldið í sumar á Akureyri, hvetja menn til að hjálpa stelpunum.
    Næsti fundur, Fundur 615, Fyrirtækjaheimsókn í umsjá Óskars, Rúnars og Hjalta.
  • Siggi Óli fór yfir sektir fundar.
  • Sævar siðameistari RT7 fór yfir sektir RT7 á fundinum.
  • Fundi slitið kl 22:01

Eftirtaldir sátu fundinn:

Birkir Örn, Elvar Örn, Eyjólfur, Georg, Guðmundur, Helgi, Hjálmar, Jón, Konni, Njáll, Rúnar og Siggi Óli

Gestir:

Logi Ásbjörnsson, Birgir Þór Ingason, Gestur RT7, Elli RT7, Pétur RT7, Sævar RT7, Guðmundur RT7, Villi RT7, Tryggvi Rt7 og Garðar RT7

Eftirtaldir boðuðu forföll:

Auðunn, Birkir Baldvinsson, Daníel, Hjalti, Óskar, Óttar, Páll, Stefán, Sverrir, Valdimar og Þói

Fundur 613

26.01.15                                               

Fundurinn var haldinn á Sjúkrahúsinu á Akureyri, Meinafræðideild og bar yfirskriftina ,,Líkaminn í krukku“. Fundurinn var í umsjá Auðuns og Páls

Dagskrá:

  • Jón formaður setti fundinn 20:00
  • Óskar skipaður siðarmeistari í fjarveru Óttars.
  • Kynningarhringur
  • Fundur afhentur Auðunn og Páli. Hildur hans Jóns formanns tók á móti okkur og fór yfir starf Meinafræðinga. Við fengum kynningu á þeirra starfsemi, fengum að sjá þau tæki sem þau vinna með og svo fengum við að sjá hin ýmsu líffæri í formalíni, ss. botnlanga, nýra, leg, ristil og endaþarm, brjóst og fóstur.
  • Tilgangur Round Table lesinn af Páli
  • Fundargerð síðasta fundar lesin af ritara.
  • Nýliði tekinn inn. Guðmundur Óskar Helgason.
  • Kynning og kosning um nýjan félaga (Auðunn). Símon Hjálmar Z. Valdimarsson var borinn upp og samþykktur, Aron Guðnason var borinn upp og samþykktur og Almar Alfreðsson var borinn upp og samþykktur.
  • Gjaldkeri fékk orðið. Reikningar afhendir vegna auglýsinga í félagatal.
  • Önnur mál:
    Fulltrúarráðsfundur á Egilsstöðum 6-7 feb. Formaður var að pressa á sem flesta að mæta.
    Nonni og Helgi fóru aðeins yfir gang mála varðandi nýja klúbbinn á Sauðárkróki, RT15, mjög mikilvægt að klára það verkefni með krafti og reyna að mæta á alla fundi hér eftir.
    Svo var smá umræða um Euromeeting í Namur í Belgíu.
    Næsti fundur, Fundur 614, Hvað er að gerast, RT7 sér um fundinn.
    Umræða um vinahornið, Konni með það, úthlutað í vikunni.
    Umræða um RT5 jakka, hægt að panta hjá JMJ, Birkir sér um að láta merkja.
  • Næst var formaður með almenna kynningu um Round Table.
  • Óskar fór yfir sektir fundar.
  • Fundi slitið kl 22:44

Eftirtaldir sátu fundinn:

Auðunn, Birkir Örn,  Birkir Baldvins, Elvar Örn, Georg, Guðmundur, Helgi, Hjalti, Hjálmar, Jón, Konni, Njáll, Óskar, Páll, Rúnar og Þói

Gestir:

Magni Ásgeirsson, Einar Hrafn, Rúnar Bjarnason og Birgir Þór.

Eftirtaldir boðuðu forföll:

Daníel, Eyjólfur, Óttar, Siggi Óli, Sverrir, Stefán og Valdimar

Fundur 612

12.01.15                                               

Fundurinn var haldinn í húsnæði Crossfit Akureyri, Njarðarnesi og bar yfirskriftina ,,Keppnis“. Fundurinn var í umsjá Hjálmars og Njáls.

Dagskrá:

  • Jón formaður setti fundinn 20:10
  • Kynningarhringur
  • Tilgangur Round Table lesinn af Njáli
  • Fundur afhentur Hjalla og Njáli. Farið var í Crossfit hjá Crossfit Akureyri þar sem við fengum bæði kynningu á Crossift og svo fengum við að spreytta okkur í ýmsum Crossfit æfingum þar sem keppt var til að mynda innbyrðis.
  • Fundargerðir síðustu tveggja funda lesnar af ritara.
  • Kynning og kosning um nýjan félaga (Auðunn). Rúnar Bjarnason var borinn upp og samþykktur. Gunnar Atli Fríðuson var borinn upp og samþykktur. Einar Hrafn Hjálmarsson var borinn upp og samþykktur. Birgir Þór Ingason var borinn upp og samþykktur. Logi Ásbjörnsson var borinn upp og samþykktur. Jóhann Þórhallsson var borinn upp og samþykktur.
  • Önnur mál:
    Fulltrúarráðsfundur á Egilsstöðum 6-7 feb. Ákveðið var að Georg sitji fund í fjarveru formanns.
    Næsti fundur. 19. feb. Fundur Hjá RT7. Í lausu lofti. Í umsjá Óttars, Elvars Ö og Helga.
    Næsti fundur RT5. Líkaminn í Krukku. Í umsjá Auðuns og Páls.
    Elvar Ö var með smá umræðu um Euromeeting
    Helgi: Reglur segja að Hjálmar eigi að geta verið annað ár.
  • Verlaunaafhending vegna Crossfit keppni. 3. sæti var Georg, 2. sæti var Páll og Crossfit teiblari RT5 2015 er Elvar Örn. Óttar fékk svo svindlverðlaunin.
  • Óttar siðameistari fór yfir sektir fundar.
  • Fundi slitið kl 22:38

Eftirtaldir sátu fundinn:

Auðunn, Birkir Örn,  Birkir Baldvins, Elvar Örn, Eyjólfur, Georg, Helgi, Hjalti, Hjálmar, Jón, Konni, Njáll, Páll, Rúnar, Siggi Óli og Sverrir.

Eftirtaldir boðuðu forföll:

Daníel, Elvar Lund, Jóhann Davíð, Óskar Þór, Stefán, Valdimar, Vignir, Þói,