Fundarboð – fundur nr. 553

Sælir félagar

Nú fer í gang starfsemi vetrar 2011-2012 hjá Roundtable 5.

Næsta mánudag (5. september) er fundur nr. 553 með yfirskriftina „Haustferð“ í umsjón stjórnar RT5.

Við munum hittast kl.19:00 í greninu (tímanlega) og gerum ráð fyrir að fara þaðan c.a. 19:15 á einkabílum í um 14 mínútna akstur. Söfnum saman í bíla og munum að þeir sem fá sér bjór eiga ekki að vera í bílstjórasætinu. Stefnum við á að borða saman í þessari ferð um kl 20:00. Ýmis mál verða tekin upp og verður frekari dagskrá send í kvöld þar sem stjórn RT5 mun hittast í kvöld og fara yfir vetrarstarfið (með kannski 1 öl við hönd).

Ég geri ekki ráð fyrir að senda sms á alla fyrir hvern fund enda eru félagsmenn ekki 8 ára og ef menn eru minnislausir þá er vert að benda á remainder í símanum ykkar. Mér þætti vænt um að menn meldi sig hér svo við vitum þáttöku m.t.t. matarinnkaupa.

Sjáumst hressir elskurnar mínar.

Flotti formaðurinn.

Fundur nr. 552 – 1. fundur nýrrar stjórnar

Sælir kæru félagar
 
Ég boða hér með til fundar nr. 552, mánudaginn 2. maí 2011.  Fundurinn hefur yfirskriftina „fyrsti fundur nýrrar stjórnar“ og er hann jafnframt sá síðasti fyrir sumarfrí.
Biðst afsökunar á hve seint boðin berast en það hefur verið mjög óljóst hvort fráfarandi formaður léti af störfum.
 Enn hafa lyklar að Greni (klúbbhúsi) sem og taska formanns EKKI skilað sér til núverandi formanns og vona ég að hann geri okkur kleift að halda fundinn í kvöld :). Einnig vil ég nota tækifærið og benda núverandi vefstjóra á að nota tímann sem notaður hefur verið við að skrifa EKKI-fréttir að taka heldur til á heimasíðu klúbbsins.
 
Mæting er kl. 20:00 í RT-grenið og munum við snæða Pizzu eins og seinustu ár og er áætlað að fundur standi til kl. 22:30.
 
Hér í fylgiskjali má finna tillögu að rekstrar- og starfsáætlun fyrir árið 2011-2012. Vinsamlegast kynnið ykkur tillöguna og komið með athugasemdir i kvöld. Þess má geta að áætlunin verður ekki prentuð út að ósk eiginkonu Vefstjóra en verður í staðinn varpað upp á tjald, þannig er hægt að gera breytingar fyrir allra augum. Gera má ráð fyrir breytingum á dagsetningum funda á vegum RTÍ í kjölfar nýliðins Aðalfundar RTÍ.
 
Dagskrá:
Fundur settur
Inntaka nýliða
Matur (pizzuveisla)
Tillaga að starfs- og rekstraráætlun 2011-2012
B-fundur (samantekt)
Aðalfundur RTÍ (samantekt)
Færeyjar (ef tími gefst til)
Syndir siðameistara
3 mínútur
Önnur mál
Fundi slitið
 
Kveðja
Fomaðurinn

Fundarboð – Fundur 542

Sælir félagar

Ég boða hér með til fundar nr. 542. Fundurinn verður haldinn í gamla salnum okkar að Furuvöllum 3, fyrir ofan Straumrás.

Fundurinn byrjar að venju kl. 20:00 stundvíslega. Dagskráin er sem hér segir en þó ekki endilega í tímaröð:

Komum okkur fyrir í salnum og setjum upp RT5 muni
Kynning á nýjum félögum
3 mínútur
Jólabaðið
Önnur mál


Með bestu kveðju
Formaðurinn