Jólabað

Næstkomandi mánudag verður hið árlega jólabað RT5 félaga og miðað við póstsendingar manna á milli síðustu daga er komin allnokkur stemmning í menn og stefnir í stórkostlegan fund.  Því hefur verið fleygt í póstum að RT5 félagar ætli að mæta í hinum ýmsu útgáfum af sundfatnaði. Á fundinn munu mæta 5 væntanlegir nýliðar í klúbbnum og einnig munu einhverjir eldri félagar mæta. 

Mætir einhver í svona dressi??

Það er sem sagt massafundur í uppsiglingu og rífandi stemmari kominn í mannskapinn sem er vel. Til þess að hafa sem flest á hreinu þá eru hér upplýsingar sem gætu komið að góðum notum.

Jólabað er í boði veitinganefndar. Í veitinganefnd sitja eftirfarandi félagar:
Björn – Formaður og bjórstjóri
Hjalli
Jói
Jón Ævar
Þar sem þessi fagri hópur inniheldur nokkrar af gamalreyndum fallbyssum RT5 hef ég engar áhyggjur af skipulagningu þessar fundar en bendi þó á að allir eru að sjálfsögðu boðnir og búnir að hjálpa til ef eitthvað þarf að græja eða gera.

Mæting í RT grenið að furuvöllum 3 með skýluna og handklæðið.
Mætir einhver í svona dressi, úfff???

Dagskrá:

19:00 – brottför frá greninu
19:30 – fundur settur
19:32 – tilgangur roundtable
19:35 – kynningarhringur
19:45 – 3 mínútur/jólasaga
20:30 – matur og ferðahappdrætti
21:15 – jólabaðið
23:00 – haldið af stað heim
23:30 – koddinn eða teibla?

Það er þó ein spurning frá vefstjóra til þeirra sem að sáu um ratleikinn fyrr í haust. Munu úrslitin verða kynnt á Jólafundinum.

Mottu – Nóvember Movember.

Mottu – Nóvember Movember.

Félagar og vinir.

Ég vil hvetja þá sem ætla sér að taka þátt í Movember að skrá sig á http://www.movember.com

Þar er hægt að nálgast allar upplýsingar um þetta átak Round Table  á alþjóðavísu

og hvet ég þig félagi góður að kynna þér málið og taka þátt.

„Movember“ þekkjum við hér heima sem „Mottumars“ og er tilgangur að vekja karlmenn
sem komnir eru yfir fertugt á ristilkrabbameini (og reyndar krabbameini almennt,
þó með áherslu á það fyrrnefnda). Ekki er endilega um fjáröflun að ræða heldur
almennt að menn séu vakandi fyrir þessum sjúkdómi og þekki einkenni.
Almennt umtal er ekki síðra en fjáröflun.
Talsvert var farið yfir þessi mál í Dubai og eru RTBI (Bretland og Írland) sem fara yfir þessu átaki.

Smá um átakið
Hvað gera forvarnir?

Þegar menn er komnir yfir fertugt aukast líkurnar á því að fá krabbamein. Því er mikilvægt að þekkja almenn einkenni. Við leggjum því áherslu á að kynna einkenni algengustu krabbameina og að auka umræðuna í þjóðfélaginu, því krabbamein er ekki feimnismál. Einnig leggur Krabbameinsfélagið sérstaka áherslu á að hafin verði ristilkrabbameinsleit.

Hvað getur þú gert?

Smábreytingar í daglegu lífi, málið snýst ekki bara um krabbamein heldur almennt betra heilsufar og líðan. Hægt er að koma í veg fyrir að minnsta kosti 1 af hverjum 3 krabbameinum með breyttum lífsstíl.
Vertu vakandi fyrir einkennum og þekktu líkama þinn. Ef einkenni koma fram og eru ekki horfin eftir þrjár til fjórar vikur ættir þú að leita til læknis.

Þeir sem vilja kynna sér átakið hjá Krabbameinsfélaginu gera farið á heimasíðu félagsins http://www.karlmennogkrabbamein.is

Tekið af heimasíðu RTÍ c/o Þórhallur Harðarson

Pílumót Húsavík

Næsta föstudag (29 okt) verður pílumót RT 4-5 og 7 á Húsavík.
Planið er að fara með Sjöumönnum til Húsavíkur og væri skemmtilegast að taka Kálf saman.
Spurning er hversu margir mæta frá RT 5?
Endilega látið vita svo við getu pantað bíl við hæfi.
Gerir ráð fyrir að við leggjum af stað um kvöldmatarleitið og komum til baka rétt uppúr miðnætti (óstaðfest tímasetning).