Fundur 650 – Spilakvöld upp á líf og dauða

Haldinn af: Þórhalli, Daníel og Birgi

Hvar: Píludeild Þór, Þórsstúkunni og á Borgum

Hvenær: 06.03.2017 kl. 20.00

 

  • Tilgangur Round Table lesinn af Birgi.
  • Fundur afhentur Daníel og Birgi.
    • Pílumót haldið í Píludeild Þórs í Þórsstúkunni. Lið nr. 3 bar af og stóð uppi sem sigurvegari, Sveinn, Þórólfur, Birkir Örn og Jón.
  • Konráð skipaður siðameistari og Logi skipaður ritari.
  • Skýrsla síðasta fundar tekin fyrir og samþykkt með smávægilegum breytingum.
  • Ársreikningur síðasta starfsárs tekinn fyrir. Sigurður Óli kynnti fyrir hópnum. Ársreikningur Samþykktur.
  • Önnur mál:
    • Næsti fundur 651 – Ratleikur í umsjá Konráðs, Óskars og Loga.
    • Euromeeting 22.-28. maí
    • Formannspartý – Frábært kvöld, formaður fær mikið hrós fyrir boðið. Ábending: Reyna að klára uppboðið fyrr t.d. fyrir 24.00. Hugmynd kom að byrja kvöldið fyrr. Innheimtur ganga vel. 818.500kr söfnuðust.
    • Sveinn segir frá Vinahorninu. Heimboð með mökum. Helgi Rúnar fékk vinahornið í sínar hendur.
    • Fimm teiblarar úr klúbbnum halda til Winchester á Englandi til að fagna 90 ára afmæli Round Table. -12. mars.
  • Siðameistari fær orðið
  • Tvö framboð til siðameistara komin fram. Konráð og Óskar tilkynntu framboð sín.

Fundi slitið 22:26

Mættir: Auðunn, Georg, Sigurður Óli, Daníel, Stefán, Konráð, Þórólfur, Óskar, Eyjólfur, Óttar, Birgir, Birkir Örn, Jón, Helgi, Sveinn og Logi

Boðuðu forföll: Jóhann, Almar, Marteinn, Rúnar, Davíð, Elvar og Þórhallur

Fundur 649 – Bakvið lás og slá

Haldinn af: Óttari, Nonna og Sveini

Hvar: Borgum, Norðurslóð

Hvenær: 20.02.2017 kl. 20:00

  1. Kynningarhringur
  2. Tilgangur Round Table utanbókar (Nonni)
  3. Skýrsla síðasta fundar, Páll.
  4. Ársreikningur síðasta starfsárs, Siggi Óli. (frestað )
  5. Fundur afhentur Óttari, Nonna og Sveini

Farið á meinafræðideild sjúkrahússins þar sem Hildur forstöðukona deildarinnar tók á móti okkur og fræddi okkur um starfssemi deildarinnar.

  1. Önnur mál
  • Næsti fundur, fundur 650 – Spilakvöld upp á líf og dauða, 06.03.17, í umsjá Þórhalls, Daníels og Birgis. Flott kynning hjá þeim.
  • Euromeeting 2017 í lúxemborg – 22.-28. maí
  • Formannspartý – 25. feb – Góðgerðaruppboðið
  • Birgir og Óttar kynntu fyrirhugaða veiðiferð í Fnjóská og voru að kanna áhuga klúbbsins á slíkri ferð. Ákveðið að taka áframhaldandi umræðu um málið á facebook.
  1. Siðameistari fær orðið
  2. Fundi slitið

Mættir: Almar, Auðunn, Birgir, Birkir Örn, Daníel, Davíð, Eyjó, Georg, Helgi, Jón, Konráð, Logi, Marteinn, Martin, Óskar, Óttar, Páll, Rúnar, Siggi Óli, Stefán, Þórhallur, Þórólfur, Sveinn

Gestir: Örn Rt12

Fundur 648 – Hvað er að gerast?

Haldinn af: RT7
Hvar: Hlíðarfjall
Hvenær: 06.02.17 kl. 19:30

  1. Skýrsla síðustu þriggja funda, Páll
  2. Kynningarhringur
  3. Tilgangur Roundtable utanbókar. (Gestur Arason RT7)
  4. Fundur afhentur Rt7
  5. Önnur mál
    • Næsti fundur, fundur 649 – bakvið lás og slá, 20.02.17, í umsjá Óttars, Nonna og Sveins.
    • Euromeeting 2017 í Luxemborg – 22-28 maí. Farið yfir mætingu – grúbba stofnuð á Facebook í tilefni þess.
    • Formannspartý – 25. febrúar – ítrekað með dagsetningu.
    • Fulltrúaráðsfundur – Hrauneyjum:
    • Farið yfir fundinn ásamt helginni í Hrauneyjum. Helgi nefndi að umræða um breytingu á 45 ára reglunni hafi komið erlendis frá en ekki frá stjórn RTÍ. Tillaga þess efnis var felld aðallega með þeim rökum að sökum fámennis á Íslandi, myndi ekki takast að mann klúbba ef útganga væri við 40 árin.
    • IRO var kosinn ( Jón okkar Ísleifs) var kosinn samhljóða.
    • Sumarútileiga: Rætt um dagsetningu 17. júní? Einnig var rætt um hvort taka ætti upp hóflegt gjald vegna mikils kostnaðar.
    • EMA eyjum í sumar. Siggi Óli nefndi hvort einhverjir ætluðu með honum þar sem hann væri kominn með húsnæði.
  6. Siðameistari fær orðið (Elvar Örn)
  7. Fundi slitið

Mættir RT5: Georg, Páll, Konni, Marteinn, Logi, Birgir, Elvar, Helgi, Stefán, Birkir Örn, Daníel, Eyjó, Sveinn, Rúnar, Siggi Óli.

Mættir RT7: Aron, Gestur, Tómas Ingi, Heiðar

Gestur RT1: Vignir Stefánsson.

Fundur 647-Skemmtikraftur

Fundur 647 – Skemmtikraftur

Haldinn af: Jóhanni, Elvari & Þóa.
Hvar: Orkulundur, Viðjulundi 1.
Hvenær: 23.01.17 kl. 20:00

1. Kynningarhringur.
2. Tilgangur Round Table utanbókar, Jóhann
3. Skýrsla síðustu tveggja funda, Páll
4. Ársreikningur síðasta starfsárs, Siggi Óli
5. Fundur afhentur Jóhanni, Elvari og Þóa.

  • Sigurvin Jónsson (fíllinn) kom í heimsókn, var með almenn gamanmál, sagði brandara og ruglaði í mönnum að endingu var hann með Pubquiz keppni sem Jóhann Davíð og Birgir rúlluðu upp.
  • 6. Önnur mál:
  • Næsti fundur, Fundur 648- Hvað er að gerast? 06.02.17, í umsjá RT7
  • Euromeeting 2017 í Lúxemborg – 22.-28. maí
  • Fulltrúaráðsfundur RTÍ 3-5. febrúar í Hrauneyjum, Haldinn af RT14 Selfossi.
  • Formannspartý – 25. febrúar.
  • Georg nefnir boli- jakka fyrir þá sem það vilja
  • Helgi talar um framboð – kosningar á fulltrúaráðsfundi, Konni, Þórhallur og.flr leggja orð í belg hverjir séu ákjósanlegastir.
  • Davíð nefnir hvort menn hafi hugsað eitthvað um húsnæðismálin. Þá er rætt annarsvegar um húsnæði sem hann veit um eða húsnæðið sem umræddur fundur var í viðjulundi.

7. Siðameistari fær orðið.

8. Fundi slitið.

Mættir: Almar, Auðunn, Birgir, Birkir Ö, Daníel, Davíð, Elvar, Eyjó, Georg, Helgi, Jóhann, Jón, Konni, Logi, Marteinn, Páll, Stefán, Þórhallur, Þórólfur, Sveinn.

Forföll: Birkir B, Martin, Óskar, Rúnar.

Fundur 646-Steikin burt

Fundur 646 – Steikin burt

Haldinn af: Birgir, Birkir & Birkir
Hvar: Lóni, Hrísalundi
Hvenær: 09.01.17 kl. 20:00

1. Kynningarhringur.
2. Tilgangur Round Table utanbókar, Birkir B.
3. Ársreikningur síðasta starfsárs.
4. Fundur afhentur Birgir, Birkir & Birkir.

Hulda veganisti kom og fræddi okkur um veganisma þar sem urðu nokkuð fjörugar umræður. Síðan var okkur boðið upp á rétti sem veganistar borða gjarnan.
5. Önnur mál:
• Fundur fyrir RT7 – Óvænta uppákoma, 16.01.17, í umsjá Helga, Rúnars & Almars.
• Næsti fundur, Fundur 647 – Skemmtikraftur, 23.01.17, í umsjá Jóhanns D, Elvars & Þóa.
• Euromeeting 2017 í Lúxemborg.
• Fulltrúarráðsfundur RTÍ 3-5. febrúar í Hrauneyjum, Haldinn af RT14 Selfossi
• Formannspartý.
6. Siðameistari fær orðið.
7. Fundi slitið.

Mættir: Auðunn, Birgir, Birkir B, Birkir Ö, Daníel, Elvar, Eyjó, Georg, Helgi, Jón, Logi, Marteinn, Óskar, Óttar, Páll, Stefán, Þórhallur, Þórólfur.

Forföll: Almar, Davíð, Konni, Martin, Rúnar, Sigurður, Sveinn.