Fundur 650 – Spilakvöld upp á líf og dauða

Haldinn af: Þórhalli, Daníel og Birgi

Hvar: Píludeild Þór, Þórsstúkunni og á Borgum

Hvenær: 06.03.2017 kl. 20.00

 

  • Tilgangur Round Table lesinn af Birgi.
  • Fundur afhentur Daníel og Birgi.
    • Pílumót haldið í Píludeild Þórs í Þórsstúkunni. Lið nr. 3 bar af og stóð uppi sem sigurvegari, Sveinn, Þórólfur, Birkir Örn og Jón.
  • Konráð skipaður siðameistari og Logi skipaður ritari.
  • Skýrsla síðasta fundar tekin fyrir og samþykkt með smávægilegum breytingum.
  • Ársreikningur síðasta starfsárs tekinn fyrir. Sigurður Óli kynnti fyrir hópnum. Ársreikningur Samþykktur.
  • Önnur mál:
    • Næsti fundur 651 – Ratleikur í umsjá Konráðs, Óskars og Loga.
    • Euromeeting 22.-28. maí
    • Formannspartý – Frábært kvöld, formaður fær mikið hrós fyrir boðið. Ábending: Reyna að klára uppboðið fyrr t.d. fyrir 24.00. Hugmynd kom að byrja kvöldið fyrr. Innheimtur ganga vel. 818.500kr söfnuðust.
    • Sveinn segir frá Vinahorninu. Heimboð með mökum. Helgi Rúnar fékk vinahornið í sínar hendur.
    • Fimm teiblarar úr klúbbnum halda til Winchester á Englandi til að fagna 90 ára afmæli Round Table. -12. mars.
  • Siðameistari fær orðið
  • Tvö framboð til siðameistara komin fram. Konráð og Óskar tilkynntu framboð sín.

Fundi slitið 22:26

Mættir: Auðunn, Georg, Sigurður Óli, Daníel, Stefán, Konráð, Þórólfur, Óskar, Eyjólfur, Óttar, Birgir, Birkir Örn, Jón, Helgi, Sveinn og Logi

Boðuðu forföll: Jóhann, Almar, Marteinn, Rúnar, Davíð, Elvar og Þórhallur

Skildu eftir svar