Fundur 614

09.02.15                                               

Fundurinn var haldinn á Dvalarheimilinu Hlíð og bar yfirskriftina ,,Hvað er að gerast?“. Fundurinn var í umsjá RT7

Dagskrá:

  • Jón formaður setti fundinn 19
  • Fundur afhentur RT7. Farið var í bingó með eldri borgurum á dvalarheimilinu Hlíð þar sem fjöldinn allur var af flottum vinningum. Sunna sem er djákni í Glerárkirkju flutti smá erindi fyrir hópinn, las sögu og fékk hópinn til að syngja með sér. Boðið var upp á kökur, drykki og sherry. Þetta vakti mikla lukku bæði hjá gamla fólkinu ásamt starfsmönnum.
  • Kynningarhringur
  • Siggi Óli var samþykktur sem siðameistari í fjarveru Óttars siðameistara.
  • Tilgangur Round Table lesinn af Villa í RT7
  • Fundargerð síðasta fundar lesin af ritara.
  • Farið var yfir ferðasögu eftir fulltrúaráðsfundinn. Óskar var kosinn sjoppustjóri RTÍ. RT5 fékk skiptidíl við Eistland, 2 aðilar fá frítt skráningargjald á AGM í Eistlandi. Tími út febrúar til að svara, annars verður þessu úthlutað á annan RT klúbb.
  • Önnur mál:
    Sauðárkrókur ræddur, við verðum að hjálpa til við að fá fleiri félaga til að mæta á fundi hjá þeim, ef við þekkjum einhvern á svæðinu, endilega að fá þá til að skoða þetta.
    Jón formaður vildi að við myndum bæta þeim sem hafa verið að mæta sem gestir á fundi inn í facebook hópinn okkar til að koma þeim betur inn í hópinn.
    Árshátíðarnefnd er í vinnslu fyrir árshátíðina 2016 sem haldin er af RT5 og LC7. Georg verður formaður árshátíðarnefndar, Jón og Birkir verða einnig í nefndinni. Búið er að stofna sameiginlegan facebook hóp fyrir árshátíðarnefnd RT5 og LC7.
    Menn þurfa að huga að því að fara bóka gistingu fyrir árshátíðina sem er í Reykjavík, hótel að verða fullbókuð.
    Alheimsþing LC haldið í sumar á Akureyri, hvetja menn til að hjálpa stelpunum.
    Næsti fundur, Fundur 615, Fyrirtækjaheimsókn í umsjá Óskars, Rúnars og Hjalta.
  • Siggi Óli fór yfir sektir fundar.
  • Sævar siðameistari RT7 fór yfir sektir RT7 á fundinum.
  • Fundi slitið kl 22:01

Eftirtaldir sátu fundinn:

Birkir Örn, Elvar Örn, Eyjólfur, Georg, Guðmundur, Helgi, Hjálmar, Jón, Konni, Njáll, Rúnar og Siggi Óli

Gestir:

Logi Ásbjörnsson, Birgir Þór Ingason, Gestur RT7, Elli RT7, Pétur RT7, Sævar RT7, Guðmundur RT7, Villi RT7, Tryggvi Rt7 og Garðar RT7

Eftirtaldir boðuðu forföll:

Auðunn, Birkir Baldvinsson, Daníel, Hjalti, Óskar, Óttar, Páll, Stefán, Sverrir, Valdimar og Þói

Skildu eftir svar