07.03.15
Fundur 633 haldin Mánudaginn 7. Mars 2016. Yfirskrift fundarins var spil og haldin af Elvari, Loga og Danna.
Dagskrá:
- Fundur settur klukkan 20:00
- Gummi les tilgang RoundTable.
- Fundargerðir síðustu tveggja lesnar og samþykktar.
- Fundur afhentur Elvari, Loga og Danna.
- Feðgarnir Frímann Stefánsson og Villhjálmur Stefánsson kynna Bridge
- Skipt er í lið og mini bridge spilað, minni útgáfa af brids.
- Boðið er uppá veitingar meðan spilað er, kex, brauð, ávaxtasalat og drykkir.
- Erlend ferðamál rædd, Euromeeting í Eistlandi og AGM í Finnlandi, 50 þúsund króna styrkur og frípassi og hótel ef farið er til Finnlands.
- Rætt í því framhaldi ferðasjóðinn eftir Euromeeting 2012 á íslandi.
- Birkir ræðir saltfiskkvöldið hjá RT4 þann 12. Mars, hverjir ætla?
- Birkir kynnir meðlim til að bjóða upp, Martin, og er hann samþykktur.
- Kynningarhringur, Helgi hvetur menn til að styrkja hann og gott málefni í mottumars, síðasti almenni fundurinn hans Hjálmars, byrjaði árið 1998 í hreyfingunni.
- Hjálmar talar um mottumars og mikilvægi þess.
- Siðameistari fær orðið, Gummi fær sekt fyrir eitt vitlaust orð í tilgangi RoundTable, siðameistari hefur aldrei séð jafn mikla símanotkun en hjá Davíð og fær hann sekt. Óttar fær sekt fyrir langa kynningu í kynningarhring, Siggi Óli fær sekt fyrir að hafa skuld hjá siðameistara í árgjaldi, Helgi fær sekt fyrir lengd kynningu í kynningarhring, Hjálmar fyrir pinnaleysi og Birkir formaður fyrir að halda kynningarhring of seint.
- Fundi slitið 22:23.
Eftirtaldi sátu fundinn:
Almar, Auðunn, Birgir, Birkir Örn, Daníel, Davíð, Elvar, Eyjólfur, Georg, Gummi, Helgi, Hjálmar, Jóhann, Logi, Óttar, Palli, Rúnar, Siggi Óli, Stefán, Þórólfur, Þórhallur
Boðuð forföll:
Birkir Baldvins, Jón Ísleifs, Konráð, Óskar,