Fyrsti fundur nýrrar stjórnar.
Fundinn sátu: Birkir, Björn, Elvar, Helgi, Hjalti, Hjálmar, Jóhann, Jón, Konráð, Kristján, Njáll, Óskar, Óttar, Páll, Sigurður og Þórólfur. Guðmundur H. Gústavsson var gestur.
Við byrjuðum á kynningarhring. Því næst fengu allir íslenskt brennivín í staup til að skála fyrir nýliðanum, Sigga Óla. En fyrst þurfti hann að segja hvað allir hétu. Ef hann klikkaði á nafni fékk hann staupið hjá viðkomandi. Hann klikkaði á fimm. Svo fékk hann önnur fimm frá þeim sem ekki drukku sín. Einnig fékk hann mjög stórt glas af bjór (5-6 litlir bjórar) til að drekka með öllum staupunum.
Óskar fór svo yfir það helsta sem gerðist á B-fundinum. Þetta var náttúrulega svaka ferð og mjög skemmtileg. Á meðan við borðuðum þessa líka góðu Greifa pizzur (allir nema Siggi því hann var orðinn vel hífaður) var árshátíðin rædd og fengum við nokkrar góðar sögur þaðan. Hjalli kynnti fyrir okkur golfmót hjá RT2 og athugaði áhuga okkar á að vera með. Líka frá golfmóti RT9 í júlí og sömuleiðis hvort við ættum að hafa golfmót samhliða útilegunni. Hjalli talaði líka um trjálund RT og að vinna við hann færi að hefjast og óskaði eftir því að við myndum sameinast í bíla og aðstoða.
Næst kynnti Elvar fundaplanið fyrir næsta vetur. Hann talaði um útileguna sem verður helgina 17.- 19. júní og vill að við auglýsum hana vel og tímalega fyrir öðrum RT klúbbum. Samþykkt var tillaga um að hafa maka með á næsta A-fund. Við leggjum mikla áherslu á Færeyjar fundin sem verður í febrúar og viljum að sem flestir mæti á hann og sást það á því hve miklum pening var úthlutað á hann. Ekki verða fundir sem eru á öðrum dögum en mánudögum númeraðir. Svo var Kýpur líka nefnd sérstaklega og fara tveir frá okkur þangað. Við ætlum að sækja um númeramót fyrir árið 2013 og þurfum við að bretta upp ermar og hafa kynningarefni klárt. Ræddar voru nokkrar hugmyndir í sambandi við það og var ákveðið að halda sérstakan fund fyrir það verkefni. Óskar kynnti fyrir okkur góðgerðaklúbb sem stofnaður var á síðasta aðalfundi RT. Hann útskýrði svo fyrir okkur kubbinn sem hann keypti og leggur til að verði notaður sem fánastöng á næstu fulltrúaráðsfundum.
Konni fór svo yfir syndir siðameistara frá B-fundi. Þeir sem ekki komu með sínar refsingar fengu meiri refsingu. Eyjólfur þarf að koma með 5 president. Njáll þarf að sjá um gos á alla fundi fyrir áramót og Óskar eftir áramót því hann gerði ekki allar armbeygjurnar sínar. Jón Ævar braut líka sína refsingu og verður auka refsing ákveðin síðar.
Að lokum voru 3 mínútur og umræðan var „Hvað á að gera í sumar?“ Þar var útilega og að ferðast innanlands í uppáhaldi. Nýliðinn hann Siggi Óli lifði fundinn af þó það hafi verið tvísýnt á köflum.