Dagsetning | Fundur | Fundarefni | Umsjón |
15.maí | 654 | 1. fundur nýrrar stjórnar | Stjórn |
9-11.júní | Sumarútilega í Skagafirði | Varaformenn RT4-5-7-15 | |
16. September | 655 | Haustferð | Stjórnin |
18.sept | 656 | RT Workshop | Daníel E, Birkir, Helgi |
2.okt | 657 | Adrenalín-kikk | Stefán Hrafn, Birgir, Logi |
16.okt | 658 | Oldtablerfest | Marteinn, Þórhallur, Hjalli |
20. okt | Áskorun RT 4, RT 5, RT 7, RT 15 | RT 7 | |
30.okt | 659 | Gourmet/Michelin | Konráð, Jón Ísleifs, Almar |
11. nóv | Formannspartý | Veitinganefnd | |
13.nóv | 660 | Pontufundur | Rúnar, Logi |
27.nóv | 661 | Fyrirtækjaheimsókn | Þórólfur, Óskar Þór |
9.des | 662 | Jólafundur | Veitinganefnd |
Jólaball RT og LC | Varaformenn LC og RT | ||
8.jan | 663 | Ungir vs. Gamlir | Davíð, Eyjólfur, Almar |
22.jan | 664 | RT 7 heldur fund RT5 | RT 7 |
29. Jan | RT 5 heldur fund RT7 | Þórhallur, Jón Ísleifs, | |
5.feb | 665 | Póker og Púrtvín | Daníel Starrason, Georg |
19.feb | 666 | 666 | Daníel St, Birkir, Óskar |
5.mar | 667 | Líkfundur | Helgi, Börkur |
19.mar | 668 | Ratleikur | Rúnar, Stefán Hrafn |
16.apr | 669 | A-fundur | Stjórn |
21.apr | 670 | B-fundur | Stjórn |
4. – 6. maí | AGM LC 1 & RT 7 á Akureyri | Varaformenn RT4-5-7-15 | |
14. maí | 671 | Fyrsti fundur nýrrar stjórnar | Stjórn |
Forsíða
Setja fréttir líka í þennan flokk sem eiga að birtast á forsíðu
Nefndir og embætti 2017-2018
Stjórn
Formaður: Auðunn Níelsson
Varaformaður: Sigurður Óli Sveinsson
Gjaldkeri: Elvar Örn Birgisson
Ritari / vefstjóri: Sveinn Arnarsson
Veitinganefnd
Marteinn B. Haraldsson (formaður og bjórstjóri)
Konráð V. Þorsteinsson
Daníel Starrason
Útbreiðslunefnd
Stefán Hrafn Stefánsson (formaður)
Birgir Þór Ingason
Almar Alfreðsson
Uppstillinganefnd
Sigurður Óli Sveinsson
Þórólfur Ómar Óskarsson
Marteinn B. Haraldsson
Vefstjóri
Sveinn Arnarsson
Skoðunarmaður reikninga
Birkir Baldvinsson
Siðameistari
Þórólfur Ómar Óskarsson
IRO
Georg Fannar Haraldsson
Fundur 653 – Aðalfundur B
Haldinn af: Stjórn
Mæting: Litla Kaffistofan, fundarstaður er óvæntur
Hvenær: 08.04.17 kl 9:45 á Litlu Kaffistofuna, fundur hefst kl 12:00
Budget: 300.000 kr.
- Kynningarhringur.
- Tilgangur Round Table utanbókar, Siggi Óli.
- Skýrsla formanns (Georg)
- Ársreikningur starfsárs 2016-2017
- Skýrsla síðasta fundar.
- Formenn nefnda fara yfir störf vetrarins
- Logi sem formaður veitinganefndar og bjórstjóri. Fór yfir sín mál og Þórhallur óskaði eftir þarfagreiningu á nefnd.
- Rúnar sem formaður útbreiðslunefndar. Hann talaði um að Vilberg finnist ekki en að Börkur og Daníel lofi góðu. Mikilvægt að fá nýja menn inn þar sem margir séu að detta út.
- Önnur mál:
- Óskar hvetur menn til að vera duglegri að vera með 3 mín.
- Helgi talar um árshátíðina að það verði gaman að heimasækja suðurnesin.
- Þórhallur nefnir að það eigi eftir að breyta á heimasíðunni uppl. um formenn og nefndir síðan 2014-2015
- Næsti fundur, Fundur 654 – 1. fundur nýrrar stjórnar, 15.05.17, í umsjá stjórnar.
- Ferðasjóður RT5 Hluti A, umsóknarfrestur til 16.04.17: Euromeeting 2017 í Lúxemborg (22.-28. Maí), RTIWM í Tallin, Eistalandi (12.-20. ágúst) eða NEAR/NTM í Silkeborg, Danmörku (16.-19. nóvember).
- Stjórnarskipti.
- Siðameistari fær orðið.
- Fundi slitið.
Mætt var á litlu kaffistofuna þar sem menn fengu sér morgunverð. Tekið var við sektum Síðan var haldið með rútu út á Árskógssand (nema Davíð, Birkir Bald og Almar sem komust ekki) þar sem farið var með ferjunni til Hríseyjar þar sem fundurinn fór fram á Verbúðinni 66.
Mættir á fundinn: Auðunn, Georg; Helgi, Elvar, Sveinn, Þói, Rúnar, Óskar, Þórhallur, Marteinn, Jón, Stefán, Birgir, Siggi Óli og Páll.
Gestir: Gestur RT7, Daníel og Börkur.
Eftir fund var labbað á Folf völlinn í Hrísey þar sem menn skemmtu sér í hífandi roki við að kasta frisbí disk sem oftar en ekki endaði á sama stað og menn byrjuðu eða lengra frá. Síðan var haldið af stað frá eyjunni fögru og komið við í bjórverksmiðju Kalda þar sem Þorsteinn tók á móti okkur. Menn voru ægilega áhugasamir um allan vélbúnaðinn í verksmiðjunni og það ferli sem fer í gang þegar bjór er framleiddur. Ekki síst voru menn glaðir að geta svalað þorsta sínum og bjórveigarnar runnu ljúflega ofan í alla skrokka sem glaðlegir tóku við að undanskildum bílstjóranum og mér. Að lokum rúlluðum við út af Kalda og héldum áleiðis út á Þelamörk þar sem Daníel og Óttar bættust í hópinn. Þar var tekinn léttur boltaleikur sem tókst vel til og allir komust heilir frá. Þaðan var síðan haldið út að Ilugastöðum þar sem menn Grilluðu, fóru í pottinn og skemmtu sér fram eftir nóttu.
Fundur 652 – Aðalfundur A
Haldinn af: stjórn
Hvar: Greifinn, salurinn Stássið
Hvenær: 03.04.17
- Formaður setur fund kl. 19.00
- Tveir gestir mættu á fundinn, Börkur Már og Daníel Sigurður
- Logi settur ritari og Konráð settur siðameistari í fjarveru Páls og Davíðs
- Kosið um fundarstjóra: Hilmar Dúi Rt-4
- Auðunn les tilgang Round Table utanbókar
- Logi fer yfir skýrslu síðasta fundar, hún er samþykkt án athugasemda
- Gjaldkeri tekur til máls: Allir sem mættir voru á fundinn voru búnir að greiða ársgjöld. Gjaldkeri hvetur menn til að stilla heimabankana sína þannig að hver borgi 5000 krónur á mánuði inn á réttan reikning.
- Uppstillingarnefnd fer yfir tillögur sínar (sjá viðhengi 1).
- Enginn bauð sig fram gegn tillögum uppstillingarnefnd. Tilvonandi formaður, varaformaður, gjaldkeri, ritari, IRO, skoðunarmaður reikninga og formaður veitinganefndar fluttu stuttar og gáfulegar ræður.
- Þrír voru í framboði til siðameistara: Þórólfur, Konráð og Óskar. Kosningastjórar þeirra tóku til máls og sögðu frá ágæti skjólstæðinga sína. Kjósa þurfti tvisvar og fór svo að Þórólfur hlaut kosningu til siðameistara starfsárið 2017-2018. Í kjörnefnd voru: Hilmar Dúi, Georg og Þórhallur
- Önnur mál:
- Georg segir frá næsta fundi 653 sem er Aðalfundur B og er í umsjón stjórnar. Félagar hvattir til að mæta í þessa mögnuðu ferð.
- Ferðasjóður RT5 ræddur. Umsóknarfrestur fyrir A hluta er til 16. apríl 2017. Fyrir Euromeeting, RTIWM og NEAR/NTM.
- Árshátíð RTÍ og LCÍ 5.-7. maí í Keflavík haldin af RT-10 og LC-6. Rætt um að taka langferðabíl. Helgi segir frá því að magnaður fyrirlesari, John Thorson muni koma fram og tala við hópinn á laugardeginum. Jón Ísleifssson tekur við sem IRO ef Helga Rúnari.
- Jón Ísleifsson tekur til máls og bendir á mætingarhlutfall meðlima. 50% mæting er lágmark og varðar það við brottrekstur úr klúbbnum að vera undir því hlutafalli. Tilvonandi siðameistari RT-5 tók undir þessi orð Jóns og sagði að það væri einfaldlega skyldumæting á fundi.
- Logi, Konráð og Óskar veita hópi 4 verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í ratleiknum sem var á fundinum áður. Sveinn, Helgi og Georg fengu gjafabréf á Greifann fyrir þennan frækna sigur
- Siðameistari fær orðið og fer yfir sektir kvöldsins, Konráð sektaði menn jafnóðum. Konráð fer yfir skjal sem Davíð sendi inn um skuldir félaga eftir veturinn.
- Fundi slitið kl. 22.30
Mættir: Georg, Auðunn, Sigurður Óli, Konráð, Helgi, Jón, Elvar, Þórólfur, Þórhallur, Logi, Stefán, Eyjólfur, Marteinn, Martin, Óskar, Birkir Örn, Birgir, Almar, Sveinn, Óttar og Rúnar
Gestir: Daníel Sigurður og Börkur Már
Boðuðu forföll: Birkir Bald, Daníel, Páll og Davíð
Viðhengi 1
RT-5 – Stjórn og nefndir Starfsárið 2017-2018
Stjórn
Formaður: Auðunn Níelsson
Varaformaður: Sigurður Óli Sveinsson
Gjaldkeri: Elvar Örn Birgisson
Ritari: Sveinn Arnarsson
Önnur embætti
IRO: Georg Fannar Haraldsson
Siðameistari: Framboð
Skoðunarmaður reikninga: Birkir Örn Stefánsson
Vefstjóri: Sveinn Arnarsson
Veitinganefnd
Marteinn B. Haraldsson (formaður og bjórstjóri)
Konráð V. Þorsteinsson
Daníel Starrason
Útbreiðslunefnd
Stefán Stefánsson (formaður)
Birgir Þór Ingason
Almar Alfreðsson
Uppstillingarnefnd
Sigurður Óli Sveinsson
Þórólfur Ómar Óskarsson
Marteinn B. Haraldsson
Fundur 651 – Ratleikur
Haldinn af: Konna, Óskari og Loga
Hvar: Í Ökuskólanum Sunnuhlíð
Hvenær: 20.3.17
- Formaður setur fund klukkan kl. 20.00.
- Logi er settur ritari í fjarveru Pálls og Óttar er settur siðameistari í fjarveru Davíðs.
- Tilgangur Round Table lesinn utanbókar af Óskari.
- Logi les skýrslu síðasta fundar sem er samþykkt í kjölfarið.
- Fundur afhendur Loga, Konráði og Óskari. Farið var í nútíma ratleik. Myndir verða birtar á FB síðu klúbbsins og sigurvegarar kynntir á A-fundi.
- Formaður minnir félaga á að greiða félagsgjöld fyrir 31. mars. Allir hafa greitt inn á reikning eftir uppboðið og flestar styrktarlínur eru komnar í hús.
- Helgi og Óttar taka báðir til máls og hvetja menn til að greiða félagsgjöld fyrirfram. Þeir furða sig á hve margir eiga eftir að borga þegar svo stutt er eftir af starfsárinu. Eins og er þá er staða klúbbsins sterk en hún verður það ekki endilega alltaf.
- Fjórir nýir félagar voru bornir upp. Stefán sagði sig úr útbreiðslunefnd sökum ágreinings við formann. Þeir Börkur Már Hersteinsson, Kristinn Daníel Gunnarsson, Daníel Sigurður Eðavaldsson og Vilberg Brynjarsson voru allir samþykktir.
Fyrir var rætt um fyrirkomulag kosninga áður en nýjir félagar voru bornir upp. Hugmynd kom að klára kosningu á fundum en ekki eftir þá. Formaður lagði til að kosning á fundi verði bindandi og lokið. Allir viðstaddir fundinn samþykktu þessa tillögu formanns (meirihluti RT5.)
- Önnur Mál:
- Formaður segir frá Aðalfundi-A sem haldinn verður 3. apríl.
- Formaður segir stuttlega frá AGM sem haldinn verður í Keflavík, hvetur menn til að mæta. RT-5 IRO að kveðja landstjórn og annar RT-5 IRO að taka við.
- Formaður minnir menn á að skrá aukafundi. Ritari býr til skjal og setur inn á FB síðu klúbbsins, hver meðlimur skráir sína aukafundi.
- Konráð segir frá saltfiskskvöldinu. Haldið af RT-4. 6 frá RT-5 fóru og skemmtu sér konunglega.
- Óttar segir frá viðburði í Reykjavík þar sem undirrituð var viljayfirlýsing um aukið samstarf RT og OT. Nú virðist vera mikill hugur í OT.
- Óttar minnir menn á veiðiferð sem farin verður í sumar í Fnjóská. Óttar og Birgir halda utan um skipulagið. Ný veiðihús eru við Fnjóská 4×4 manna skálar auk matarskála.
- Siðameistari fær orðið
- Fundi slitið 23:20
Mættir: Logi, Óskar, Konráð, Georg, Auðunn, Þórólfur, Birgir, Birkir Örn, Þórhallur, Jón, Helgi, Eyjólfur, Stefán, Elvar, Sveinn, Óttar
Boðuðu forföll: Marteinn, Birkir Bald, Rúnar, Almar, Davíð