Fundur 588

Fundur var haldinn í Greninu þann 7.október 2013 kl. 20:00 og ber yfirskriftina Góðgerðarmál.  Fundur er í umsjá Óskars, Hjalla og Bóbós

 

Dagskrá fundar.

1.            Fundur settur

2.            Tilgangur Roundtable

3.            Fundargerð síðasta fundar

4.            Fyrirlestur + 3min.

5.            Fulltrúaráðsfundur

6.            Ferðasjóður

7.            Önnur mál

 

•             Fundur settur. Formaður setur fundinn kl.20:00

•             Tilgangur Roundtable. Konni les tilgang.

•             Fyrirlestur. Jóhannes hélt fyrirlestur um starf sitt í Pakistan sem öryggisfulltrúi og reyndi að útskýra ástandið þar sem mjög ólíkt lífinu og tilverunni hér á landi. Menn spurðu mikið enda mjög áhugavert málefni.

•             Fundargerð síðasta fundar. Nonni las fundargerð síðasta fundar sem var samþykkt.

•             Fulltrúaráðsfundur var í RVK liðna helgi. Óttar fer yfir hann í stuttu máli. Helgi bauð sig fram til varaformanns landsstjórnar og við fengum ferðabikarinn og titilinn flottasti klúbburinn.

 

•             Ferðasjóður. Nýjustu drög voru samþykkt sem þorra atkvæða.

•             Önnur mál. Húsnæðismál rætt lauslega, nokkur húsnæði í skoðun. Auðunn er t.d. að skoða pláss í Lindu húsinu. Harði diskurinn kom til umræðu, þarf að koma honum í gagnið.

 

 Eftirtaldir sátu fundinn:

1.   Arnar Friðriksson

2.   Birkir Örn Stefánsson

3.   Davíð Kristinsson

4.   Elvar Örn Birgisson, IRO

5.   Elvar Árni Lund Eyjólfur Ívarsson

6.   Guðmundur Hinrik Gústavsson (Ninni)

7.   Helgi Rúnar Bragason

8.   Hjálmar Hauksson

9.   Jón Ísleifsson, varaformaður

10.  Konráð Þorsteinsson

11. Njáll Trausti Friðbertsson

12. Óskar Þór Vilhjálmsson

13. Óttar Már Ingvason, formaður

14. Páll Júlíus Kristinsson

15. Stefán Hrafn Stefánsson, siðameistari

16. Þórólfur Ómar Óskarsson, gjaldkeri

 

Eftirtaldir komu seint:

17.  Eyjólfur Ívarsson

18.  Georg Fannar Haraldsson, vefstjóri

Eftirtaldir voru með boðuð forföll:

19.  Auðunn Níelsson

20. Sigurður Óli Sveinsson, ritari

Eftirfarandi voru fjarverandi:

21.   Björn Vilhelm Magnússon

Eftirfarandi voru med leyfi:

22.   Jón Ævar Sveinbjörnsson

 

Fundur 587

Fundur var haldinn á Hömrum

 

Dagskrá fundar.

1. Fundur settur

2. Farið í bráðskemmtilegan leik sem kallast FOLF

3. Að leik loknum verða grillaðar Pylsur (sennilega á Hömrum)

Fundur fluttur í Grenið sennilega um kl. 20:30

4. Tilgangur roundtable

5. Fundargerð síðasta fundar (Siggi)

6. Auglýsingar (Nonni)

7. Ferðasjóður

8. Nýjir félagar (Helgi)

9. Fulltrúaráðsfundur

10. Húsnæðismál

11. Önnur mál

 

•             Fundur settur. Formaður setur fundinn kl 18.

•             Folf. Tryggvi, framkv.stjóri útivistarsvæðisins að Hömrum, heldur stutta kynningu á Folf. Davíð og Auðunn sigra keppnina með yfirburðum og Georg vinnur auka keppnina. 

•             Tilgangur Roundtable. Eftir stuttan kynningarhring les Nonni tilganginn.

•             Fundargerð. Siggi Óli les fundargerð síðasta fundar af mikilli nákvæmni og fagmensku. 

•             Pylsupartý

•             Auglýsingar. Um 400þús kr. í auglýsingatekjur. Talað var um hvort við ættum að auglýsa á forsíðu félagatalsins árshátíð eða fulltrúaráðsfund. Sækja um einhvern fund 2014.

•             Ferðasjóður. Elvar Örn kom með breytingartillögu sem lagðist vel í menn. Engar stórar breytingar á sjóðnum sjálfum, aðalega viðbætur. Heitar umræður um lið 1. Menn voru ekki sammála um hvort ferðahappdrætti ætti að renna í ferðasjóð eða ekki. Liður 1 var felldur í kosningu, 6 með og 7 á móti. Liður 2 var samþykktur með 12 atkvæðum af 13. Liður 3 var samþykktur með 12 atvkæðum af 13.  Liður 4 var samþykktur með 12 atkvæðum af 13.

•             Nýjir félagar. Helgi ber upp nýja félaga. Gunnar Víðisson (samþykktur) Höskuldur Freyr Hermannson (ekki samþykktur) og Bjarni Rúnar Víðisson (samþykktur)

•             Fulltrúaráðsfundur.  Verður haldin af RT12 í RVK 4-6 október. Stefnir í góða mætingu.

•             Húsnæðismál. Ekki mikið að gerast þar. Ef menn hafa einhverja hugmynd um húsnæði þá endilega koma því á framfæri.

•             Önnur mál. Ætlum við að halda rt5.is gangandi? Já. Formannsparty verður ekki haldið á næstunni. Siðameistari var í góðu skapi og ætlar að gefa út sektir síðar.

 

 Eftirtaldir sátu fundinn:

01.          Arnar Friðriksson

02.          Elvar Örn Birgisson

03.          Elvar Árni Lund

04.          Georg Haraldsson

05.          Guðmundur Hinrik Gústavsson

06.          Helgi Rúnar Bragason

07.          Hjálmar Hauksson

08.          Jón Ísleifsson

09.          Konráð Þorsteinsson

10.          Óttar Már Ingvasson

11.          Páll Júlíus Kristinsson

12.          Sigurður Óli Sveinsson

13.          Stefán Stefánsson

14.          (S)Auðunn Níelsson

15.          (S)Davíð Kristinsson

16.          (S)Njáll Trausti Friðbertsson

Eftirtaldir voru með boðuð forföll:

17.          Birkir Örn Stefánsson

18.          Eyjólfur Ívarsson

19.          Þórólfur Ómar Óskarsson

20.          Óskar Þór Vilhjálmsson

Eftirtaldir voru með leyfi:

21.          Jón Ævar Sveinbjörnsson

Eftirtaldir voru fjarverandi:

22.          Björn Vilhelm Magnússon

Fundur 586

Fundur var haldinn í húsakynnum gjaldkerans Þórólfs Ómars Óskarssonar að Grænuhlíð í Eyjafjarðarsveit þann 9.september 2013 kl. 18:45.


Dagskrá fundar:

1.    Fundur settur – Leikar hefjast úti við

2.    Tendrað í grillum – matur 

3.    Tilgangur roundtable

4.    Fundargerð síðasta fundar

5.    Ferðapeningarnir

6.    Euromeeting 2013 (Birkir)

7.    Euromeeting 2014 (Elfar Örn)

8.    Nýir félagar (Helgi)

9.    3 mínútur

10.  Næsti fundur ofl.

11.  Önnur mál


  • Fundur settur. Formaður setur fundinn kl.18:45 og sendir menn út á tún í skotkeppni.
  • Matur. Stjórnin grillar svínakjöt ofan í mannskapinn.
  • Tilgangur Roundtable. Helgi Rúnar Bragason fv.formaður les tilgang Roundtable.
  • Fundargerð síðasta fundar. Fundargerð síðasta fundar fannst ekki. (líkleg skýring neðar)
  • Ferðapeningarnir. Formaður ber upp ferðasjóðstillögu og uppskar góð viðbrögð. Breytingartillögur sem voru ræddar:
  • Ferðahappdrætti rennur til Ísraelsferðar (Davíð)
  • Ráðstafa hluta til New York ferðar (Hjálmar)
  • Hærra hlutfall til Ísraelsferðar (Elvar Lund)
  • Formaður hvetur menn til að koma með formlegar breytingartillögur.
  • Euromeeting 2013. Birkir, þáverandi gjaldkeri, fer yfir fjármálin. Það eru einhver vandamál með reikninga frá Ekrunni eða er Birkir vandamálið?
  • Euromeeting 2014. Elvar IRO tekur púlsinn á Ísraelsförum, ca.12 manns eru heitir, þar af 8 með maka. Annars var aðallega rifist um hvort það væri Elvar eða Elfar.
  • Nýir félagar. Helgi ber upp 4 nýja félaga; Hörður, Jóhann, Vignir og Kristján. Allir samþykktir.
  • 3 mín. Formaður frestar 3mín en tekur samt 3 mín. í að játa glæfraleg mistök í starfi sínu sem formaður. Formaður ruglaði saman fundarnúmerum (sem gæti útskýrt af hverju fundargerð síðasta fundar fannst ekki), eitthvað var talað um vantrauststillögu en formaður er þá fljótur að skjótast undan umræðunni og býður til formannspartýs þann 28.september ef frúin leyfir.
  • Næsti fundur ofl. Næsti fundur er kynntur en hann er í umsjá Ninna, Helga og Arnars og ber heitið Leikur.
  • Nonni vekur athygli á auglýsingaöflun og hvetur menn til að hefjast handa fyrir næsta fund. Helgi segir eitthvað ósiðlegt.
  • Húsnæðismál rædd lauslega, talað um að klúbbarnir á Akureyri sameinist um húsnæði.  Rík áhersla lögð á hreinlæti ef við förum í bráðabyggðarhúsnæði hjá Davíð.
  • Önnur mál. Saga vinarhornsins var þrædd, almenn ánægja með gang mála þar.
  • Fundarslit. Formaður reynir hamarslaus fundarslit sem fór eitthvað fyrir brjóstið á Stebba siðameistara sem að lokum missir sig í sektargerðum. Hann lofar svo að gera betur grein fyrir sektum á facebook síðu klúbbsins.
  • Formaður slítur fundi. 

Eftirtaldir sátu fundinn:

1.   Arnar Friðriksson
2.   Birkir Örn Stefánsson
3.   Björn Vilhelm Magnússon
4.   Elvar Örn Birgisson, IRO
5.   Elvar Árni Lund 
6.   Guðmundur Hinrik Gústavsson (Ninni)
7.   Helgi Rúnar Bragason
8.   Hjálmar Hauksson
9.   Jón Ísleifsson, varaformaður
10. Njáll Trausti Friðbertsson
11. Óskar Þór Vilhjálmsson
12. Óttar Már Ingvason, formaður
13. Páll Júlíus Kristinsson
14. Sigurður Óli Sveinsson, ritari
15. Stefán Hrafn Stefánsson, siðameistari
16. Þórólfur Ómar Óskarsson, gjaldkeri

Eftirtaldir komu seint:

17.  Auðunn Níelsson
18.  Davíð Kristinsson
19.  Georg Fannar Haraldsson, vefstjóri
20.  Konráð Þorsteinsson

Nefndir og embætti 2013-2014

Stjórn

Formaður:                 Óttar Már Ingvason

Varaformaður:          Jón Ísleifsson

Gjaldkeri:                  Þórólfur Óskarsson

Ritari:                        Sigurður Óli Sveinsson

 

Veitinganefnd

Sigurður Óli Sveinsson (formaður og bjórstjóri)

Pall Júlíus Kristinsson

Elvar Árni Lund

Guðmundur Hinrik Gústavsson

 

Útbreiðslunefnd

Helgi Rúnar Bragason (formaður)

Auðunn Níelsson

Stefán Hrafn Stefánsson

 

Uppstillingarnefnd

Jón Ísleifsson (formaður)

Óttar Már Ingvason

Eyjólfur Ívarsson

 

Vefstjóri

Georg Fannar Haraldsson

 

Skoðunarmaður reikninga

Arnar Friðriksson

 

Siðameistari

Stefán Hrafn Stefánsson

 

IRO

Elvar Örn Birgisson

 

Fundargerðir 2012-2013

Fundur 568

1. Fundur nýrrar stjórnar

Umsjón: Stjórn

Mæting:

Arnar, Birkir, Björn, Davíð, Elvar Örn, Elvar Lund, Ninni, Helgi, Hjálmar, Jón Ísleifs, Jón Ævar, Njáll, Óttar, Páll, Siggi Óli og Stebbi.

Nýja stjórn skipa:

Helgi Rúnar Bragason, Formaður

Óttar Már Ingvason, Varaformaður

Birkir Örn Stefánsson, Gjaldkeri

Jón Ævar Sveinbjörnsson, Ritari

Mætingarpinnar afhentir fyrir 100% mætingu

– Birkir Örn Stefánsson

– Elvar Örn Birgisson

– Jón Ísleifsson

– Hjálmar Hauksson

– Njáll Trausti Friðbertsson

– Helgi Rúnar Bragason.
 

Elvar (Geisli) rifjar upp B- ferðina fyrir þá sem þurftu á því að halda sem voru

víst flest allir .

Njáll fer yfir árshátíðina þar sem RT5 fengu mætingarbikarinn.

Starfs og kostnaðaráætlun fyrir 2012-2013 lögð fyrir og samþykkt.

Samþykkt tillaga um að hækka pening á fulltrúarráðsfundi úr 15.000 í 20.000 kr.

Samþykkt tillaga að hækka ferðahappdrætti úr 2*40.000 í 2* 60.000.

Óttar stiklar á stóru um sumarútileguna.

3 einstaklingar bornir upp og samþykktir

Auðunn Níelsson

Þórður Halldórsson

Dýri Bjarnar Hreiðarsson
 

Fundur 569

Haustferð

Umsjón: Stjórn & veitinganefnd

Mæting:

Arnar, Birkir, Björn, Goggi, Ninni, Helgi, Hjalli, Njáll, Óskar, Óttar, Páll, Stebbi.

Farið var í aftaka veðri upp í Fálkafell með honum Sigga Baldurs hjá Fabtravel

Þar fór hann með menn í axarkast að hætti víkinga. Þar var boðið upp á kakó og

Stroh með því og ekki veitti víst af .

Þegar niður var komið var ferðini heitið inn á kaffi Kú til hans Einars verts og

skoðað þar tæknilegasta fjós í gjörvallri Evrópu. Eins var boðið upp á dýrindis

Gúllassúpu að hætti heimamanna.


Fundur 570

Ratleikur

Umsjón: Nonni, Hjalli og Ívar

Mæting:

Arnar, Birkir, Björn, Davíð, Elvar Örn, Goggi, Ninni, Helgi, Hjálmar, Ívar, Jón

Ísleifs, Jón Ævar, Konni, Njáll, Páll, Siggi Óli, Stebbi og Þórólfur

Fundur var settur í greninu góða og þaðan haldið út í Kjarnaskóg. Þar var

mönnum skipt í 4 lið og áttu þau að leysa hinar ýmsustu þrautir. Þeir sem stóðu

uppi sem sigurvegarar voru Björn, Birkir, Þórólfur og Siggi Óli ekki ber að nefna

önnur lið þar sem þau áttu engann séns.

Talað var um hverjir ætluðu sér að mæta á Fulltrúarráðsfund hjá vinum okkar á

Egilstöðum.
 

Fundur 571

Hjálparstarf

Umsjón: Elvar Örn, Eyjó og Goggi

Mæting:

Arnar, Birkir, Davíð, Elvar Örn, Eyjó, Goggi, Ninni, Helgi, Hjálmar, Jón Ævar, Konni, Óskar, Óttar, Siggi Óli, Stebbi og Þórólfur

Farið var upp á sjúkrahús til að hitta hann Sigurbjörn Árna Guðmunsson

sem er lítill strákur sem fæddist án endaþarmsops og með nýrnabilun. Farið var

til að styrkja þessa ótrúlegu fjölskyldu með peningum sem söfnuðust á uppboði í

formannspartýinu hjá honum Helga. Þar voru boðnir upp ýmsir munir og jafnvel

menn og dýr og söfnuðust hvorki meira né minna en 275.000 kr með uppboðum

síðustu tveggja ára sem fjölskyldunni voru afhentar.

Þaðan lá svo leið okkar upp í Rauða Kross húsið þar sem haldinn var fyrir okkur

fyrirlestur um um starfsemi Rauða krossins. Auðvitað átti Geisli handa okkur

myndband frá því hann var sjálfur í hjálparstarfi í einskins manns landi fyrir held

ég 10 árum síðan, meðan myndbandið gekk stóð hann hróðugur á kantinum og

lýst þessu öllu fyrir okkur hvernig hann hefði snúið niður hermenn ásamt því að

sinna sjúkum.
 

Fundur 572

Fyrirtækjaheimsókn

Umsjón: Arnar, Þórólfur og Ninni

Mæting:

Arnar, Björn, Davíð, Geisli, Elvar Örn, Elvar Lund, Eyjó, Goggi, Ninni, Helgi, Hjalli, Jón Ísleifs, Jón Ævar, Nonni, Konni, Óttar, Palli, Siggi og Stebbi.

Fórum til hans Arnars okkar Friðrikssonar í Norlandair þar fengum við að

kynnast starfssemi fyrirtækisins og skoða flugvélar í þeirra eigu og annara. Eftir

það renndum við inn í Eyjafjarðarsveit nánar tiltekið Syðra-Laugaland efra. Þar

er til húsa hráfæðisstaðurinn Silva. Þar ræður ríkjum húsfreyja að nafni Kristín

Kolbeinsdóttir. Þar fengum við að smakka á ýmsu góðgæti áður en haldið var

heim.
 

Fundur 573

Adrenalín

Umsjón: Elvar Lund ,Siggi Óli og Palli

Mæting:

Arnar, Birkir, Bjössi, Geisli, Elvar Lund, Eyjó, Goggi, Ninni, Helgi, Hjalli, Ívar, Jón

Ævar, Nonni, Konni, Njáll, Óskar, Óttar, Palli, Siggi, Stebbi og Þórólfur

Fórum inn á Hrafnagil og fengum þar að kynnast fyrstu skrefunum í köfun hjá

honum Elvari Kafara. Þegar menn voru búnir að svamla eins og froskar í lauginni

var haldið af stað til Akueyrar í Grenið góða þar sem Elvar hélt fyrir okkur

fyrirlestur um köfun á Íslandi og þau námskeið sem eru hér í boði.
 

Fundur 574

Andar fortíðar og örlög framtíðar

Umsjón: Óskar, Davíð og Njáll

Mæting:

Arnar, Birkir, Bjössi, Davíð, Geisli, Elvar Lund, Goggi, Ninni, Helgi, Hjalli, Nonni,

Jón Æ, Njáll, Óskar, Óttar, Palli, Stebbi og Þórólfur

Hann mætti í Grenið til okkar hann Guðjón H. Hauksson kennari við

Menntaskólann á Akureyri og hélt fyrir okkur fyrirlestur um

uppbyggingu einstaklingsins og klámvæðingu ungu kynslóðarinnar.

Ekki annað hægt að segja en að menn sátu þarna furðulostnir yfir því hvernig

ungdómurinn er orðinn.
 

Fundur 575

Konfekt og kökur

Umsjón: Jón Ævar, Konni og Stebbi

Mæting:

Auðunn, Birkir, Elvar Lund, Eyjó, Georg, Ninni, Helgi, Hjálmar, Jón Ísleifs, Jón

Ævar, Konni, Njáll, Óskar, Óttar, Páll, Stebbi, Þórólfur

Fundur var settur í Greninu með kynningahring og tilgangur Roundtable var

lesinn. Snilldar fundur í alla staði þar sem fljótlega var skipt upp í 4 lið sem

kepptu innbyrðis um að gera sem flottasta piparkökuhúsið og átti einn fulltrúi úr

hverju liði að kynna sitt verk í lokin. Mikil ósanngirni einkenndi val dómnefndar

á flottasta húsinu að mati nokkra

Gaman var að fylgjast með kappsemi manna í piparkökulistinni sem var vel

leiðbent af bakaradrengnum honum Jón Ævari.
 

Fundur 576

Jólafundur og jólasaga m/mökum

Umsjón: Stjórn & veitinganefnd

Mæting:

Auðunn, Birkir, Bjössi, Davíð, Elvar Örn, Elvar Lund, Eyjó, Georg, Ninni, Helgi,

Hjalli, Jón Ísleifs, Njáll, Óskar, Óttar, Páll, Stebbi, Þórólfur

Gestir:

Makar RT5 manna og Old Tablers menn ásamt mökum.

Einn albesti jólafundur í minnum RT5 manna sem haldinn var í sveitasetri þeirra

Óskars og Auði í Öldu. Hátt í 50 manns mætti á þetta flotta kvöld sem allir höfðu

lagt sitt að mörkum við að koma með eitthvað gott í hlaðborðið sem var svo

drekkhlaðið af mat og drykkjum að hálfa væri hellingur. Elvar Lund og Helgi

sögðu jólasögur sem skemmti viðstöddum hressilega.

Frábært kvöld í alla staði og var það mat manna að þarna væri kominn grunnur

af jólastundum framtíðanna.
 

Fundur 577

Bræður munu berjast

Umsjón: Konni, Davíð og Ívar

Mæting:

Arnar, Auðunn, Birkir, Elvar Örn, Elvar Lund, Georg, Ninni, Helgi, Hjálmar, Ívar,

Jón Ísleifs, Jón Ævar, Konni, Njáll, Óttar, Páll

Gestir:

Hilmar RT1

Fundur settur í Greninu og kynningarhringur tekinn. Hilmar RT1 las upp tilgang

Roundtable og hélt í kjölfarið nokkur orð um framboð sitt til Gjaldkera RTÍ.

Svo var farið í Krullu í Skautahöllinni sem skipt var upp í 4 lið á staðnum.

Virkilega skemmtileg stemning í húsinu sem endaði í smá tippakeppni milli

manna og braut Helgi nánast ísinn í sinni kappsemi og var vel bólginn á eftir á

hnéi. Komið var svo aftur í Grenið og fundur haldinn áfram með kaffiveitingum

umsjónarmanna og skemmtilegum RT sögum.
 

Fundur 578

Samskipti kynjanna

Umsjón: Hjálmar og Stebbi

Mæting:

Auðunn, Arnar, Birkir, Davíð, Elvar Örn, Elvar Lund, Eyjó, Georg, Ninni, Hjálmar,

Konni, Óskar, Óttar, Páll, Stefán, Þórólfur

Staðgengill formanns setti fund 578 á réttum tíma í greninu,

Fundurinn hófst á hefðbundinn hátt með kynningarhring í fjarveru formans.

Farið var aðeins yfir Euro 5% undirbúning.

Fengum fyrirlesara 20:30 sem fræddi okkur um mikilvægi og virðingu í

samskiptum kynjana.

Fyrirlesarinn Sigríður Ásta Hauksdóttir, hafði nokkur orð um sína menntun og

lýsti starfi sínu stuttlega. Horfðum við á video sem léttur inngangur í umræðuna,

svo var lagt fyrir mannskapinn létt verkefni sem stóð nú frekar fast í nokkrum

félugum. Verkefnið fólst í að greina venjulegan sólarhring niður, þ.e.a.s. hvað við

eyðum tímanum okkar í þessar 24 klst. Kom þá greinilega í ljós hvað við eyðum

mis miklum tíma með maka okkar, og fengu sumir ekki háa einkun en aðrir

skoruðu tussu feitt. Davíð er með svokallaðan Davíðsdag og lísti hann svoleiðis

stund á meðan Elvar (ekki stóri) kom inn á hvernig hans tími með maka nýtist

best þegar 4 börn eru á heimilinu, en út úr því mátti lesa frekar stutta stund, en

árangursríka.

3 mínútur voru á sínum stað og reyndust afar krefjandi og líflegar um þessi

málefni og ljóst var að samskipti kynjanna eru jafn misjöfn og pörin eru mörg.

Að lokum var minnt á næsta fund og staðgengill siðameistara fékk orðið, sem að

þessu sinni skipti engu máli því fundurinn fór afspyrnuvel fram.

Fín mæting á fundinn.

Veitingar alveg frábærar hjá umsjónarmönnum fundarins.
 

Fundur 579

Fyrirlestur

Umsjón: Elvar Örn, Palli

Mæting:

Auðunn, Arnar, Björn, Davíð, Elvar Örn, Elvar Lund, Georg, Helgi, Hjálmar, Jón

Ævar, Konni, Njáll, Óskar, Páll, Siggi Óli, Stefán

Fundur settur í Greninu og þar næst var kynningahringur og tilgangur

Roundtable lesinn. Farið var yfir gang mála varðandi fyrirhugaðan IRO og

fulltrúarráðsfund sem halda átti 1.-3. Mars nk. Euromeeting umræða átti sinn

stað líka áður en fyrirlesari kom og sigraði salinn.

Fundi slitið á kristilegum tíma í þetta sinn.
 

Fundur 580

Spilakvöld

Umsjón: Siggi Óli, Eyjó og Ninni

Mæting:

Óskar, Ninni, Nonni, Elvar, Eyjó, Goggi, Stebbi, Njáll, Palli, Hjalli, Þói, Birkir, Helgi,

Óttar, Konni, Siggi Óli

Boðuð forföll:

Elvar Lund, Jón Ævar, Ívar, Arnar, Auðunn

Gestir:

Rúnar Traustason RT4

Brett Tungay RT202 Tungela South Africa, www.dragonpeaks.com

Helgi setti fund kl. 20

Njáll settur sem siðameistari og Óskar sem ritari

Kynningarhringur og Eyjó fór með tilgang Roundtable

Njáll stoppaði kynningarhring og bað þá sem seint komu að kynna sig á dönsku

til að æfa sig vegna IRO fundar um komandi helgi. Þeir sem eftir komu misskildu

málið og kynntu sig allir á einhverju erlendu tungumáli.

Helgi og Konni fóru yfir skipulag komandi helgar þar sem IRO og

fulltrúaráðsfundur verða haldnir saman. Mesta umræðan var um hamborgarana

frá Nætursölunni sem verður hádegismaturinn á laugardeginu á

fulltrúaráðsfundinum. Málið var hvort átti að bjóða upp á franskar og salat með.

Helgi stoppaði umræðuna eftir 20 mínútur með setningunni „Strákar, það eru

ekki bara 3 franskar á milli. Þetta er sko Heimsborgari, ekki einhver skítaborgari

í Bláfjöllum“

Óttar fór yfir hvað er í boði yfir helgina.

Helgi afhenti fundinn yfir til Sigga, Eyjó og Ninna kl. 21:20

Fundarefnið er spilakvöld og var haldið RT quiz. Fundarmönnum var skipt upp í

tveggja manna lið og fengu afhent blöð þar sem átti að skrifa svör við fjölda

spurninga sem gestaspyrillinn, sem ég gleymdi að skrifa hvað heitir, spurði

salinn. Spurningarnar voru um alla skapaða hluti en einnig voru spurningar RT

tengdar. Skemmst er frá því að segja að Óttar og Nonni unnu en Óskar og Goggi

urði í neðsta sæti.

Eftir að Helgi fékk funda aftur var einn nýr félagi borinn upp en heitir Sigurður

Ólason, árgerð 73 og vinnur hann hjá Samherja.

Áður en Helgi sleit fundi seint fékk siðameistari að fara yfir sektir kvöldsins.

Kvót fundarins átti Helgi formaður: „Þeir eru allavega helmingi færri ef ekki

fleiri“
 

Fundur 581

Landaþema

Umsjón: Óskar, Elvar Lund, Þórólfur

Mæting:

Auðunn, Arnar, Birkir, Björn, Davíð, Elvar Örn, Ninni, Helgi, Hjálmar, Jón Ísleifs,

Konni, Njáll, Óskar, Óttar, Páll, Stebbi, Þórólfur

Gestir:

Ágúst Guðmunds, Old Tablers

Fundur settur í Greninu og kynningahringur tekinn í kjölfarið, Ágúst las svo upp

tilgang Roundtable.

Farið var aðeins yfir síðasta fulltrúarráðsfund og IRO sem tókst gríðarlega vel í

alla staði. Fundur var svo afhentur og tók fyrir fínasti kynning frá Ágústi um

Landann í RÚV sem allir dásömuðu.

Þórólfur fór svo yfir hvernig landinn er bruggaður af „vini sínum“ í sveitinni og

fengu allir að smakka sem vildu nokkrar tegundir undir góðri handleiðslu.
 

Fundur 582

Old Tables

Umsjónarmenn: Arnar, Njáll og Georg.

Mæting:

Óttar, Stefán, Elvar B, Guðmundur H, Þórólfur, Björn, Páll, Eyjóflur, Jón Ísl, Birkir,

Arnar, Konráð, Njáll og Georg. Sigurður Óli mætti seinnt. Helgi og Óskar voru

með boðuð forföll.

Gestir voru þó nokkuð margir, td. Þórður Halldórsson sem er nýliði, nokkrir

gamlir félagar úr RT5 og RT7. Svo kíktu RT7 menn líka á fundin þegar liðið var á

hann.

Ritari í fjarveru Jóns Ævars var Jón Ísl.

Byrjað var á kynningarhring. Svo kynntum við fyrir gömlu félögunum

númeramótið sem við höldum í sumar og óskuðum eftir aðstoð þeirra. Þeir tóku

vel í það. Elvar fór svo aðeins yfir það sem búið er að plana fyrir mótið.

Því næst steig einn af gömlu félögunum upp í pontu og fór yfir hvað þeir eru að

gera. Þeir hittast um einu sinni í mánuði. 6 til 10 menn mæta vanalega.

Birkir bað menn sem eiga eftir að greiða árgjald og styrki að gera það sem fyrst.

Þá var komið því að bera fram veitingar.

Eftir þær breyttist fundurinn þó nokkuð. Frambjóðendur fjögurra flokka sem

bjóða fram til Alþingis í næstu kostningum mættu og héldu framboðsræðu og

kynntu sín mál. Björn var þar fundarstjóri og stóð sig að vanda vel. Menn fengu

svo tækifæri til að koma með spurningar og svöruðu frambjóðendur þeim vel og

samviskusamlega.

Siðameistari fór að endingu yfir fundinn. Lítið var um sektir. Óttar fékk sekt fyrir

að setja fund of seint, Konni fékk sekt og Þórólfur fékk þrjár sektir fyrir að reyna

að kippa stólnum undan siðameistara fyrr um kvöldið.
 

Fundur 583

Aðalfundur A

Umsjón: Stjórn & veitinganefnd

Mæting:

Auðunn, Birkir, Elvar Örn, Elvar Lund, Georg, Ninni, Helgi, Hjálmar, Jón Ísleifs,

Konni, Njáll, Óskar, Óttar, Páll, Siggi Óli, Stefán, Þórólfur.

Gestur: Jói Oddgeirs, heiðurfélagi RT5.

Mæting var kl. 19:30 í Lindu Steikhús með fordrykk en þar fór aðalfundurinn

fram. Fundur var svo settur kl. 20:00 með kynningahring og tilgang RT lesinn.

Jóhann Oddgeirsson var svo kosinn fundarstjóri og strax að lokinni kosningu var

Jóa afhentur jakki merktum RT5. Hugsuð sem gjöf til mikils dugnaðarforks og

velunnara klúbbsins í gegnum árin. Síðan var Birkir Örn valinn ritari kvöldsins.

Að því loknu var villisveppasúpa og léttvín borið fram til félaga.

Næst var tillaga uppstillinganefndar borin fram af Óttar formanni

uppstillingarnefndar. Formaður – Óttar, Varaformaður – Jón Ísleifs, Gjaldkeri –

Þórólfur og Ritari – Birkir Örn.

Mótframboð komu fram á fundinum úr fórum nýs afls er kalla sig „Víkinganna“.

Fram voru boðnir: Formaður – Björn, Varaformaður – Palli, Gjaldkeri – Georg og

Ritari – Siggi Óli.

Við þetta sköpuðust fjörlegar umræður þar sem rætt var um lögmæti

kosninganna. En fundarstjóri og fundurinn sjálfir komu sér saman um að allt

væri með felldu og gengið skyldi til kosninga. Gekk tillaga uppstillingarnefndar

eftir að öllu leiti nema einu embætti féll „Víkingunum“ í skaut þegar Siggi Óli var

kjörinn ritari á kostnað Birkis.

Fundarstjóri óskaði svo eftir áherslu næsta árs í starfi hjá einstökum verðandi

embættismönnum og sjá má hér fyrir neðan helstu punkta.

Formaður: Óttar talar um áherslu á innviði klúbbsins.

Varaformaður: Styður formann og horfit björtum augum fram á veginn.

Gjaldkeri: Talar um jöfnunarstyrk þeirra sem lengra þurfa að ferðast á

fundi.

Bjórstjóra: Meira af öllu!

Ritari: Allar fundarskýrslur á netið og samþykktar á næsta fundi.

Vefstjóri: Talar um að vera duglegri en fráfarandi vefstjóri, þe uppfæra

oftar en á 6 mánaða fresti.

Að þessu loknu var nauta rib-eye borin fram með léttvíni og menn fóru að

undirbúa framboðsræður til siðameistara næsta árs en fyrir fundinn voru boðuð

tvö framboð frá Stefáni og Óskari. Á fundinum sjálfum spratt fram framboð frá

Birkir Erni í boði Njáls. Þessir aðilar hófu sínar ræður og töluðu um baráttumál.

Greinilegt var að menn voru nokkuð sammála um að útrýma truflun á fundum og

niðrandi tal til náungans ekki þoluð. Einnig kom fram að til þess að réttmættur

siðameistari yrði kosinn yrði hann að hljóta meirihluta atkvæða frá þeim sem

mættir voru á fundinn. Eftir fyrstu lotu var ljóst að fara þyrfti í aðra atrennu

kosninganna þar sem einn var með flest en þar einu atkvæði á eftir voru tveir

jafnir og Birkir Örn varð einn eftir með eitt atkvæði. Eftir öruggum heimildum

var það atkvæði ekki frá honum sjálfum né kosningastjóra hans…En hvernig

stendur á því að þriðji frambjóðandinn datt út, þar sem fyrirfram voru einungis

þrír í framboði? Jú, Ninni reis úr djúpinu sem Fönix sjálfur og fékk flest atkvæði

eftir fyrstu kosningu. Þetta var mikið rætt enda ekki komið fram framboð frá

honum fyrir kosningu, en metið var svo að allir réttmætir félagar á fundinum

væru kjörgengir. Því var kosið aftur á milli Óskars, Stefáns og Ninna. Eftir þá

umferð þurfti síðan að kjósa aftur á milli Ninna og Stefáns. Eftir þá umferð stóð

Stefán uppi sem Siðameistari klúbbsins fyrir starfsárið 2013-14.

Heitar umræður héldu þó áfram um lögmæti kosninganna og greinilegt að menn

þurfa að leggjast yfir lögin til að slík óvissa myndist ekki aftur. Svo voru menn

hvattir til að fjölmenna á Húsavík og sýna öðrum klúbbum hversu flottur klúbbur

þetta væri og var Konni kosinn tískulögga klúbbsins fyrir þá helgi.

Fundarslit voru svo frekar í seinna fallinu enda mikið fjör og hiti í mönnum
 

Fundur 584

Aðalfundur B

Umsjón: Stjórn & veitinganefnd

Mæting:

Auðunn, Arnar, Birkir, Björn, Davíð, Elvar Örn, Elvar Lund, Eyjólfur, Georg, Ninni,

Helgi, Hjálmar, Jón Ísleifs, Konni, Njáll, Óskar, Óttar, Páll, Siggi Óli, Stefán,

Þórólfur.

Fundur var settur kl. 10 í RT Greninu með kynningahring og tilgangur

Roundtable lesinn af varaformanni. Síðan var öllum boðið í svakalegasta

morgunmat (brunch) svo muna eftir úr B-ferðum RT5. Beikon, egg á tvenna vegu,

svínarif, tvenns skonar pylsur, amerískar pönnukökur o.s.frv. var á borðstólnum

sem menn tróðu vel í sig. Alveg geggjað!

Fljótlega fór siðameistari yfir skuldir félagsmanna og sá til þess að allir kæmu

með sitt eins og lög siðameistara gera ráð fyrir.

Eftir þetta tók við árskýrsla stjórnar en vegna tæknilegrar örðuleika þá gátum

við ekki varpað henni upp á tjald eins og plön gerðu ráð fyrir. Mætingalistinn var

því yfirfarinn á blaði og fundargerðir settar á hold og ársskýrsla gjaldkera þulin

upp til samþykktar. Ávarp formanns var hressandi enda tekið á stórum þátt

vetrarstarfsins og þakkir til allra félagsmanna fyrir frábæran vetur og klárt að

framtíð klúbbsins sé björt.

Siðameistari tók svo við keflinu og fóru stjórnarskipti fram eftir hans hætti og

glöddust allir vel og lengi yfir nýju og flottu stjórn næsta starfsárs.

Fundi var svo slitið rétt fyrir hádegi og fóru allir af stað í óvissuferð í rútu til

Grenivíkur í mikilli stemningu. En fyrsta stopp var uppá Kaldbak þar sem menn

þeyttumst um á snjóþotum, brettum og skíði sem allir höfðu gaman að. Drukkið

var kakó og stroh áður en haldið var niður aftur. Darri tók vel á móti okkur með

harðfisk, hákarl og brennivín áður en farið var til Jónsaveitingar og fengið sér

gæða börger með beikoni og eggi

Óðinn leiðsögumaður Grenivíkur tók okkur í danskeppni sem Þói rúllaði upp

með bændadansinum og áttum við hinir ekki roð í kallinn. Hittum við svo

yngismey á Pharmatica áður en við skelltum okkur í sundbolta í sundlaug

Grenivíkur og settum sennilega Íslandsmet í fjölda karlmanna í minipott.

Skrúbbuð var svo forhúðin áður haldið var í bústað hjá fráfarandi formanni en

þar var grillað 11kg af kótilettum og sungið og teiblað fram til kl. 04 að morgni.

Frábær dagur sem undirritaður mun seint gleyma