Fyrirtækjaheimsókn. Njáll, Davíð og Siggi Óli
Fundinn sátu: Arnar, Birkir, Davíð, Elvar Örn, Guðmundur, Helgi, Hjálmar, Jón Ísl, Konráð, Njáll, Óskar, Óttar, Páll, Þórólfur.
Gestur: Ívar
Fórum í heimsókn til Norðurorku. Þar tók Stefán á móti okkur og kynnti fyrir okkur starfsemina og hlutverk Norðurorku. Margt áhugavert kom þar í ljós.
Fórum svo í Grenið og fengum dýrindis veitingar en ekkert gos, siðameistari var ekki ánægður með það. Arnar var tekinn inn í klúbbinn og gekk hann hring og tók í spaðann á okkur öllum. Sömuleiðis var Guðmundur H. tekinn inn.
Útbreiðslunefnd hefur ekki haldið fund enn að sögn Óttars formanns hennar. Helgi talaði um styrki og hamraði á okkur að skila inn þeim auglýsingum sem voru komnar inn og reyna að fá fleiri.
Tókum kynningarhring og Njáll fór yfir það hvað RT gengur útá. Þetta eru þrjú þrep, innan klúbbsins, innanlands starfið og svo erlent. Hann mælti sérstaklega með því erlenda.
Birkir gjaldk. minnti menn á að greiða árgjaldið og sömuleiðis á pinna sem fást í sjoppunni. Elvar talaði um formannspartýið og var það fært yfir á laugardag í stað föstudag. Lofaði svaka partý. Elvar minntist sömuleiðis á næsta fulltrúaráðsfund sem haldinn verður af klúbbunum frá Selfossi
Siðameistari fór að lokum yfir fundinn og sektir.